Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga Eiríkur Stefán Ásgeirsson á KR-velli skrifar 4. maí 2015 17:56 Vísir/Stefán FH byrjaði Íslandsmótið af krafti með 3-1 sigri á KR á útivelli. Jacob Schoop kom KR yfir í uppphafi síðari hálfleiks og voru heimamenn með ágæt tök á leiknum. En leikurinn breyttist á síðustu 20 mínútunum. Kristján Flóki Finnbogason skoraði eftir klafs í teignum og Atli Guðnason bætti svo tveimur mörkum við á síðustu tíu mínútum leiksins. Niðurstaðan grátleg fyrir KR-inga sem höfðu haldið sterku liði FH í skefjum fyrstu 70 mínútur leiksins. Jöfnunarmark Kristjáns Flóka breytti þó miklu sem og frammistaða Róberts Arnar Óskarssonar sem varði eins og berserkur eftir mark KR-inga í síðari hálfleik. Hefði KR skorað öðru sinni hefði það gerbreytt leiknum. Grétar Sigfinnur Sigurðarson var óvænt í byrjunarliði KR vegna meiðsla Gunnars Arnar Gunnassonar. Grétar tók stöðu hans í hægri bakverðinum og þó svo að FH-ingar hafi sótt grimmt á hann allan fyrri hálfleikinn gaf hann fá færi á sér og komst vel frá sínu. Steven Lennon var þó nærri búinn að koma FH yfir snemma leiks eftir sendingu Jeremy Serwy frá hægri kantinum en lúmskt skot hans var vel varið af Stefáni Loga. Það reyndist hættulegasta færi fyrri hálfleiksins. Bæði lið héldu góðu skipulagi og gáfu fá færi á sér. Eftir því sem leið á leikinn náðu KR-ingar að sýna meiri ákefð og komu í veg fyrir uppspil gestanna. Þeir náðu þó ekki að finna leið framhjá vörn Hafnfirðinga. Grimmd KR-inga var fljót að borga sig í síðari hálfleik. Sören Fredriksen var nærri búinn að skora strax í upphafi en örfáum mínútum síðar kom jöfnunarmark KR. Jacob Schoop gerði það með skalla eftir undirbúning Fredriksen. KR-ingar héldu undirtökunum eftir þetta og ef það hefði ekki verið fyrir góða tilburði Róberts Arnar í markinu hefði útkoma leiksins verið mögulega allt önnur. Hann varði nokkrum sinnum glæsilega en í eina skiptið sem að KR-ingar komu boltanum fram hjá honum náði Böðvar Böðvarsson að verja skalla Fredriksen á línu. Bjarni Þór Viðarsson og Atli Viðar Björnsson kom svo inn á og fáeinum sekúndum síðar kom jöfnunarmark FH-inga. Það kom eftir hornspyrnu en Kristján Flóki Finnbogason var fljótur að átta sig eftir að fyrra skot hans var varið og potaði boltanum inn. FH-ingar skiptu yfir í sitt gamalkunna 4-3-3 kerfi eftir innkomu varamannanna en héldu áfram að dæla háum boltum fram á völlinn líkt og þeir höfðu gert allan leikinn. KR-ingar náðu þó að verjast því lengst af ágætlega. Það var svo eftir afar snarpa sókn á 85. mínútu sem að FH komst yfir. Bjarni Þór náði að galopna vörn KR með sendingu á Atla Viðar sem var óeigingjarn, renndi boltanum á nafna sinn sem skoraði fyrra mark sitt. Það síðara kom svo í uppbótartíma með skoti af vítateigslínunni í kjölfar hornspyrnu. Það gekk mikið á á lokamínútunum og KR-ingar fengu sín færi til að skora. Róbert Örn varði í þrígang á meðan að staðan var enn 2-1 en þess í stað stráðu Hafnfirðingar salti í sár heimamanna með þriðja markinu. Hvorugt lið spilaði fallegan fótbolta í kvöld og leiksins verður ekki minnst fyrir fjörugar mínútur fram að jöfnunarmarki FH. KR-ingar spiluðu ágætlega úr sínu framan af en það hefði gerbreytt leiknum hefðu þeir náð að nýta færin sín betur. Fyrir það refsuðu FH-ingar og það gera fá lið betur. Úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum en að því er ekki spurt. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan.KR - FH: EinkunnirKR (4-3-3): Stefán Logi Magnússon 6 - Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6, Skúli Jón Friðgeirsson 7, Rasmus Christiansen 6 (89. Almarr Ormarsson -), Gonzalo Balbi 6 (69. Aron Bjarki Jósepsson 5) - Jónas Guðni Sævarsson 5, Jacob Schoop 6 (59. Þorsteinn Már Ragnarsson 5), Pálmi Rafn Pálmason 5 - Sören Fredriksen 7, Óskar Örn Hauksson 6, Gary Martin 6.FH (4-4-2): *Róbert Örn Óskarsson 8 - Jonathan Hendrickx 7 (79. Brynjar Ásgeir Guðmundsson -), Guðmann Þórisson 6, Pétur Viðarsson 6, Böðvar Böðvarsson 6 - Jérémy Serwy 4 (72. Atli Viðar Björnsson -), Davíð Þór Viðarsson 6, Samuel Hewson 5 (72. Bjarni Þór Viðarsson -), Atli Guðnason 7 - Kristján Flóki Finnbogason 6, Steven Lennon 7.Bjarni: Við vorum klaufar Þjálfari KR-inga segir að hann þurfi að skoða það betur hvernig KR-ingar verjast föstum leikatriðum. „Það er erfitt að spila á móti FH. Það er vel mannað og með góðan þjálfara. En leikurinn þróaðist á þann veg sem við vonuðumst eftir - við náðum að halda þeim í skefjum og komumst sanngjarnt yfir að mínu mati.“ Bjarni segir að hans menn óheppna að hafa ekki náð að auka forystuna enn frekar en að Róbert Örn Óskarsson hafi varið vel í marki FH-inga. „Hann bjargaði allavega einu sinni á línu. Við vorum klaufar. Þeir skoruðu tvisvar á okkur eftir föst leikatriði og náðu svo að opna okkur illa. Það var í eina skiptið sem þeir gerðu það í öllum leiknum.“ „Við þurfum að skoða það hvernig við verjumst föstum leikatriðum. Það er greinilega eitthvað sem er ekki í lagi.“ Hann segir að það hafi breytt miklu fyrir FH-inga að fara aftur í 4-3-3 leikkerfið eftir tvöföldu skiptinguna þegar um 20 mínútur voru eftir. „Fram að því höfðum við fullt vald á leiknum. En þeir fengu svo horn sem þeir nýttu vel og við eigum að verjast því betur en við gerðum.“ Hann hrósaði Dönunum sínum, sérstaklega Schoop og Fredriksen sem voru að spila sinn fyrsta leik á Íslandsmóti. „Schoop hefur verið með magakveisu eins og svo margir aðrir en harkaði það af sér. Mér fannst hann ná að vinna sig vel inn í þennan leik. Ég var ánægður með framlag Sörens líka.“ Hann segir að Gunnar Þór Gunnarsson sé að glíma við meiðsli en að það hafi frekar verið fyrirbyggjandi aðgerð að hvíla hann í dag. Bjarni var ánægður með innkomu Grétars Sigfinns í stöðu vinstri bakvarðar. „Ég var mjög ánægður með hann. Hann lokaði á hægri kantmanninn þeirra sem fór út af og gerði það afar vel. Það voru engin vandræði í kringum hann.“Heimir: Bara pressa frá fjölmiðlum „Það er sterkt að koma á erfiðasta útivöll landsins og taka þrjú stig,“ sagði Heimir Guðjónsson sem var stoltur af sínum mönnum í FH eftir sigurinn á KR. „Það kom mér fátt á óvart í dag. Við gáfum fá færi á okkur en vindurinn setti sinn svip á leikinn. Það voru til að mynda óvenjulega mörg innköst í leiknum í dag.“ Heimir segir að hræðileg byrjun þeirra í síðari hálfleik hafi gefið KR-ingum líflínu. „Við vorum allt of langt frá mönnunum og þeir komust sanngjarnt yfir. En það var sterkt að koma til baka og ná að klára leikinn.“ Heimir vildi lítið segja um þá pressu sem verið hefur á FH fyrir mótið enda langflestir sem spá liðinu sigri. „Þetta er aðallega frá ykkur fjölmiðlamönnunum komið. Þetta hefur engin áhrif á okkur.“ FH stillti upp í 4-4-2 í kvöld og Heimir var þokkalega sáttur við útkomuna. „Þetta gekk upp og ofan. Við vorum full mikið í sama svæðinu og það gekk illa að færa boltann yfir. Mér fannst það þó lagast í seinni hálfleik.“ Það var mikið um langar sendingar og háa bolta hjá FH í kvöld. „Við mátum það svo að þetta væri ekki beint veður og völlur til að spila sambabolta. Þá þarftu að vera með hina hlutina á hreinu. Það fannst mér ganga eftir nema kannski í korter í seinni hálfleik.“Kristján Flóki: Léttir fyrir mig Kristján Flóki Finnbogason segir að það hafi verið gott að skora fyrir FH í kvöld eftir allt sem á undan er gengið. FH vann í kvöld 3-1 sigur á KR. „Það er gott að koma til baka og vinna leikinn. Það var svo sem ekki mikið gerast og mér fannst þeir ná að drepa leikinn eftir að þeir komust yfir,“ sagði Kristján Flóki sem skoraði jöfnunarmark FH-inga. „Markið kom eftir horn. Boltinn datt bara fyrir mig og ég reyndi að senda hann inn. Það gekk ekki og ég fékk boltann aftur tók hann með tánni. Við komumst betur inn í leikinn inn eftir þetta og sóttum meira.“ „Það er gott að byrja mótið á því að taka þrjú stig í Frostaskjóli,“ sagði Kristján Flóki og neitaði því ekki að það væri léttir fyrir sig að skora eftir allt það sem átti sér stað í tengslum við félagaskipti sín í FH. Um tíma leit út fyrir að hann væri á leið í Breiðablik. „Dramatíkin í kringum það fékk ekkert á mig. Ég var bara úti í Danmörku að taka því rólega. Þetta bitnaði held ég meira á foreldrum mínum.“Skúli Jón: Skil ekki hvað gerðist Skúli Jón Friðgeirsson var gáttaður á niðurstöðunni á KR-vellinum í kvöld en þar töpuðu hans menn fyrir FH, 3-1, eftir að hafa komist 1-0 yfir. „Ég veit ekki hvað fór úrskeðis. Þeir jöfnuðu og þetta var erfitt að eiga við. Þetta datt fyrir þá þó svo að þeir gerðu reyndar vel í þriðja markinu.“ „Ég var mjög rólegur í stöðunni 1-0. Þeir náðu ekkert að opna okkur og ég er mjög svekktur með hvernig leikurinn fór síðustu 20 mínúturnar. Ég fatta ekki hvernig þetta gerðist.“ Hann segir að bæði lið hafi ekki náð að vera upp á sitt besta við þær aðstæður sem voru í vesturbænum í kvöld. „Þetta var bara barátta og þeir höfðu að lokum betur. Þetta var ekki fallegur bolti, hvorki hjá okkur né þeim. Bæði lið reyndu að spila eins vel og hægt var en vissu að þetta yrði svona. Þetta var bara harka.“Heimir um Hendrickx: 99% öruggt að hann sé brotinn Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, staðfesti í samtali við fjölmiðla eftir leik að Jonathan Hendrickx, bakvörður FH-inga, sé mjög líklega fótbrotinn. „Ég var að fá þau tíðindi fyrir mínútu síðan að það væru 99 prósent líkur á því að hann sé fótbrotinn,“ sagði Heimir en Hendrickx var fluttur á sjúkrahús eftir að hann var borinn af velli í kvöld. „Það eru skelfileg tíðindi fyrir hann okkur. Hann er frábær leikmaður og vonandi verður hann fljótur að jafna sig. Við verðum að senda honum baráttukveðjur.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
FH byrjaði Íslandsmótið af krafti með 3-1 sigri á KR á útivelli. Jacob Schoop kom KR yfir í uppphafi síðari hálfleiks og voru heimamenn með ágæt tök á leiknum. En leikurinn breyttist á síðustu 20 mínútunum. Kristján Flóki Finnbogason skoraði eftir klafs í teignum og Atli Guðnason bætti svo tveimur mörkum við á síðustu tíu mínútum leiksins. Niðurstaðan grátleg fyrir KR-inga sem höfðu haldið sterku liði FH í skefjum fyrstu 70 mínútur leiksins. Jöfnunarmark Kristjáns Flóka breytti þó miklu sem og frammistaða Róberts Arnar Óskarssonar sem varði eins og berserkur eftir mark KR-inga í síðari hálfleik. Hefði KR skorað öðru sinni hefði það gerbreytt leiknum. Grétar Sigfinnur Sigurðarson var óvænt í byrjunarliði KR vegna meiðsla Gunnars Arnar Gunnassonar. Grétar tók stöðu hans í hægri bakverðinum og þó svo að FH-ingar hafi sótt grimmt á hann allan fyrri hálfleikinn gaf hann fá færi á sér og komst vel frá sínu. Steven Lennon var þó nærri búinn að koma FH yfir snemma leiks eftir sendingu Jeremy Serwy frá hægri kantinum en lúmskt skot hans var vel varið af Stefáni Loga. Það reyndist hættulegasta færi fyrri hálfleiksins. Bæði lið héldu góðu skipulagi og gáfu fá færi á sér. Eftir því sem leið á leikinn náðu KR-ingar að sýna meiri ákefð og komu í veg fyrir uppspil gestanna. Þeir náðu þó ekki að finna leið framhjá vörn Hafnfirðinga. Grimmd KR-inga var fljót að borga sig í síðari hálfleik. Sören Fredriksen var nærri búinn að skora strax í upphafi en örfáum mínútum síðar kom jöfnunarmark KR. Jacob Schoop gerði það með skalla eftir undirbúning Fredriksen. KR-ingar héldu undirtökunum eftir þetta og ef það hefði ekki verið fyrir góða tilburði Róberts Arnar í markinu hefði útkoma leiksins verið mögulega allt önnur. Hann varði nokkrum sinnum glæsilega en í eina skiptið sem að KR-ingar komu boltanum fram hjá honum náði Böðvar Böðvarsson að verja skalla Fredriksen á línu. Bjarni Þór Viðarsson og Atli Viðar Björnsson kom svo inn á og fáeinum sekúndum síðar kom jöfnunarmark FH-inga. Það kom eftir hornspyrnu en Kristján Flóki Finnbogason var fljótur að átta sig eftir að fyrra skot hans var varið og potaði boltanum inn. FH-ingar skiptu yfir í sitt gamalkunna 4-3-3 kerfi eftir innkomu varamannanna en héldu áfram að dæla háum boltum fram á völlinn líkt og þeir höfðu gert allan leikinn. KR-ingar náðu þó að verjast því lengst af ágætlega. Það var svo eftir afar snarpa sókn á 85. mínútu sem að FH komst yfir. Bjarni Þór náði að galopna vörn KR með sendingu á Atla Viðar sem var óeigingjarn, renndi boltanum á nafna sinn sem skoraði fyrra mark sitt. Það síðara kom svo í uppbótartíma með skoti af vítateigslínunni í kjölfar hornspyrnu. Það gekk mikið á á lokamínútunum og KR-ingar fengu sín færi til að skora. Róbert Örn varði í þrígang á meðan að staðan var enn 2-1 en þess í stað stráðu Hafnfirðingar salti í sár heimamanna með þriðja markinu. Hvorugt lið spilaði fallegan fótbolta í kvöld og leiksins verður ekki minnst fyrir fjörugar mínútur fram að jöfnunarmarki FH. KR-ingar spiluðu ágætlega úr sínu framan af en það hefði gerbreytt leiknum hefðu þeir náð að nýta færin sín betur. Fyrir það refsuðu FH-ingar og það gera fá lið betur. Úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum en að því er ekki spurt. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan.KR - FH: EinkunnirKR (4-3-3): Stefán Logi Magnússon 6 - Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6, Skúli Jón Friðgeirsson 7, Rasmus Christiansen 6 (89. Almarr Ormarsson -), Gonzalo Balbi 6 (69. Aron Bjarki Jósepsson 5) - Jónas Guðni Sævarsson 5, Jacob Schoop 6 (59. Þorsteinn Már Ragnarsson 5), Pálmi Rafn Pálmason 5 - Sören Fredriksen 7, Óskar Örn Hauksson 6, Gary Martin 6.FH (4-4-2): *Róbert Örn Óskarsson 8 - Jonathan Hendrickx 7 (79. Brynjar Ásgeir Guðmundsson -), Guðmann Þórisson 6, Pétur Viðarsson 6, Böðvar Böðvarsson 6 - Jérémy Serwy 4 (72. Atli Viðar Björnsson -), Davíð Þór Viðarsson 6, Samuel Hewson 5 (72. Bjarni Þór Viðarsson -), Atli Guðnason 7 - Kristján Flóki Finnbogason 6, Steven Lennon 7.Bjarni: Við vorum klaufar Þjálfari KR-inga segir að hann þurfi að skoða það betur hvernig KR-ingar verjast föstum leikatriðum. „Það er erfitt að spila á móti FH. Það er vel mannað og með góðan þjálfara. En leikurinn þróaðist á þann veg sem við vonuðumst eftir - við náðum að halda þeim í skefjum og komumst sanngjarnt yfir að mínu mati.“ Bjarni segir að hans menn óheppna að hafa ekki náð að auka forystuna enn frekar en að Róbert Örn Óskarsson hafi varið vel í marki FH-inga. „Hann bjargaði allavega einu sinni á línu. Við vorum klaufar. Þeir skoruðu tvisvar á okkur eftir föst leikatriði og náðu svo að opna okkur illa. Það var í eina skiptið sem þeir gerðu það í öllum leiknum.“ „Við þurfum að skoða það hvernig við verjumst föstum leikatriðum. Það er greinilega eitthvað sem er ekki í lagi.“ Hann segir að það hafi breytt miklu fyrir FH-inga að fara aftur í 4-3-3 leikkerfið eftir tvöföldu skiptinguna þegar um 20 mínútur voru eftir. „Fram að því höfðum við fullt vald á leiknum. En þeir fengu svo horn sem þeir nýttu vel og við eigum að verjast því betur en við gerðum.“ Hann hrósaði Dönunum sínum, sérstaklega Schoop og Fredriksen sem voru að spila sinn fyrsta leik á Íslandsmóti. „Schoop hefur verið með magakveisu eins og svo margir aðrir en harkaði það af sér. Mér fannst hann ná að vinna sig vel inn í þennan leik. Ég var ánægður með framlag Sörens líka.“ Hann segir að Gunnar Þór Gunnarsson sé að glíma við meiðsli en að það hafi frekar verið fyrirbyggjandi aðgerð að hvíla hann í dag. Bjarni var ánægður með innkomu Grétars Sigfinns í stöðu vinstri bakvarðar. „Ég var mjög ánægður með hann. Hann lokaði á hægri kantmanninn þeirra sem fór út af og gerði það afar vel. Það voru engin vandræði í kringum hann.“Heimir: Bara pressa frá fjölmiðlum „Það er sterkt að koma á erfiðasta útivöll landsins og taka þrjú stig,“ sagði Heimir Guðjónsson sem var stoltur af sínum mönnum í FH eftir sigurinn á KR. „Það kom mér fátt á óvart í dag. Við gáfum fá færi á okkur en vindurinn setti sinn svip á leikinn. Það voru til að mynda óvenjulega mörg innköst í leiknum í dag.“ Heimir segir að hræðileg byrjun þeirra í síðari hálfleik hafi gefið KR-ingum líflínu. „Við vorum allt of langt frá mönnunum og þeir komust sanngjarnt yfir. En það var sterkt að koma til baka og ná að klára leikinn.“ Heimir vildi lítið segja um þá pressu sem verið hefur á FH fyrir mótið enda langflestir sem spá liðinu sigri. „Þetta er aðallega frá ykkur fjölmiðlamönnunum komið. Þetta hefur engin áhrif á okkur.“ FH stillti upp í 4-4-2 í kvöld og Heimir var þokkalega sáttur við útkomuna. „Þetta gekk upp og ofan. Við vorum full mikið í sama svæðinu og það gekk illa að færa boltann yfir. Mér fannst það þó lagast í seinni hálfleik.“ Það var mikið um langar sendingar og háa bolta hjá FH í kvöld. „Við mátum það svo að þetta væri ekki beint veður og völlur til að spila sambabolta. Þá þarftu að vera með hina hlutina á hreinu. Það fannst mér ganga eftir nema kannski í korter í seinni hálfleik.“Kristján Flóki: Léttir fyrir mig Kristján Flóki Finnbogason segir að það hafi verið gott að skora fyrir FH í kvöld eftir allt sem á undan er gengið. FH vann í kvöld 3-1 sigur á KR. „Það er gott að koma til baka og vinna leikinn. Það var svo sem ekki mikið gerast og mér fannst þeir ná að drepa leikinn eftir að þeir komust yfir,“ sagði Kristján Flóki sem skoraði jöfnunarmark FH-inga. „Markið kom eftir horn. Boltinn datt bara fyrir mig og ég reyndi að senda hann inn. Það gekk ekki og ég fékk boltann aftur tók hann með tánni. Við komumst betur inn í leikinn inn eftir þetta og sóttum meira.“ „Það er gott að byrja mótið á því að taka þrjú stig í Frostaskjóli,“ sagði Kristján Flóki og neitaði því ekki að það væri léttir fyrir sig að skora eftir allt það sem átti sér stað í tengslum við félagaskipti sín í FH. Um tíma leit út fyrir að hann væri á leið í Breiðablik. „Dramatíkin í kringum það fékk ekkert á mig. Ég var bara úti í Danmörku að taka því rólega. Þetta bitnaði held ég meira á foreldrum mínum.“Skúli Jón: Skil ekki hvað gerðist Skúli Jón Friðgeirsson var gáttaður á niðurstöðunni á KR-vellinum í kvöld en þar töpuðu hans menn fyrir FH, 3-1, eftir að hafa komist 1-0 yfir. „Ég veit ekki hvað fór úrskeðis. Þeir jöfnuðu og þetta var erfitt að eiga við. Þetta datt fyrir þá þó svo að þeir gerðu reyndar vel í þriðja markinu.“ „Ég var mjög rólegur í stöðunni 1-0. Þeir náðu ekkert að opna okkur og ég er mjög svekktur með hvernig leikurinn fór síðustu 20 mínúturnar. Ég fatta ekki hvernig þetta gerðist.“ Hann segir að bæði lið hafi ekki náð að vera upp á sitt besta við þær aðstæður sem voru í vesturbænum í kvöld. „Þetta var bara barátta og þeir höfðu að lokum betur. Þetta var ekki fallegur bolti, hvorki hjá okkur né þeim. Bæði lið reyndu að spila eins vel og hægt var en vissu að þetta yrði svona. Þetta var bara harka.“Heimir um Hendrickx: 99% öruggt að hann sé brotinn Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, staðfesti í samtali við fjölmiðla eftir leik að Jonathan Hendrickx, bakvörður FH-inga, sé mjög líklega fótbrotinn. „Ég var að fá þau tíðindi fyrir mínútu síðan að það væru 99 prósent líkur á því að hann sé fótbrotinn,“ sagði Heimir en Hendrickx var fluttur á sjúkrahús eftir að hann var borinn af velli í kvöld. „Það eru skelfileg tíðindi fyrir hann okkur. Hann er frábær leikmaður og vonandi verður hann fljótur að jafna sig. Við verðum að senda honum baráttukveðjur.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti