Frestur Grikkja til að standa skil á láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) rennur út klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. Fjármálaráðherrar Evruríkjanna munu funda símleiðis aftur á morgun og að Janis Varúfakis, fjármálaráðherra Grikklands, muni þar kynna fyrir þeim þær aðgerðir sem Grikkir myndu boða í skiptum fyrir nýjan björgunarpakka frá Evrópusambandinu.
Eurogroup teleconference Wednesday 11:30am, to discuss state of play #Greece
— Jeroen Dijsselbloem (@J_Dijsselbloem) June 30, 2015
Þúsundir manna hafa komið saman í miðborg Aþenu í kvöld - bæði þeir sem vilja samþykkja kröfur lánadrottna, sem og stuðningsmenn Tsipras og ríkisstjórnar hans.