Körfubolti

Jón Arnór og félagar urðu af mikilvægum stigum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Arnór í leik með Unicaja.
Jón Arnór í leik með Unicaja. vísir/getty
Unicaja tapaði gegn Barcelona í toppbaráttuslag í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, en lokatölur urðu þrettán stiga sigur Barcelona, 74-61.

Barcelona byrjaði betur og hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 40-27, gestunum frá Barcelona í vil.

Í síðari hálfleik héldu þeir uppteknum hætti og unnu að lokum þréttan stiga sigur, 74-61.

Jón Arnór spilaði í rúmar þrettán mínútur. Hann skoraði fjögur stig, tók eitt frákast og gaf tvær stoðendingar.

Liðin eru nú jöfn í öðru til þriðja sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir af spænsku úrvalsdeildinni, en svo tekur við úrslitakeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×