Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2025 09:10 Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar segir óhjákvæmilegt að skipulögð brotastarfsemi eins og þekkist á Norðurlöndum muni koma til Íslands. vísir/vilhelm Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir Ísland ekki undanskilið þróun skipulagðrar brotastarfsemi sem hefur átt sér stað í á Norðurlöndunum, þá sérstaklega í Svíþjóð. Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera. Í nýju viðtali hlaðvarpsins Ein Pæling en í samtali við Þórarinn Hjartarson lýsir Grímur yfir áhyggjum af vaxandi afbrotaþróun sem hann segir hafa breiðst út frá Svíþjóð og nú til annarra nágrannaríkja. „Sænskir afbrotamenn eru að nota mikið unga krakka eða ungt fólk til að fremja afbrot,“ segir Grímur. Hann útskýrir að þetta sé gert til að komast hjá þyngri refsingum, enda séu dómar yfir ungmennum vægari. Nú standi Norðurlöndin öll frammi fyrir þessum nýja veruleika. „Þessi sænski veruleiki, hann hefur verið að færast til hinna Norðurlandanna. Fyrst Danmörk, svo Noregur og Finnland. Þau hafa öll fundið verulega fyrir þessum sænska veruleika.“ Menn keyptir til að fremja tiltekin brot Grímur segir þessar breytingar hafa orðið vegna þess að glæpamenn nýti sér landamæralaust samstarf innan Evrópu. „Þetta er það sem Europol kallar „crime service“ og það eru keyptir einhverjir til að fremja tiltekin brot.“ Spurður hvort hægt sé að koma í veg fyrir þessa þróun hér á landi telur hann það ólíklegt. „Jafnvel þó við sem eyja norður í hafi, þá er auðvelt að komast hingað og Norðurlandabúar geta komið hér á þess að þurfa neina sérstaka heimild. Allir íbúar Shengen-svæðisins geta komist hingað án þess.“ Bendir hann einnig á að á Íslandi sé þessi þróun farin að gera vart um sig. „Á Íslandi höfum við dæmi þar sem þetta tengist, einhver svona afbrot með tengsl til Svíþjóðar og til hinna Norðurlandanna. Það er ekki að mjög mikið um það en það eru dæmi um það.“ Uggvænleg þróun en óumflýjanleg Þó svo að Grímur telji þróunina óumflýjanlega upp að vissu marki segir hann að hægt sé að draga úr áhrifunum með aðgerðum. „Ég held að við náum ekki að koma í veg fyrir það að við færumst nær þeim veruleika sem er á Norðurlöndunum, en við getum hins vegar reynt að koma málum þannig fyrir að við hægjum á því og sköpum betra ástand hér heldur en þar.“ Grímur telur þessa uggvænlegu þróunin fyrirsjáanlega: Við getum sagt, ens og stundum er varðandi Ísland og hin Norðurlöndin, að það eru einhver ár sem líða og þá er veruleikinn orðinn svipaður hér og annars staðar.“ Lögreglan Alþingi Hlaðvörp Viðreisn Danmörk Svíþjóð Noregur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Í nýju viðtali hlaðvarpsins Ein Pæling en í samtali við Þórarinn Hjartarson lýsir Grímur yfir áhyggjum af vaxandi afbrotaþróun sem hann segir hafa breiðst út frá Svíþjóð og nú til annarra nágrannaríkja. „Sænskir afbrotamenn eru að nota mikið unga krakka eða ungt fólk til að fremja afbrot,“ segir Grímur. Hann útskýrir að þetta sé gert til að komast hjá þyngri refsingum, enda séu dómar yfir ungmennum vægari. Nú standi Norðurlöndin öll frammi fyrir þessum nýja veruleika. „Þessi sænski veruleiki, hann hefur verið að færast til hinna Norðurlandanna. Fyrst Danmörk, svo Noregur og Finnland. Þau hafa öll fundið verulega fyrir þessum sænska veruleika.“ Menn keyptir til að fremja tiltekin brot Grímur segir þessar breytingar hafa orðið vegna þess að glæpamenn nýti sér landamæralaust samstarf innan Evrópu. „Þetta er það sem Europol kallar „crime service“ og það eru keyptir einhverjir til að fremja tiltekin brot.“ Spurður hvort hægt sé að koma í veg fyrir þessa þróun hér á landi telur hann það ólíklegt. „Jafnvel þó við sem eyja norður í hafi, þá er auðvelt að komast hingað og Norðurlandabúar geta komið hér á þess að þurfa neina sérstaka heimild. Allir íbúar Shengen-svæðisins geta komist hingað án þess.“ Bendir hann einnig á að á Íslandi sé þessi þróun farin að gera vart um sig. „Á Íslandi höfum við dæmi þar sem þetta tengist, einhver svona afbrot með tengsl til Svíþjóðar og til hinna Norðurlandanna. Það er ekki að mjög mikið um það en það eru dæmi um það.“ Uggvænleg þróun en óumflýjanleg Þó svo að Grímur telji þróunina óumflýjanlega upp að vissu marki segir hann að hægt sé að draga úr áhrifunum með aðgerðum. „Ég held að við náum ekki að koma í veg fyrir það að við færumst nær þeim veruleika sem er á Norðurlöndunum, en við getum hins vegar reynt að koma málum þannig fyrir að við hægjum á því og sköpum betra ástand hér heldur en þar.“ Grímur telur þessa uggvænlegu þróunin fyrirsjáanlega: Við getum sagt, ens og stundum er varðandi Ísland og hin Norðurlöndin, að það eru einhver ár sem líða og þá er veruleikinn orðinn svipaður hér og annars staðar.“
Lögreglan Alþingi Hlaðvörp Viðreisn Danmörk Svíþjóð Noregur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira