Sérstök umræða á þingi um samning Ragnheiðar Elínar við Matorku

Málshefjandi er Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og verður Ragnheiður Elín til andsvara.
Ragnheiður Elín gerði ívilnunarsamning við Matorku hinn 20. febrúar síðastliðinn sem metinn er á 450 milljónir króna. Fyrirtækið hyggur á stórfellt bleikjueldi á Reykjanesi en það er skráð í Sviss.
Matorka mun fá alls kyns ívilnanir svo sem eins og 50 prósenta lækkun á tryggingagjaldi.
Leiðrétting: Ívilnunarsamningur Matorku hljóðar upp á 450 milljónir króna samkvæmt Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en ekki 700 milljónir eins og áður hefur komið fram. Einnig hefur fyrirtækið óskað eftir 52 milljónum í þjálfunarstyrki. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verður fyrirtækið ekki styrkt meira en nemur 35 prósentum af heildarfjárfestingu, sem er undir leyfilegu hámarki samkvæmt EES reglum.
Tengdar fréttir

700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd
Iðnaðarráðherra hefur undirritað ivinlunarsamning upp á 700 milljónir við Matorku með fyrirvara um samþykkt frumvarps en hefur ekki mætt fyrri atvinnuveganefnd til að skýra málið.

Segir fjárfestingasamninginn ekki raska samkeppni á fiskeldismarkaði
Forstjóri Matorku að ýmsar rangfærslur hafi komið fram í fjölmiðlum varðandi fjárfestingarsamning Matorku við ríkið.

Þingmenn ósáttir við rök ráðherrans
Ívilnanasamningur ríkisins við Matorku var til umræðu á atvinnuveganefndarfundi þingsins í gær. Nefndarmenn minnihlutans voru ekki sáttir við röksemdafærslu ráðherrans. "Skekkir leikinn á markaði,“ segir Björt Ólafsdóttir.

Gerir athugasemdir við umfjöllun Kastljóss
Ráðuneytið segir Kastljós hafa farið rangt með nokkur atriði í umfjöllun sinni um Matorku.

Segist enga hagsmuna eiga vegna nýs frumvarps
Eiríkur Svavarsson, einn af eigendum Matorku ehf, segir að verið sé að leitast við að kasta rýrð á störf sín í laganefnd Lögmannafélags Íslands í ljósi eignarhaldsins á Matorku.

Samningur iðnaðarráðherra við Matorku gæti fallið um sjálfan sig
Formaður atvinnuveganefndar segir nauðsynlegt að skoða frumvarp um ívilnanir betur í ljósi nýlegs samnings iðnaðarráðherra við Matorku sem gæti skekkt samkeppni.

Ráðherra segist hvorki hygla kjördæmi sínu né ættingjum fjármálaráðherra
Iðnaðarráðherra segist ekki hafa vitað að ættingjar fjármálaráðherra ættu hlut í Matorku þegar hún skrifaði undir samning við fyrirtækið.