Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. maí 2025 23:43 Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar. Vísir/bjarni Augljóst bakslag hefur orðið í baráttu gegn loftslagsbreytingum ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Formaður Landverndar segir brýnt að bregðast við og auka sýnileika. Niðurstöður í nýrri íslenskri kynslóðamælingu voru kynntar á Velsældarþingi í Hörpu í morgun. Í rannsókninni var fólk úr fjórum kynslóðum beðið um að velja þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem þeim finnst mikilvægast að leggja áherslu á. Vekur þar helst athygli að aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældust mikilvægastar hjá öllum kynslóðum fyrir fjórum árum, hefur nú hríðfallið. Til dæmis valdi aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál sem eitt af fimm mikilvægustu málefnunum. Varhugaverð þróun Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, segir um varhugaverða þróun að ræða sem sé ekki aðeins bundin við Ísland. „Þetta kemur kannski ekki beint á óvart. Við höfum verið að sjá þessa þróun um allan heim og ekki síst á Norðurlöndunum. Við höfum rætt við systursamtök okkar um þetta og þau taka eftir því sama. Ég held að þetta gæti tengst því að þau sem hafa hlutverk aðhalds við stjórnvöld hafa verið að minnka.“ Mikill viðsnúningur vegna stríða og heimsfaraldurs Hún nefnir sem dæmi að fjárútlát ríkisins til frjálsra félagasamtaka um loftslagsmál og mannréttindi hafi dregist saman með árunum. Það minnki sýnileika sem sé mikið áhyggjuefni og fari í raun gegn Árósarsamningnum. „Við eigum að hafa aðild að málum og það á að passa að frjáls félagasamtök hafi bolmagn til að starfa og vera sýnileg og veita stjórnvöldum það aðhald sem þau þurfa. Og vera í því aðhaldshlutverki og líka fjölmiðlar. Ég held að það þurfi bara að gefa í.“ Þá hefur heilsa og vellíðan og friður og réttlæti ekki mælst hærra á síðustu fjórum árum. Að mati Þorgerðar útskýrir stríð og heimsfaraldur síðustu ár þennan viðsnúning. Mikilvæg áskorun sé fram undan. „Þetta er svo mikill viðsnúningur, án þess að gera lítið úr ákveðnum markmiðum. Þá held ég að það þurfi klárlega að passa að engin þeirra lendi á milli skips og bryggju.“ Loftslagsmál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Niðurstöður í nýrri íslenskri kynslóðamælingu voru kynntar á Velsældarþingi í Hörpu í morgun. Í rannsókninni var fólk úr fjórum kynslóðum beðið um að velja þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem þeim finnst mikilvægast að leggja áherslu á. Vekur þar helst athygli að aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældust mikilvægastar hjá öllum kynslóðum fyrir fjórum árum, hefur nú hríðfallið. Til dæmis valdi aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál sem eitt af fimm mikilvægustu málefnunum. Varhugaverð þróun Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, segir um varhugaverða þróun að ræða sem sé ekki aðeins bundin við Ísland. „Þetta kemur kannski ekki beint á óvart. Við höfum verið að sjá þessa þróun um allan heim og ekki síst á Norðurlöndunum. Við höfum rætt við systursamtök okkar um þetta og þau taka eftir því sama. Ég held að þetta gæti tengst því að þau sem hafa hlutverk aðhalds við stjórnvöld hafa verið að minnka.“ Mikill viðsnúningur vegna stríða og heimsfaraldurs Hún nefnir sem dæmi að fjárútlát ríkisins til frjálsra félagasamtaka um loftslagsmál og mannréttindi hafi dregist saman með árunum. Það minnki sýnileika sem sé mikið áhyggjuefni og fari í raun gegn Árósarsamningnum. „Við eigum að hafa aðild að málum og það á að passa að frjáls félagasamtök hafi bolmagn til að starfa og vera sýnileg og veita stjórnvöldum það aðhald sem þau þurfa. Og vera í því aðhaldshlutverki og líka fjölmiðlar. Ég held að það þurfi bara að gefa í.“ Þá hefur heilsa og vellíðan og friður og réttlæti ekki mælst hærra á síðustu fjórum árum. Að mati Þorgerðar útskýrir stríð og heimsfaraldur síðustu ár þennan viðsnúning. Mikilvæg áskorun sé fram undan. „Þetta er svo mikill viðsnúningur, án þess að gera lítið úr ákveðnum markmiðum. Þá held ég að það þurfi klárlega að passa að engin þeirra lendi á milli skips og bryggju.“
Loftslagsmál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira