Hólmbert: Atvinnumennskan er erfiðari en fólk heldur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2015 18:58 Hólmbert Aron Friðjónsson er kominn heim eftir atvinnumennsku hjá skoska liðinu Celtic og danska liðinu Bröndby og skrifaði i gær undir tveggja og hálfs árs samning við Pepsi-deildarlið KR. Valtýr Björn Valtýsson ræddi við þennan 22 ára framherja í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Ég fór á fund með KR og þeir heilluðu mig mjög mikið. Allt í kringum klúbbinn er mjög fagmannlegt þannig að ég ákvað að taka KR," sagði Hólmbert. Hólmbert valdi á endanum á milli KR og Breiðabliks en hann fór yfir málin með föður sínum á lokasprettinum. „Ég hitti Blika fyrir tveimur dögum og leyst líka mjög vel á það sem þeir voru að bjóða. Þetta var bara spurning um hvað ég vildi gera og ég tók KR í þetta skiptið," sagði Hólmbert. Valtýr Björn spurði Hólmbert um hvað það hafi verið við útlandið sem heillaði hann ekki. „Það heillaði mig í rauninni allt en þetta er bara erfiðara en fólk heldur. Þetta tók líka á mig andlega því þetta er ekki alltaf dans á rósum. Ég var kominn með mikinn kvíða og vildi bara núllstilla mig með því að koma heim," sagði Hólmbert. „Ég hefði getað farið í Kópavoginn en KR heillaði mig mjög mikið og því ákvað ég að koma frekar í Vesturbæinn," sagði Hólmbert. „KR er stórveldi á Íslandi og þeir reyna að vinna alla titla sem eru í boði á hverju einasta ári. Það heillaði mig að koma inn í þannig umhverfi og reyna að hjálpa þeim í því," sagði Hólmbert. Fyrsti leikur hans með KR gæti verið á móti FH en það er fyrsti leikur KR eftir að Hólmbert verður orðinn löglegur. „Það ætti að vera mjög spennandi. FH-ingarnir eru með frábært lið og eru á toppnum í deildinni í dag. Það verður góð frumraun fyrir mig," sagði Hólmbert. „Ég er búinn að skrifa undir tveggja og hálfs árs samning við KR og það er bara það sem ég er að hugsa um í rauninni eins og er. Ef möguleiki á atvinnumennsku opnast þá kíki ég bara á það ef ég er tilbúinn í það. Nú ætla ég bara að vera heima og fara að njóta þess að spila fótbolta aftur," sagði Hólmbert. Það er hægt að sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Hólmbert Aron Friðjónsson er kominn heim eftir atvinnumennsku hjá skoska liðinu Celtic og danska liðinu Bröndby og skrifaði i gær undir tveggja og hálfs árs samning við Pepsi-deildarlið KR. Valtýr Björn Valtýsson ræddi við þennan 22 ára framherja í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Ég fór á fund með KR og þeir heilluðu mig mjög mikið. Allt í kringum klúbbinn er mjög fagmannlegt þannig að ég ákvað að taka KR," sagði Hólmbert. Hólmbert valdi á endanum á milli KR og Breiðabliks en hann fór yfir málin með föður sínum á lokasprettinum. „Ég hitti Blika fyrir tveimur dögum og leyst líka mjög vel á það sem þeir voru að bjóða. Þetta var bara spurning um hvað ég vildi gera og ég tók KR í þetta skiptið," sagði Hólmbert. Valtýr Björn spurði Hólmbert um hvað það hafi verið við útlandið sem heillaði hann ekki. „Það heillaði mig í rauninni allt en þetta er bara erfiðara en fólk heldur. Þetta tók líka á mig andlega því þetta er ekki alltaf dans á rósum. Ég var kominn með mikinn kvíða og vildi bara núllstilla mig með því að koma heim," sagði Hólmbert. „Ég hefði getað farið í Kópavoginn en KR heillaði mig mjög mikið og því ákvað ég að koma frekar í Vesturbæinn," sagði Hólmbert. „KR er stórveldi á Íslandi og þeir reyna að vinna alla titla sem eru í boði á hverju einasta ári. Það heillaði mig að koma inn í þannig umhverfi og reyna að hjálpa þeim í því," sagði Hólmbert. Fyrsti leikur hans með KR gæti verið á móti FH en það er fyrsti leikur KR eftir að Hólmbert verður orðinn löglegur. „Það ætti að vera mjög spennandi. FH-ingarnir eru með frábært lið og eru á toppnum í deildinni í dag. Það verður góð frumraun fyrir mig," sagði Hólmbert. „Ég er búinn að skrifa undir tveggja og hálfs árs samning við KR og það er bara það sem ég er að hugsa um í rauninni eins og er. Ef möguleiki á atvinnumennsku opnast þá kíki ég bara á það ef ég er tilbúinn í það. Nú ætla ég bara að vera heima og fara að njóta þess að spila fótbolta aftur," sagði Hólmbert. Það er hægt að sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira