Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Leiknir 2 - 0 Víkingur | Sigur Leiknis aldrei í hættu Jóhann Óli Eiðsson á Leiknisvelli skrifar 26. maí 2015 21:00 Leiknismenn fagna marki Sindra Björnssonar og átta stigum í deildinni. vísir/stefán Leiknir tók á móti Víkingi í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla í dag. Í gegnum tíðina hefur oft andað köldu á milli liðanna tveggja og leikir þeirra verið hin mesta skemmtun, mörg færi og mikill hraði. Það var ekki upp á teningnum í kvöld. Veðrið setti örlítið strik í reikninginn en það rigndi og gustaði á leikmenn. Það hafði þau áhrif að móttökur og sendingar fóru ekki oft ekki þær leiðir sem þær áttu að fara. Leiknismenn tóku á móti gestunum af fullum krafti og pressuðu þá ofarlega á vellinum. Víkingar neyddust til að gefa hvert hornið á fætur öðru en framan af náðu heimamenn ekki að færa sér þau í nyt. Það breyttist eftir rúmlega hálftíma leik þegar hornspyrna Hilmars Árna Halldórssonar rataði á fjærstöngina þar sem Sindri Björnsson setti boltann í netið með maganum. Óhætt er að segja að varnarleikur Víkinga í markinu hafi ekki verið til fyrirmyndar. Víkingum gekk illa að halda boltanum og enn verr að skapa sér færi. Heimamenn voru miklu meira með boltann í fyrri hálfleik og réðu ferðinni algerlega. Þeim gekk hins vegar illa að stýra þeirri lest í átt að færum úr opnum leik en þeir sköpuðu sér í besta falli sæmileg hálffæri úr opnu spili. Það kom ekki að sök því þeir voru marki yfir í hálfleik og það hefði alls ekki verið ósanngjarnt ef þeir hefðu verið tveimur mörkum yfir. Í síðari hálfleik tóku Víkingar á móti þeim af meiri krafti en það dugði ekki til. Þeir fengu eitt tvö hálffæri og Rolf Toft átti skot í slánna úr aukaspyrnu en nær komust þeir ekki. Leiknismenn náðu að bæta einu marki við. Það gerði Charley Fomen með föstu skoti beint úr aukaspyrnu. Spyrnan var í markmannshornið og beint á Denis Cardaklija en hann réð ekki við ferðina á boltanum. Spurning er hvort hann hefði ekki átt að gera betur og verja boltann. Víkingar töpuðu þar með sínum fyrsta leik á tímabilinu en þeir höfðu unnið einn og gert þrjú jafntefli. Í dag gekk einfaldlega ekkert upp hjá þeim sem þeir reyndu. Sendingar liðsins voru ónákvæmar og nánast sama sem ekkert var að gerast fram á við hjá liðinu. Denis Cardaklija varði oft á tíðum ágætlega í markinu en hann átti að gera betur í mörkum liðsins. Alla vega því síðara. Honum gekk vel að mæta framherjum Leiknis þegar það þurfti og varði ágætlega allavega í tvígang en mark Fomen var einfaldlega beint á hann. Einnig átti hann á köflum í basli með hornspyrnur Leiknis sem voru fjölmargar. Leiknismenn geta verið sáttir með stigin þrjú og fjórða sætið í deildinni sem í augnablikinu er þeirra. Það er örlítið áhyggjuefni hve lítið kom úr opnu spili hjá þeim en í dag tókst liðinu að bæta upp fyrir það með föstum leikatriðum. Erfitt er að velja einhvern úr liðinu sem skaraði fram úr en fremstur meðal jafningja var Sindri Björnsson sem barðist eins og ljón inn á miðjunni. Í næstu umferð fara Víkingar í heimsókn til Vestmannaeyja en ÍBV vermir sem stendur botnsæti deildarinnar. Víkingum hefur alls ekki gengið illa að skora í deildinni hingað til en þeir hafa skorað þriðja mest allra liða á eftir FH (10 mörk), KR og Fylki (9 mörk). Þeir hafa fengið átta mörk á sig og þeim verður að fækka. Leiknismenn fara líka á erfiðan útivöll í næstu umferð því þeirra bíður ferð á Kaplakrika og leikur við topplið FH. Leiknir hafa fengið fæst mörk allra liða á sig (ásamt Breiðablik og Stjörnunni) og hafa að auki skorað jafn mörg mörk og Víkingar.Freyr á hliðarlínunni í kvöld.vísir/stefánFreyr: Við erum alltaf á heimavelli „Þetta var góður sigur og mér fannst við vera töluvert betra liðið og við hefðum getað unnið stærra,“ segir Freyr Alexandersson eftir leikinn. „Það er samt allt galopið meðan munurinn er bara eitt mark. Þá þarf ekki nema eina skyndisókn í andlitið en að öðru leiti vorum við með stjórnina á leiknum og gerðum fá mistök.“ Leiknir réð ferðinni í leiknum án þess þó að skapa sér nokkur færi úr opnum leik. Í fyrri hálfleik rigndi hornspyrnum yfir gestina og fyrsta markið kom eftir eina slíka. „Þú getur kíkt á leikina frá í gær en eins og tímabilið hefur verið þá eru hornspyrnur dauðafæri. Ég held við höfum fengið sjö hornspyrnur á fyrstu tíu mínútunum og við pressuðum þá mjög vel.“ „Þeir lentu í pressu á móti Stjörnunni og leystu það mjög vel. Pressan tókst einfaldlega vel hjá okkur núna en það hjálpaði hvað völlurinn var blautur. Móttökurnar urðu örlítið verri og okkur gekk vel að vinna boltann af þeim.“ Stuðningsmenn Leiknis létu rigninguna ekki á sig fá og sungu og trölluðu þrátt fyrir hana. „Það skiptir ekki máli hvort við séum í Eyjum eða á Samsung-vellinum, það er alltaf eins og við séum á heimavelli. Stuðningsmennirnir gefa okkur svo mikla orku. Öll Leiknisfjölskyldan er í þessu saman til að njóta þess en við ætlum líka að ná árangri,“ segir Freyr sigurreifur.Óli Þórðar hafði allavega einu sinni tilefni til að brosa í leiknum.vísir/stefánÓli Þórðar: Kemur í ljós hvort rétt var að láta Ingvar fara „Það var einfaldlega alveg sama hvað við gerðum, það gekk ekkert af því upp,“ sagði hundfúll Ólafur Þórðarson í leikslok. Víkingar sköpuðu sér ekkert og gekk illa að halda boltanum innan liðsins og uppskáru í samræmi við það. „Hugarfarið hjá okkur var ekki rétt og algerlega óásættanlegt. Leiknismenn keyrðu yfir okkur af grimmd og áræðni og við vorum heppnir að þeir sköpuðu sér ekki neitt. Þeir fengu eitt færi eftir hornspyrnu en annað áttu þeir ekki til.“ Denis Cardaklija varði mark Víkings í leiknum og hefði getað gert betur í báðum mörkunum sem liðið fékk á sig. Fyrir tímabilið fékk liðið danskan markvörð sem enn á eftir að láta ljós sitt skína og Ingvar Þór Kale fór frá liðinu eftir tímabilið í fyrra. Hafa einhverjir velt því fyrir sér hvort rétt hafi verið staðið að markvarðarmálum hjá liðinu. „Við erum að horfa til framtíðar og reynum að ná í markmenn sem við getum skólað til á einhverjum tíma. Hvort þetta hafi verið röng ákvörðun hjá okkur verður tíminn að leiða í ljós. Ég get ekki sagt til um það núna,“ segir Ólafur. Pape Mamadou Faye er hættur með Víkingum og skilur það liðið eftir í örlitlu basli enda möguleikar þess fram á við færri í kjölfarið. „Mér fannst leiðinlegt að hann skyldi fara. Það hefur gengið á ýmsu á þeim sex árum sem ég hef þjálfað hann en nú nær það ekki lengra. Það er ekki í kortunum að hann komi til okkar aftur.“Sindri Björnsson fagnar marki sínu.vísir/stefánSindi Björns: Verður alltaf fyrsta mark Leiknis á heimavelli í efstu „Fórum við þetta á seiglunni? Ég veit ekki með það,“ sagði markaskorarinn Sindri Björnsson í lok leiks. „Við áttum alla bolta og þá sem við áttum ekki hirtum við. Eitt núll í hálfleik var sanngjarnt og tvö núll hefði kannski verið sanngjarnara.“ Eins og áður hefur verið komið inn á gekk Leiknismönnum illa að skapa sér færi úr opnum leik og tók Sindri undir það. „Það er alveg rétt. Færin liggja oft í hornspyrnum. Ég er ekki með tölfræðina á hreinu en ég held að við höfum farið vel yfir tíu spyrnur í fyrri hálfleik.“ Mark Sindra fer seint í sögubækurnar sem fallegasta mark hans en þó verður að segja að hann á dágóðan katalóg af klafsmörkum. „Ég hef skorað nokkur svona í gegnum tíðina en þetta verður allavega alltaf fyrsta mark Leiknis á heimavelli í efstu deild. En ljót mörk telja jafn mikið og þessi fallegu.“ Leiknir er eftir leikinn með átta stig í fjórða sæti deildarinnar. „Við verðum að vera sáttir með byrjunina. Við eigum okkar markmið og ætli við séum ekki á pari við þau sem stendur.“vísir/stefán Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Leiknir tók á móti Víkingi í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla í dag. Í gegnum tíðina hefur oft andað köldu á milli liðanna tveggja og leikir þeirra verið hin mesta skemmtun, mörg færi og mikill hraði. Það var ekki upp á teningnum í kvöld. Veðrið setti örlítið strik í reikninginn en það rigndi og gustaði á leikmenn. Það hafði þau áhrif að móttökur og sendingar fóru ekki oft ekki þær leiðir sem þær áttu að fara. Leiknismenn tóku á móti gestunum af fullum krafti og pressuðu þá ofarlega á vellinum. Víkingar neyddust til að gefa hvert hornið á fætur öðru en framan af náðu heimamenn ekki að færa sér þau í nyt. Það breyttist eftir rúmlega hálftíma leik þegar hornspyrna Hilmars Árna Halldórssonar rataði á fjærstöngina þar sem Sindri Björnsson setti boltann í netið með maganum. Óhætt er að segja að varnarleikur Víkinga í markinu hafi ekki verið til fyrirmyndar. Víkingum gekk illa að halda boltanum og enn verr að skapa sér færi. Heimamenn voru miklu meira með boltann í fyrri hálfleik og réðu ferðinni algerlega. Þeim gekk hins vegar illa að stýra þeirri lest í átt að færum úr opnum leik en þeir sköpuðu sér í besta falli sæmileg hálffæri úr opnu spili. Það kom ekki að sök því þeir voru marki yfir í hálfleik og það hefði alls ekki verið ósanngjarnt ef þeir hefðu verið tveimur mörkum yfir. Í síðari hálfleik tóku Víkingar á móti þeim af meiri krafti en það dugði ekki til. Þeir fengu eitt tvö hálffæri og Rolf Toft átti skot í slánna úr aukaspyrnu en nær komust þeir ekki. Leiknismenn náðu að bæta einu marki við. Það gerði Charley Fomen með föstu skoti beint úr aukaspyrnu. Spyrnan var í markmannshornið og beint á Denis Cardaklija en hann réð ekki við ferðina á boltanum. Spurning er hvort hann hefði ekki átt að gera betur og verja boltann. Víkingar töpuðu þar með sínum fyrsta leik á tímabilinu en þeir höfðu unnið einn og gert þrjú jafntefli. Í dag gekk einfaldlega ekkert upp hjá þeim sem þeir reyndu. Sendingar liðsins voru ónákvæmar og nánast sama sem ekkert var að gerast fram á við hjá liðinu. Denis Cardaklija varði oft á tíðum ágætlega í markinu en hann átti að gera betur í mörkum liðsins. Alla vega því síðara. Honum gekk vel að mæta framherjum Leiknis þegar það þurfti og varði ágætlega allavega í tvígang en mark Fomen var einfaldlega beint á hann. Einnig átti hann á köflum í basli með hornspyrnur Leiknis sem voru fjölmargar. Leiknismenn geta verið sáttir með stigin þrjú og fjórða sætið í deildinni sem í augnablikinu er þeirra. Það er örlítið áhyggjuefni hve lítið kom úr opnu spili hjá þeim en í dag tókst liðinu að bæta upp fyrir það með föstum leikatriðum. Erfitt er að velja einhvern úr liðinu sem skaraði fram úr en fremstur meðal jafningja var Sindri Björnsson sem barðist eins og ljón inn á miðjunni. Í næstu umferð fara Víkingar í heimsókn til Vestmannaeyja en ÍBV vermir sem stendur botnsæti deildarinnar. Víkingum hefur alls ekki gengið illa að skora í deildinni hingað til en þeir hafa skorað þriðja mest allra liða á eftir FH (10 mörk), KR og Fylki (9 mörk). Þeir hafa fengið átta mörk á sig og þeim verður að fækka. Leiknismenn fara líka á erfiðan útivöll í næstu umferð því þeirra bíður ferð á Kaplakrika og leikur við topplið FH. Leiknir hafa fengið fæst mörk allra liða á sig (ásamt Breiðablik og Stjörnunni) og hafa að auki skorað jafn mörg mörk og Víkingar.Freyr á hliðarlínunni í kvöld.vísir/stefánFreyr: Við erum alltaf á heimavelli „Þetta var góður sigur og mér fannst við vera töluvert betra liðið og við hefðum getað unnið stærra,“ segir Freyr Alexandersson eftir leikinn. „Það er samt allt galopið meðan munurinn er bara eitt mark. Þá þarf ekki nema eina skyndisókn í andlitið en að öðru leiti vorum við með stjórnina á leiknum og gerðum fá mistök.“ Leiknir réð ferðinni í leiknum án þess þó að skapa sér nokkur færi úr opnum leik. Í fyrri hálfleik rigndi hornspyrnum yfir gestina og fyrsta markið kom eftir eina slíka. „Þú getur kíkt á leikina frá í gær en eins og tímabilið hefur verið þá eru hornspyrnur dauðafæri. Ég held við höfum fengið sjö hornspyrnur á fyrstu tíu mínútunum og við pressuðum þá mjög vel.“ „Þeir lentu í pressu á móti Stjörnunni og leystu það mjög vel. Pressan tókst einfaldlega vel hjá okkur núna en það hjálpaði hvað völlurinn var blautur. Móttökurnar urðu örlítið verri og okkur gekk vel að vinna boltann af þeim.“ Stuðningsmenn Leiknis létu rigninguna ekki á sig fá og sungu og trölluðu þrátt fyrir hana. „Það skiptir ekki máli hvort við séum í Eyjum eða á Samsung-vellinum, það er alltaf eins og við séum á heimavelli. Stuðningsmennirnir gefa okkur svo mikla orku. Öll Leiknisfjölskyldan er í þessu saman til að njóta þess en við ætlum líka að ná árangri,“ segir Freyr sigurreifur.Óli Þórðar hafði allavega einu sinni tilefni til að brosa í leiknum.vísir/stefánÓli Þórðar: Kemur í ljós hvort rétt var að láta Ingvar fara „Það var einfaldlega alveg sama hvað við gerðum, það gekk ekkert af því upp,“ sagði hundfúll Ólafur Þórðarson í leikslok. Víkingar sköpuðu sér ekkert og gekk illa að halda boltanum innan liðsins og uppskáru í samræmi við það. „Hugarfarið hjá okkur var ekki rétt og algerlega óásættanlegt. Leiknismenn keyrðu yfir okkur af grimmd og áræðni og við vorum heppnir að þeir sköpuðu sér ekki neitt. Þeir fengu eitt færi eftir hornspyrnu en annað áttu þeir ekki til.“ Denis Cardaklija varði mark Víkings í leiknum og hefði getað gert betur í báðum mörkunum sem liðið fékk á sig. Fyrir tímabilið fékk liðið danskan markvörð sem enn á eftir að láta ljós sitt skína og Ingvar Þór Kale fór frá liðinu eftir tímabilið í fyrra. Hafa einhverjir velt því fyrir sér hvort rétt hafi verið staðið að markvarðarmálum hjá liðinu. „Við erum að horfa til framtíðar og reynum að ná í markmenn sem við getum skólað til á einhverjum tíma. Hvort þetta hafi verið röng ákvörðun hjá okkur verður tíminn að leiða í ljós. Ég get ekki sagt til um það núna,“ segir Ólafur. Pape Mamadou Faye er hættur með Víkingum og skilur það liðið eftir í örlitlu basli enda möguleikar þess fram á við færri í kjölfarið. „Mér fannst leiðinlegt að hann skyldi fara. Það hefur gengið á ýmsu á þeim sex árum sem ég hef þjálfað hann en nú nær það ekki lengra. Það er ekki í kortunum að hann komi til okkar aftur.“Sindri Björnsson fagnar marki sínu.vísir/stefánSindi Björns: Verður alltaf fyrsta mark Leiknis á heimavelli í efstu „Fórum við þetta á seiglunni? Ég veit ekki með það,“ sagði markaskorarinn Sindri Björnsson í lok leiks. „Við áttum alla bolta og þá sem við áttum ekki hirtum við. Eitt núll í hálfleik var sanngjarnt og tvö núll hefði kannski verið sanngjarnara.“ Eins og áður hefur verið komið inn á gekk Leiknismönnum illa að skapa sér færi úr opnum leik og tók Sindri undir það. „Það er alveg rétt. Færin liggja oft í hornspyrnum. Ég er ekki með tölfræðina á hreinu en ég held að við höfum farið vel yfir tíu spyrnur í fyrri hálfleik.“ Mark Sindra fer seint í sögubækurnar sem fallegasta mark hans en þó verður að segja að hann á dágóðan katalóg af klafsmörkum. „Ég hef skorað nokkur svona í gegnum tíðina en þetta verður allavega alltaf fyrsta mark Leiknis á heimavelli í efstu deild. En ljót mörk telja jafn mikið og þessi fallegu.“ Leiknir er eftir leikinn með átta stig í fjórða sæti deildarinnar. „Við verðum að vera sáttir með byrjunina. Við eigum okkar markmið og ætli við séum ekki á pari við þau sem stendur.“vísir/stefán
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti