Þingmenn slá Íslandsmet Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2025 13:24 Þingheimur náði merkum áfanga í nótt þegar met var slegið í lengd fyrstu umræðu. Að minnsta kosti frá því að mælingar hófust árið 1995. Vísir Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. Umræða um frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald hófst á mánudag og hefur nú samtals staðið yfir í um tuttugu og sjö klukkustundir. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar, segir að þingmenn hafi náð sögulegum áfanga í nótt. „Mér skilst að þetta sé Íslandsmet. Fyrsta umræða í þinginu er sú umræða sem fer fram áður en málið fer til þinglegrar meðferðar í nefnd og þar fer nú oftast aðalvinnan fram. En þetta met var sem sagt slegið í nótt og umræðu er ekki lokið þar sem margir í minnihlutanum eru enn á mælendaskrá í sína aðra ræðu,“ segir Guðmundur Ari. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm Skrifstofa Alþingis staðfestir að fyrsta umræða um veiðigjaldið sé orðin sú lengsta frá því að farið var að halda utan um slíka tölfræði árið 1995. Hún stóð yfir til klukkan eitt í nótt og undir það síðasta tókust þingmenn á um fundarstjórn þar sem Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, sakaði forseta Alþingis um að hafa gengið á bak orða sinna um fundartíma. „Það er ofboðslega vont ef við erum að byrja þetta kjörtímabil með þeim skilaboðum að það sé ekkert traust á milli fólks. Það er ekki hægt að treysta á eitt einasta samkomulag hér eftir. Það eru virkilega vond tíðindi fyrir lýðræðislega umræðu og þetta samstarf, þetta mikilvæga samstarf í þessum sal fyrir land og þjóð,“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hafnaði þessu og vildi meina að ekki hafi verið samið um lok þingfundar og stjórnarþingmenn bentu á stjórnarandstaðan héldi umræðunni gangandi. Þórunn tilkynnti þó á meðan umræðum stóð að hún væri búin eftir að óska eftir fundi hjá forsætisnefnd til að ræða þingsköp og dagskrá þingins. Löng umræða um veiðigjöld krefðist þess að nefndin kæmi saman til að ræða breytingar á starfsáætlun. Nú hefur forseti Alþingis boðað til aukaþingfundar klukkan tíu í fyrramálið til þess að klára megi fyrstu umræðu. Nóg eftir Þrátt fyrir slegið met gæti umræðan einungis verið rétt að hefjast, því samkvæmt þingskaparlögum eiga þingmenn enn rýmri ræðutíma í annarri umræðu. Guðmundur Ari óttast þó ekki um afdrif málsins. „Minnihlutinn allavega ítrekar að hann sé ekki að beita málþófi heldur einungis að rökræða málið efnislega, því tel ég nú að umræðan muni tæmast. Það eru takmarkaðir fletir að skoða á þessari einföldu leiðréttingu þannig við bindum miklar vonir við að málið klárist í vor,“ segir Guðmundur Ari. Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Sjá meira
Umræða um frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald hófst á mánudag og hefur nú samtals staðið yfir í um tuttugu og sjö klukkustundir. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar, segir að þingmenn hafi náð sögulegum áfanga í nótt. „Mér skilst að þetta sé Íslandsmet. Fyrsta umræða í þinginu er sú umræða sem fer fram áður en málið fer til þinglegrar meðferðar í nefnd og þar fer nú oftast aðalvinnan fram. En þetta met var sem sagt slegið í nótt og umræðu er ekki lokið þar sem margir í minnihlutanum eru enn á mælendaskrá í sína aðra ræðu,“ segir Guðmundur Ari. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm Skrifstofa Alþingis staðfestir að fyrsta umræða um veiðigjaldið sé orðin sú lengsta frá því að farið var að halda utan um slíka tölfræði árið 1995. Hún stóð yfir til klukkan eitt í nótt og undir það síðasta tókust þingmenn á um fundarstjórn þar sem Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, sakaði forseta Alþingis um að hafa gengið á bak orða sinna um fundartíma. „Það er ofboðslega vont ef við erum að byrja þetta kjörtímabil með þeim skilaboðum að það sé ekkert traust á milli fólks. Það er ekki hægt að treysta á eitt einasta samkomulag hér eftir. Það eru virkilega vond tíðindi fyrir lýðræðislega umræðu og þetta samstarf, þetta mikilvæga samstarf í þessum sal fyrir land og þjóð,“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hafnaði þessu og vildi meina að ekki hafi verið samið um lok þingfundar og stjórnarþingmenn bentu á stjórnarandstaðan héldi umræðunni gangandi. Þórunn tilkynnti þó á meðan umræðum stóð að hún væri búin eftir að óska eftir fundi hjá forsætisnefnd til að ræða þingsköp og dagskrá þingins. Löng umræða um veiðigjöld krefðist þess að nefndin kæmi saman til að ræða breytingar á starfsáætlun. Nú hefur forseti Alþingis boðað til aukaþingfundar klukkan tíu í fyrramálið til þess að klára megi fyrstu umræðu. Nóg eftir Þrátt fyrir slegið met gæti umræðan einungis verið rétt að hefjast, því samkvæmt þingskaparlögum eiga þingmenn enn rýmri ræðutíma í annarri umræðu. Guðmundur Ari óttast þó ekki um afdrif málsins. „Minnihlutinn allavega ítrekar að hann sé ekki að beita málþófi heldur einungis að rökræða málið efnislega, því tel ég nú að umræðan muni tæmast. Það eru takmarkaðir fletir að skoða á þessari einföldu leiðréttingu þannig við bindum miklar vonir við að málið klárist í vor,“ segir Guðmundur Ari.
Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Sjá meira