Körfubolti

Jón Arnór og félagar fengu skell í Madríd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jón Arnór skoraði tvö stig.
Jón Arnór skoraði tvö stig. vísir/getty
Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Unicaja Málaga töpuðu stórt gegn Real Madrid, 92-77, í toppslag spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld.

Liðin voru jöfn á toppi deildarinnar með 24 sigra og fimm töp fyrir leikinn í kvöld, en Real Madrid er nú með eins leiks forystu þegar fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

Jón Arór spilaði ríflega 16 mínútur í kvöld. Hann skoraði tvö stig, tók eitt frákast og gaf þrjár stoðsendingar, en hann klúðraði öllum þremur skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna.

Með sigrinum stefnir Real Madrid hraðbyri að deildarmeistaratitlinum á Spáni og þar með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×