Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. maí 2025 23:43 Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar. Vísir/bjarni Augljóst bakslag hefur orðið í baráttu gegn loftslagsbreytingum ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Formaður Landverndar segir brýnt að bregðast við og auka sýnileika. Niðurstöður í nýrri íslenskri kynslóðamælingu voru kynntar á Velsældarþingi í Hörpu í morgun. Í rannsókninni var fólk úr fjórum kynslóðum beðið um að velja þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem þeim finnst mikilvægast að leggja áherslu á. Vekur þar helst athygli að aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældust mikilvægastar hjá öllum kynslóðum fyrir fjórum árum, hefur nú hríðfallið. Til dæmis valdi aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál sem eitt af fimm mikilvægustu málefnunum. Varhugaverð þróun Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, segir um varhugaverða þróun að ræða sem sé ekki aðeins bundin við Ísland. „Þetta kemur kannski ekki beint á óvart. Við höfum verið að sjá þessa þróun um allan heim og ekki síst á Norðurlöndunum. Við höfum rætt við systursamtök okkar um þetta og þau taka eftir því sama. Ég held að þetta gæti tengst því að þau sem hafa hlutverk aðhalds við stjórnvöld hafa verið að minnka.“ Mikill viðsnúningur vegna stríða og heimsfaraldurs Hún nefnir sem dæmi að fjárútlát ríkisins til frjálsra félagasamtaka um loftslagsmál og mannréttindi hafi dregist saman með árunum. Það minnki sýnileika sem sé mikið áhyggjuefni og fari í raun gegn Árósarsamningnum. „Við eigum að hafa aðild að málum og það á að passa að frjáls félagasamtök hafi bolmagn til að starfa og vera sýnileg og veita stjórnvöldum það aðhald sem þau þurfa. Og vera í því aðhaldshlutverki og líka fjölmiðlar. Ég held að það þurfi bara að gefa í.“ Þá hefur heilsa og vellíðan og friður og réttlæti ekki mælst hærra á síðustu fjórum árum. Að mati Þorgerðar útskýrir stríð og heimsfaraldur síðustu ár þennan viðsnúning. Mikilvæg áskorun sé fram undan. „Þetta er svo mikill viðsnúningur, án þess að gera lítið úr ákveðnum markmiðum. Þá held ég að það þurfi klárlega að passa að engin þeirra lendi á milli skips og bryggju.“ Loftslagsmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Niðurstöður í nýrri íslenskri kynslóðamælingu voru kynntar á Velsældarþingi í Hörpu í morgun. Í rannsókninni var fólk úr fjórum kynslóðum beðið um að velja þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem þeim finnst mikilvægast að leggja áherslu á. Vekur þar helst athygli að aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældust mikilvægastar hjá öllum kynslóðum fyrir fjórum árum, hefur nú hríðfallið. Til dæmis valdi aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál sem eitt af fimm mikilvægustu málefnunum. Varhugaverð þróun Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, segir um varhugaverða þróun að ræða sem sé ekki aðeins bundin við Ísland. „Þetta kemur kannski ekki beint á óvart. Við höfum verið að sjá þessa þróun um allan heim og ekki síst á Norðurlöndunum. Við höfum rætt við systursamtök okkar um þetta og þau taka eftir því sama. Ég held að þetta gæti tengst því að þau sem hafa hlutverk aðhalds við stjórnvöld hafa verið að minnka.“ Mikill viðsnúningur vegna stríða og heimsfaraldurs Hún nefnir sem dæmi að fjárútlát ríkisins til frjálsra félagasamtaka um loftslagsmál og mannréttindi hafi dregist saman með árunum. Það minnki sýnileika sem sé mikið áhyggjuefni og fari í raun gegn Árósarsamningnum. „Við eigum að hafa aðild að málum og það á að passa að frjáls félagasamtök hafi bolmagn til að starfa og vera sýnileg og veita stjórnvöldum það aðhald sem þau þurfa. Og vera í því aðhaldshlutverki og líka fjölmiðlar. Ég held að það þurfi bara að gefa í.“ Þá hefur heilsa og vellíðan og friður og réttlæti ekki mælst hærra á síðustu fjórum árum. Að mati Þorgerðar útskýrir stríð og heimsfaraldur síðustu ár þennan viðsnúning. Mikilvæg áskorun sé fram undan. „Þetta er svo mikill viðsnúningur, án þess að gera lítið úr ákveðnum markmiðum. Þá held ég að það þurfi klárlega að passa að engin þeirra lendi á milli skips og bryggju.“
Loftslagsmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira