Áttavillt og umdeilt Ríkisútvarp Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 18. júlí 2015 11:55 BBC hefur löngum þótt fyrirmynd annarra ríkismiðla. Í vikunni birtu bresk yfirvöld opinbera skýrslu um starfsemi BBC. Þótti skýrsluhöfundum sjálf fyrirmyndin hafa misst sjónar á kjarnahlutverki sínu. Hún ætti að starfa í almannaþágu en ekki hafa vinsældir og áhorfstölur að leiðarljósi. Fleiri ríkismiðlar hafa villst af braut. Þar má nefna Ríkisútvarp okkar Íslendinga – rekið fyrir almannafé. Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur verið afmarkað. Það skal bjóða fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu – stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni. Því ber að leggja rækt við íslenska tungu og varðveita menningararfinn. Hið afmarkaða hlutverk Ríkisútvarpsins aðskilur það frá einkareknum miðlum. Rekstrarfé úr sjóðum almennings undirstrikar þann aðskilnað. Ríkisútvarpinu er ekki ætlað að vera í samkeppni. Því er ekki ætlað að leggja stein í götu einkarekinna miðla. Því er ætlað afmarkað hlutverk í almannaþágu – hlutverk sem miðillinn vanrækir, afvegaleiddur af viðskiptasjónarmiðum. Ríkisútvarpinu ber að tryggja jafnan hlut kynjanna í dagskrá sinni. Það var því bagalegt hvernig farið var með sjónvarpsrétt að heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu á dögunum. Fékk mótið litla fyrirferð þrátt fyrir mikinn áhuga á kvennaknattspyrnu hérlendis. Þrátt fyrir aukna meðvitund og sterka kvennaslagsíðu í samfélaginu. Starfsmenn Ríkisútvarpsins leituðu skjóls í rökleysu á borð við undirmönnun, áhugaleysi og kostun. Það leyndist þó engum – forgangsröðun ríkismiðilsins var skýr. Kvennaíþróttir víkja fyrir karlaíþróttum. Ríkisútvarpið brást hlutverki sínu. Það brást kvennaboltanum. Það brást þeim fjölda Íslendinga – af báðum kynjum – sem áhuga hafa á íþróttinni. Það er flestum ljóst að breyta þarf kreddukenndum hugmyndum um hlutverk kynjanna og þeim viðhorfum sem ríkja til kvennaíþrótta. Þeirri vegferð ætti Ríkisútvarpið að veita leiðsögu – enda hver betur til þess fallinn en ríkismiðill kostaður af almannafé? Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur löngum verið umdeilt. Mörgum þykir miðillinn færa sig nær samkeppnisrekstri. Þannig raski hann viðskiptaumhverfi og skapi óréttlát skilyrði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ríkismiðill rekinn fyrir almannafé eigi ekki að keppa á auglýsingamarkaði. Hann eigi ekki að stjórnast af vinsældum og áhorfsmælingum, sem einkamiðlar þurfa alltaf að hafa til hliðsjónar. Taka verður undir þessi sjónarmið. Samkeppnisrekstur rímar illa við skilgreint hlutverk ríkismiðla. Viðskiptalegar áherslur geta skaðað meginstarfsemi og dagskrárval Ríkisútvarpsins. Slíkar áherslur höfðu skaðleg áhrif á heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu og þær hafa áhrif víðar. Þar er í mörg horn að líta. Á upplýsingaöld þegar almenningur treystir á veraldarvefinn er netfréttaþjónusta miðilsins neyðarleg. Einkamiðlar skara fram úr Ríkisútvarpinu í framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og menningarhlutverkinu er illa sinnt. Ríkisútvarpið virðist áttavillt. Þrátt fyrir afmarkað hlutverk hefur það flækst inn á umráðasvæði einkamiðla og látið samkeppnissjónarmið ráða rekstrinum. Eðlilegt jafnvægi þarf að ríkja á fjölmiðlamarkaði svo sjálfstætt starfandi fjölmiðlar geti keppt við réttlát skilyrði. Það er mikilvægt að ríkismiðill rekinn fyrir almannafé skapi ekki torfæru í viðskiptaumhverfi einkamiðla. Ríkisútvarpið þarf að rifja upp sérstöðu sína og hlutverk sitt í almannaþágu. Þar mega vinsældakosningar ekki ráða för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
BBC hefur löngum þótt fyrirmynd annarra ríkismiðla. Í vikunni birtu bresk yfirvöld opinbera skýrslu um starfsemi BBC. Þótti skýrsluhöfundum sjálf fyrirmyndin hafa misst sjónar á kjarnahlutverki sínu. Hún ætti að starfa í almannaþágu en ekki hafa vinsældir og áhorfstölur að leiðarljósi. Fleiri ríkismiðlar hafa villst af braut. Þar má nefna Ríkisútvarp okkar Íslendinga – rekið fyrir almannafé. Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur verið afmarkað. Það skal bjóða fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu – stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni. Því ber að leggja rækt við íslenska tungu og varðveita menningararfinn. Hið afmarkaða hlutverk Ríkisútvarpsins aðskilur það frá einkareknum miðlum. Rekstrarfé úr sjóðum almennings undirstrikar þann aðskilnað. Ríkisútvarpinu er ekki ætlað að vera í samkeppni. Því er ekki ætlað að leggja stein í götu einkarekinna miðla. Því er ætlað afmarkað hlutverk í almannaþágu – hlutverk sem miðillinn vanrækir, afvegaleiddur af viðskiptasjónarmiðum. Ríkisútvarpinu ber að tryggja jafnan hlut kynjanna í dagskrá sinni. Það var því bagalegt hvernig farið var með sjónvarpsrétt að heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu á dögunum. Fékk mótið litla fyrirferð þrátt fyrir mikinn áhuga á kvennaknattspyrnu hérlendis. Þrátt fyrir aukna meðvitund og sterka kvennaslagsíðu í samfélaginu. Starfsmenn Ríkisútvarpsins leituðu skjóls í rökleysu á borð við undirmönnun, áhugaleysi og kostun. Það leyndist þó engum – forgangsröðun ríkismiðilsins var skýr. Kvennaíþróttir víkja fyrir karlaíþróttum. Ríkisútvarpið brást hlutverki sínu. Það brást kvennaboltanum. Það brást þeim fjölda Íslendinga – af báðum kynjum – sem áhuga hafa á íþróttinni. Það er flestum ljóst að breyta þarf kreddukenndum hugmyndum um hlutverk kynjanna og þeim viðhorfum sem ríkja til kvennaíþrótta. Þeirri vegferð ætti Ríkisútvarpið að veita leiðsögu – enda hver betur til þess fallinn en ríkismiðill kostaður af almannafé? Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur löngum verið umdeilt. Mörgum þykir miðillinn færa sig nær samkeppnisrekstri. Þannig raski hann viðskiptaumhverfi og skapi óréttlát skilyrði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ríkismiðill rekinn fyrir almannafé eigi ekki að keppa á auglýsingamarkaði. Hann eigi ekki að stjórnast af vinsældum og áhorfsmælingum, sem einkamiðlar þurfa alltaf að hafa til hliðsjónar. Taka verður undir þessi sjónarmið. Samkeppnisrekstur rímar illa við skilgreint hlutverk ríkismiðla. Viðskiptalegar áherslur geta skaðað meginstarfsemi og dagskrárval Ríkisútvarpsins. Slíkar áherslur höfðu skaðleg áhrif á heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu og þær hafa áhrif víðar. Þar er í mörg horn að líta. Á upplýsingaöld þegar almenningur treystir á veraldarvefinn er netfréttaþjónusta miðilsins neyðarleg. Einkamiðlar skara fram úr Ríkisútvarpinu í framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og menningarhlutverkinu er illa sinnt. Ríkisútvarpið virðist áttavillt. Þrátt fyrir afmarkað hlutverk hefur það flækst inn á umráðasvæði einkamiðla og látið samkeppnissjónarmið ráða rekstrinum. Eðlilegt jafnvægi þarf að ríkja á fjölmiðlamarkaði svo sjálfstætt starfandi fjölmiðlar geti keppt við réttlát skilyrði. Það er mikilvægt að ríkismiðill rekinn fyrir almannafé skapi ekki torfæru í viðskiptaumhverfi einkamiðla. Ríkisútvarpið þarf að rifja upp sérstöðu sína og hlutverk sitt í almannaþágu. Þar mega vinsældakosningar ekki ráða för.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun