Áttavillt og umdeilt Ríkisútvarp Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 18. júlí 2015 11:55 BBC hefur löngum þótt fyrirmynd annarra ríkismiðla. Í vikunni birtu bresk yfirvöld opinbera skýrslu um starfsemi BBC. Þótti skýrsluhöfundum sjálf fyrirmyndin hafa misst sjónar á kjarnahlutverki sínu. Hún ætti að starfa í almannaþágu en ekki hafa vinsældir og áhorfstölur að leiðarljósi. Fleiri ríkismiðlar hafa villst af braut. Þar má nefna Ríkisútvarp okkar Íslendinga – rekið fyrir almannafé. Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur verið afmarkað. Það skal bjóða fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu – stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni. Því ber að leggja rækt við íslenska tungu og varðveita menningararfinn. Hið afmarkaða hlutverk Ríkisútvarpsins aðskilur það frá einkareknum miðlum. Rekstrarfé úr sjóðum almennings undirstrikar þann aðskilnað. Ríkisútvarpinu er ekki ætlað að vera í samkeppni. Því er ekki ætlað að leggja stein í götu einkarekinna miðla. Því er ætlað afmarkað hlutverk í almannaþágu – hlutverk sem miðillinn vanrækir, afvegaleiddur af viðskiptasjónarmiðum. Ríkisútvarpinu ber að tryggja jafnan hlut kynjanna í dagskrá sinni. Það var því bagalegt hvernig farið var með sjónvarpsrétt að heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu á dögunum. Fékk mótið litla fyrirferð þrátt fyrir mikinn áhuga á kvennaknattspyrnu hérlendis. Þrátt fyrir aukna meðvitund og sterka kvennaslagsíðu í samfélaginu. Starfsmenn Ríkisútvarpsins leituðu skjóls í rökleysu á borð við undirmönnun, áhugaleysi og kostun. Það leyndist þó engum – forgangsröðun ríkismiðilsins var skýr. Kvennaíþróttir víkja fyrir karlaíþróttum. Ríkisútvarpið brást hlutverki sínu. Það brást kvennaboltanum. Það brást þeim fjölda Íslendinga – af báðum kynjum – sem áhuga hafa á íþróttinni. Það er flestum ljóst að breyta þarf kreddukenndum hugmyndum um hlutverk kynjanna og þeim viðhorfum sem ríkja til kvennaíþrótta. Þeirri vegferð ætti Ríkisútvarpið að veita leiðsögu – enda hver betur til þess fallinn en ríkismiðill kostaður af almannafé? Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur löngum verið umdeilt. Mörgum þykir miðillinn færa sig nær samkeppnisrekstri. Þannig raski hann viðskiptaumhverfi og skapi óréttlát skilyrði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ríkismiðill rekinn fyrir almannafé eigi ekki að keppa á auglýsingamarkaði. Hann eigi ekki að stjórnast af vinsældum og áhorfsmælingum, sem einkamiðlar þurfa alltaf að hafa til hliðsjónar. Taka verður undir þessi sjónarmið. Samkeppnisrekstur rímar illa við skilgreint hlutverk ríkismiðla. Viðskiptalegar áherslur geta skaðað meginstarfsemi og dagskrárval Ríkisútvarpsins. Slíkar áherslur höfðu skaðleg áhrif á heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu og þær hafa áhrif víðar. Þar er í mörg horn að líta. Á upplýsingaöld þegar almenningur treystir á veraldarvefinn er netfréttaþjónusta miðilsins neyðarleg. Einkamiðlar skara fram úr Ríkisútvarpinu í framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og menningarhlutverkinu er illa sinnt. Ríkisútvarpið virðist áttavillt. Þrátt fyrir afmarkað hlutverk hefur það flækst inn á umráðasvæði einkamiðla og látið samkeppnissjónarmið ráða rekstrinum. Eðlilegt jafnvægi þarf að ríkja á fjölmiðlamarkaði svo sjálfstætt starfandi fjölmiðlar geti keppt við réttlát skilyrði. Það er mikilvægt að ríkismiðill rekinn fyrir almannafé skapi ekki torfæru í viðskiptaumhverfi einkamiðla. Ríkisútvarpið þarf að rifja upp sérstöðu sína og hlutverk sitt í almannaþágu. Þar mega vinsældakosningar ekki ráða för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Sjá meira
BBC hefur löngum þótt fyrirmynd annarra ríkismiðla. Í vikunni birtu bresk yfirvöld opinbera skýrslu um starfsemi BBC. Þótti skýrsluhöfundum sjálf fyrirmyndin hafa misst sjónar á kjarnahlutverki sínu. Hún ætti að starfa í almannaþágu en ekki hafa vinsældir og áhorfstölur að leiðarljósi. Fleiri ríkismiðlar hafa villst af braut. Þar má nefna Ríkisútvarp okkar Íslendinga – rekið fyrir almannafé. Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur verið afmarkað. Það skal bjóða fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu – stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni. Því ber að leggja rækt við íslenska tungu og varðveita menningararfinn. Hið afmarkaða hlutverk Ríkisútvarpsins aðskilur það frá einkareknum miðlum. Rekstrarfé úr sjóðum almennings undirstrikar þann aðskilnað. Ríkisútvarpinu er ekki ætlað að vera í samkeppni. Því er ekki ætlað að leggja stein í götu einkarekinna miðla. Því er ætlað afmarkað hlutverk í almannaþágu – hlutverk sem miðillinn vanrækir, afvegaleiddur af viðskiptasjónarmiðum. Ríkisútvarpinu ber að tryggja jafnan hlut kynjanna í dagskrá sinni. Það var því bagalegt hvernig farið var með sjónvarpsrétt að heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu á dögunum. Fékk mótið litla fyrirferð þrátt fyrir mikinn áhuga á kvennaknattspyrnu hérlendis. Þrátt fyrir aukna meðvitund og sterka kvennaslagsíðu í samfélaginu. Starfsmenn Ríkisútvarpsins leituðu skjóls í rökleysu á borð við undirmönnun, áhugaleysi og kostun. Það leyndist þó engum – forgangsröðun ríkismiðilsins var skýr. Kvennaíþróttir víkja fyrir karlaíþróttum. Ríkisútvarpið brást hlutverki sínu. Það brást kvennaboltanum. Það brást þeim fjölda Íslendinga – af báðum kynjum – sem áhuga hafa á íþróttinni. Það er flestum ljóst að breyta þarf kreddukenndum hugmyndum um hlutverk kynjanna og þeim viðhorfum sem ríkja til kvennaíþrótta. Þeirri vegferð ætti Ríkisútvarpið að veita leiðsögu – enda hver betur til þess fallinn en ríkismiðill kostaður af almannafé? Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur löngum verið umdeilt. Mörgum þykir miðillinn færa sig nær samkeppnisrekstri. Þannig raski hann viðskiptaumhverfi og skapi óréttlát skilyrði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ríkismiðill rekinn fyrir almannafé eigi ekki að keppa á auglýsingamarkaði. Hann eigi ekki að stjórnast af vinsældum og áhorfsmælingum, sem einkamiðlar þurfa alltaf að hafa til hliðsjónar. Taka verður undir þessi sjónarmið. Samkeppnisrekstur rímar illa við skilgreint hlutverk ríkismiðla. Viðskiptalegar áherslur geta skaðað meginstarfsemi og dagskrárval Ríkisútvarpsins. Slíkar áherslur höfðu skaðleg áhrif á heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu og þær hafa áhrif víðar. Þar er í mörg horn að líta. Á upplýsingaöld þegar almenningur treystir á veraldarvefinn er netfréttaþjónusta miðilsins neyðarleg. Einkamiðlar skara fram úr Ríkisútvarpinu í framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og menningarhlutverkinu er illa sinnt. Ríkisútvarpið virðist áttavillt. Þrátt fyrir afmarkað hlutverk hefur það flækst inn á umráðasvæði einkamiðla og látið samkeppnissjónarmið ráða rekstrinum. Eðlilegt jafnvægi þarf að ríkja á fjölmiðlamarkaði svo sjálfstætt starfandi fjölmiðlar geti keppt við réttlát skilyrði. Það er mikilvægt að ríkismiðill rekinn fyrir almannafé skapi ekki torfæru í viðskiptaumhverfi einkamiðla. Ríkisútvarpið þarf að rifja upp sérstöðu sína og hlutverk sitt í almannaþágu. Þar mega vinsældakosningar ekki ráða för.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun