Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2025 11:36 Nú velta menn fyrir sér ábyrgð Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara, sem áður var sérstakur saksóknari og Sigríðar Friðjónsdóttur ríkisssaksóknari sem 2012 rannsakaði áburð um leka en lét málið niður falla. Mörgum finnst skondið að Helgi Seljan blaðamaður hafi síðar upplýst mál sem henni tókst ekki, með öllum sínum heimildum, að upplýsa. vísir/vilhelm Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur lagst yfir hlerunar- og gagnastuldsmálið og hann segir ótvírætt að þar beri ríkissaksóknari og þáverandi sérstakur saksóknari ábyrgð. Þeim beri að víkja við rannsókn málsins. „Jú þau geta ekki rannsakað eigin verk. En ég veit ekki til að rannsókn hafi verið ákveðin, en það getur samt verið,“ segir Haukur í samtali við Vísi. Haukur birtir mikinn pistil á Facebook-síðu sinni og hann spyr um ábyrgð. Svarið sé að annars vegar séu það aðilar út í bæ sem beri fulla ábyrgð á verkum sínum og þar er þá um að ræða einstaklinga sem ekki starfa hjá hinu opinbera. En hann beinir hins vegar sjónum sínum að hinu opinbera og segir að þar gildi ákveðnar reglur. „Sú ábyrgð getur verið (i) almenns eðlis, t.d. vegna siðareglna eða ábyrgðarsambands valds við almannahag. Almenn ábyrgð getur leitt til starfsmissis; (ii) lagaleg ábyrgð, sem getur leitt til ákæru og (iii) pólitísk ábyrgð, sem getur leitt til afsagnar.“ Pólitísk ábyrgð Haukur rifjar upp að algengt hafi verið á þessari öld að ráðherrar beri ábyrgð og það geri þeir með því að segja af sér. Haukur telur óþarft að velta fyrir sér ráðherraábyrgð í málinu, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra gat ekki vitað neitt af þessu máli.vísir/anton brink „Það gengur þvert á skoðanir margra sem telja að íslenskir stjórnmálamenn beri aldrei ábyrgð. Við munum eftir Geir H. Haarde, sem bæði bar pólitíska og lagalega ábyrgð, það gerðu líka Sigríður Andersen og Bjarni Benediktsson, en Sigmundur Gunnlaugsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir báru almenna og pólitíska ábyrgð.“ Haukur bendir á að fleiri ráðherrar hafi að margra áliti gerst sekir og sloppið og má þar nefna „Jón Bjarnason (makrílmál), Svandísi Svavarsdóttur (hvalveiðibannið) og nú síðast Ingu Sæland, sem hefur að vísu ekki bitið úr nálinni með sitt mál (styrkjamál).“ Ólafur Þór ber ábyrgð Þá hefur einnig verið algengt að undirmenn, að almennir starfsmenn, beri ábyrgð, oftast með brotthvarfi úr starfi með einum eða öðrum hætti og/eða með starfslokasamningi – en eftir hrunið, oft líka með lagalegri ákæru. Morgunblaðið hafi velt því upp hverjir hjá hinu opinbera beri ábyrgð og ljóst sé að þeir sem frömdu glæpina; starfsmenn lögreglu og sérstaks saksóknara, beri hina almenna og lagalega ábyrgð. „Forstöðumaður þeirrar stofnunar sem um ræðir (sérstakur saksóknari) ber ábyrgð ef rannsókn leiðir í ljós að hann hafi gerst sekur um vanrækslu, t.d. varðandi öryggi gagna (ef honum hefur borið að hindra verknaðinn) eða ef hann vissi af málinu og aðhafðist ekki, eða ef hann fór út fyrir valdheimildir sínar, t.d. ef hlerað var án heimildar. Fleiri sjónarmið gætu komið til greina sem bæru með sér lagalega ábyrgð,“ segir Haukur. Sigríður ber ábyrgð Hann segir að álykta megi að hann beri almenna ábyrgð þótt lagaleg ábyrgð komi ekki til – þá vegna þeirrar skyldu sem felst í starfi hans. „Síðan kemur það upp að ríkissaksóknari felldi niður mál frá 2012, þar sem gagnaþjófarnir voru sakaðir um gagnastuld. Ef rannsókn leiðir í ljós að um vanrækslu hafi verið að ræða af hans hálfu, að hann hefði getað komið í veg fyrir ný-upplýstu gagnastuldsmálin með því að aðhafast, eða að hann hafi með niðurfellingunni augljóslega verið að hlífa lögreglumönnunum – nema aðrar ástæður komi til – ber hann ábyrgð, sem bæði er almenn og lagaleg.“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur sagt að málið hafi ekki hafa þótt líklegt til sakfellingar.vísir/vilhelm Haukur segir að hér verði að hafa hugfast að héraðssaksóknari, sem er sami maðurinn og var áður sérstakur saksóknari, og ríkissaksóknari, eru bæði vanhæf til að stýra rannsókn gagnastuldsmálsins og undirbúa það undir opinbera birtingu og eftir atvikum undir réttarkerfið. „Þau geta ekki rannsakað eigin störf.“ Embættin við almenning hefur beðið hnekki Því hljóti ráðherra að setja inn staðgengla til að stýra rannsóknunum og þeir eigi að bera alla sömu starfsábyrgð og hafa á allan hátt sömu völd og héraðssaksóknari og ríkissaksóknari hafa í störfum sínum. Hvað varðar þessi tilteknu mál. „Þá erum við komin að spurningunni hvort fyrrum sérstakur saksóknari og ríkissaksóknari eigi tafarlaust að segja af sér – eða að minnsta kosti að víkja meðan rannsóknin er í gangi. Ef við komumst að því – eða ef þau ákveða að bregðast þannig við, þarf sá staðgengill sem við nefndum áðan að taka að fullu við störfum þeirra í bili, uns skipað hefur verið í þeirra störf.“ Haukur segir ábyrgðarsamband þeirra Ólafs Þórs og Sigríðar við almenning, almannahag og réttarfarskerfið hafi beðið slíka hnekki að kalli á afsögn – og að það mögulega verði ekki endurheimt með öðrum hætti.vísir/einar Og Haukur heldur áfram og spyr hvers vegna þau eigi að segja af sér eða víkja. „Rökstyðja má – þótt það sama gildi ekki um þau bæði – að ábyrgðarsamband þeirra við almenning, almannahag og réttarfarskerfið hafi beðið slíka hnekki að kalli á afsögn – og að það mögulega verði ekki endurheimt með öðrum hætti. Þetta sjónarmið gæti sérstaklega bent á fyrrverandi sérstakan saksóknara – þótt hann gegni nú öðru, en hliðstæðu, starfi í réttarvörslukerfinu. Grunur um brot af einhverju tagi kallar hins vegar eitt og sér frekar á að þau víki til hliðar meðan á rannsókn á aðkomu þeirra stendur.“ Þetta er fremur afdráttarlaust álit sem Haukur veitir. Varðandi hina pólitísku ábyrgð þá sé ljóst að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vissi ekki né gat vitað af málinu. Svo nýlega sé hún komin til starfa. Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Dómsmálaráðherra segist upplifa framferði forsvarsmanna PPP, sem lýst var í Ríkissjónvarpinu í gær, sem svik. Svik við almenning, kerfið og samstarfsmenn í réttarkerfinu. 8. maí 2025 11:03 „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? 8. maí 2025 10:02 Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar eru einnig sagðir hafa stolið viðkæmum persónugögnum úr rannsóknum lögreglu og saksóknara. Gögnin eru þeir sagðir hafa notað til þess að selja þjónustu ráðgjafarfyrirtækis síns. 7. maí 2025 15:19 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Sjá meira
„Jú þau geta ekki rannsakað eigin verk. En ég veit ekki til að rannsókn hafi verið ákveðin, en það getur samt verið,“ segir Haukur í samtali við Vísi. Haukur birtir mikinn pistil á Facebook-síðu sinni og hann spyr um ábyrgð. Svarið sé að annars vegar séu það aðilar út í bæ sem beri fulla ábyrgð á verkum sínum og þar er þá um að ræða einstaklinga sem ekki starfa hjá hinu opinbera. En hann beinir hins vegar sjónum sínum að hinu opinbera og segir að þar gildi ákveðnar reglur. „Sú ábyrgð getur verið (i) almenns eðlis, t.d. vegna siðareglna eða ábyrgðarsambands valds við almannahag. Almenn ábyrgð getur leitt til starfsmissis; (ii) lagaleg ábyrgð, sem getur leitt til ákæru og (iii) pólitísk ábyrgð, sem getur leitt til afsagnar.“ Pólitísk ábyrgð Haukur rifjar upp að algengt hafi verið á þessari öld að ráðherrar beri ábyrgð og það geri þeir með því að segja af sér. Haukur telur óþarft að velta fyrir sér ráðherraábyrgð í málinu, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra gat ekki vitað neitt af þessu máli.vísir/anton brink „Það gengur þvert á skoðanir margra sem telja að íslenskir stjórnmálamenn beri aldrei ábyrgð. Við munum eftir Geir H. Haarde, sem bæði bar pólitíska og lagalega ábyrgð, það gerðu líka Sigríður Andersen og Bjarni Benediktsson, en Sigmundur Gunnlaugsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir báru almenna og pólitíska ábyrgð.“ Haukur bendir á að fleiri ráðherrar hafi að margra áliti gerst sekir og sloppið og má þar nefna „Jón Bjarnason (makrílmál), Svandísi Svavarsdóttur (hvalveiðibannið) og nú síðast Ingu Sæland, sem hefur að vísu ekki bitið úr nálinni með sitt mál (styrkjamál).“ Ólafur Þór ber ábyrgð Þá hefur einnig verið algengt að undirmenn, að almennir starfsmenn, beri ábyrgð, oftast með brotthvarfi úr starfi með einum eða öðrum hætti og/eða með starfslokasamningi – en eftir hrunið, oft líka með lagalegri ákæru. Morgunblaðið hafi velt því upp hverjir hjá hinu opinbera beri ábyrgð og ljóst sé að þeir sem frömdu glæpina; starfsmenn lögreglu og sérstaks saksóknara, beri hina almenna og lagalega ábyrgð. „Forstöðumaður þeirrar stofnunar sem um ræðir (sérstakur saksóknari) ber ábyrgð ef rannsókn leiðir í ljós að hann hafi gerst sekur um vanrækslu, t.d. varðandi öryggi gagna (ef honum hefur borið að hindra verknaðinn) eða ef hann vissi af málinu og aðhafðist ekki, eða ef hann fór út fyrir valdheimildir sínar, t.d. ef hlerað var án heimildar. Fleiri sjónarmið gætu komið til greina sem bæru með sér lagalega ábyrgð,“ segir Haukur. Sigríður ber ábyrgð Hann segir að álykta megi að hann beri almenna ábyrgð þótt lagaleg ábyrgð komi ekki til – þá vegna þeirrar skyldu sem felst í starfi hans. „Síðan kemur það upp að ríkissaksóknari felldi niður mál frá 2012, þar sem gagnaþjófarnir voru sakaðir um gagnastuld. Ef rannsókn leiðir í ljós að um vanrækslu hafi verið að ræða af hans hálfu, að hann hefði getað komið í veg fyrir ný-upplýstu gagnastuldsmálin með því að aðhafast, eða að hann hafi með niðurfellingunni augljóslega verið að hlífa lögreglumönnunum – nema aðrar ástæður komi til – ber hann ábyrgð, sem bæði er almenn og lagaleg.“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur sagt að málið hafi ekki hafa þótt líklegt til sakfellingar.vísir/vilhelm Haukur segir að hér verði að hafa hugfast að héraðssaksóknari, sem er sami maðurinn og var áður sérstakur saksóknari, og ríkissaksóknari, eru bæði vanhæf til að stýra rannsókn gagnastuldsmálsins og undirbúa það undir opinbera birtingu og eftir atvikum undir réttarkerfið. „Þau geta ekki rannsakað eigin störf.“ Embættin við almenning hefur beðið hnekki Því hljóti ráðherra að setja inn staðgengla til að stýra rannsóknunum og þeir eigi að bera alla sömu starfsábyrgð og hafa á allan hátt sömu völd og héraðssaksóknari og ríkissaksóknari hafa í störfum sínum. Hvað varðar þessi tilteknu mál. „Þá erum við komin að spurningunni hvort fyrrum sérstakur saksóknari og ríkissaksóknari eigi tafarlaust að segja af sér – eða að minnsta kosti að víkja meðan rannsóknin er í gangi. Ef við komumst að því – eða ef þau ákveða að bregðast þannig við, þarf sá staðgengill sem við nefndum áðan að taka að fullu við störfum þeirra í bili, uns skipað hefur verið í þeirra störf.“ Haukur segir ábyrgðarsamband þeirra Ólafs Þórs og Sigríðar við almenning, almannahag og réttarfarskerfið hafi beðið slíka hnekki að kalli á afsögn – og að það mögulega verði ekki endurheimt með öðrum hætti.vísir/einar Og Haukur heldur áfram og spyr hvers vegna þau eigi að segja af sér eða víkja. „Rökstyðja má – þótt það sama gildi ekki um þau bæði – að ábyrgðarsamband þeirra við almenning, almannahag og réttarfarskerfið hafi beðið slíka hnekki að kalli á afsögn – og að það mögulega verði ekki endurheimt með öðrum hætti. Þetta sjónarmið gæti sérstaklega bent á fyrrverandi sérstakan saksóknara – þótt hann gegni nú öðru, en hliðstæðu, starfi í réttarvörslukerfinu. Grunur um brot af einhverju tagi kallar hins vegar eitt og sér frekar á að þau víki til hliðar meðan á rannsókn á aðkomu þeirra stendur.“ Þetta er fremur afdráttarlaust álit sem Haukur veitir. Varðandi hina pólitísku ábyrgð þá sé ljóst að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vissi ekki né gat vitað af málinu. Svo nýlega sé hún komin til starfa.
Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Dómsmálaráðherra segist upplifa framferði forsvarsmanna PPP, sem lýst var í Ríkissjónvarpinu í gær, sem svik. Svik við almenning, kerfið og samstarfsmenn í réttarkerfinu. 8. maí 2025 11:03 „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? 8. maí 2025 10:02 Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar eru einnig sagðir hafa stolið viðkæmum persónugögnum úr rannsóknum lögreglu og saksóknara. Gögnin eru þeir sagðir hafa notað til þess að selja þjónustu ráðgjafarfyrirtækis síns. 7. maí 2025 15:19 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Sjá meira
Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Dómsmálaráðherra segist upplifa framferði forsvarsmanna PPP, sem lýst var í Ríkissjónvarpinu í gær, sem svik. Svik við almenning, kerfið og samstarfsmenn í réttarkerfinu. 8. maí 2025 11:03
„Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? 8. maí 2025 10:02
Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar eru einnig sagðir hafa stolið viðkæmum persónugögnum úr rannsóknum lögreglu og saksóknara. Gögnin eru þeir sagðir hafa notað til þess að selja þjónustu ráðgjafarfyrirtækis síns. 7. maí 2025 15:19