Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Lovísa Arnardóttir skrifar 9. maí 2025 15:15 Svona mun Stóra Hraun líta út þegar það verður tilbúið. Stjórnarráðið Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. „Þetta er stærsta framfaraskref í fangelsismálum á Íslandi í áratugi og lykilatriði til að mæta breyttum áskorunum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Nýja fangelsið kemur í stað fyrirhugaðra endurbóta á Litla Hrauni þar sem ástand húsnæðisins reyndist mun verra en áður hafði verið talið. Stóra Hraun, sem er í næsta nágrenni við Litla Hraun, verður byggt upp í áföngum. Áætlað er að kostnaður við þennan fyrsta og stærsta áfanga verði 17,8 milljarðar króna og fellur sá kostnaður undir fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir þetta mikil tímamót og miklar framfarir. Vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu verður fyrsti hluti framkvæmdanna boðinn út á næstunni og framkvæmdir svo hefjast fljótlega. Stefnt er að því að framkvæmdir við næsta áfanga hefjist svo í beinu framhaldi af þeim fyrri. Í fyrsta áfanga verksins er gert ráð fyrir 84 klefum á Stóra Hrauni og þangað til fangelsið verður fullbyggt verði nokkrir klefar á Litla Hrauni notaðir samhliða. Er því gert ráð fyrir að pláss verði fyrir um 90 til 98 fanga á hverjum tíma. Þegar fangelsið að Stóra Hrauni verður fullbyggt er gert ráð fyrir að það geti hýst allt að 128 fanga. „Öryggisfangelsið er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og verður jafnframt stærsta fangelsi landsins en eins og flest vita þá hefur fangelsiskerfið lengi glímt við alvarlegan húsnæðisskort og bágborinn aðbúnað. Því ætlum við að ráða bót á,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þar kemur fram að fangelsinu verði skipt í öryggisstig sem hafi verið skilgreind í samræmi við norræna staðla. Sérstaklega hafi verið litið til Danmerkur. Öryggisstigin eru flokkuð frá eitt til þrjú, þar sem öryggisstig eitt gerir ráð fyrir mesta öryggi og öryggisstig þrjú minnsta. Draga úr líkum á tengslum skipulagðra brotahópa Samkvæmt tilkynningunni er gert ráð fyrir að með þeirri skiptingu verði unnt að bæta heildaröryggi innan fangelsiskerfisins sem og aðgreina fanga eftir alvarleika brota og draga úr líkum á tengslum milli skipulagðra brotahópa. „Það er mikilvægt að geta tryggt uppskiptingu fangahópsins á einum stað. Með því má stuðla að faglegra starfi sem og tryggja betur öryggi allra,“ segir Þorbjörg Sigríður og segir að gert sé ráð fyrir að fangelsið að Stóra Hrauni verði að meginstefnu til með öryggisstigi tvö, en jafnframt verði þar aðstaða fyrir deildir með bæði hærra og lægra öryggisstig. Alex Poulsen arkitektar (AP) og VA arkitektar komu að for- og frumhönnun verkefnisins en AP eru danskir ráðgjafar sem hafa hannað mörg sambærileg verkefni. Í dag er Arkís aðalhönnuður verkefnisins ásamt mörgum öðrum sérhæfðum hönnuðum og AP gegna ráðgefandi hlutverki. Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Árborg Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Þetta er stærsta framfaraskref í fangelsismálum á Íslandi í áratugi og lykilatriði til að mæta breyttum áskorunum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Nýja fangelsið kemur í stað fyrirhugaðra endurbóta á Litla Hrauni þar sem ástand húsnæðisins reyndist mun verra en áður hafði verið talið. Stóra Hraun, sem er í næsta nágrenni við Litla Hraun, verður byggt upp í áföngum. Áætlað er að kostnaður við þennan fyrsta og stærsta áfanga verði 17,8 milljarðar króna og fellur sá kostnaður undir fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir þetta mikil tímamót og miklar framfarir. Vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu verður fyrsti hluti framkvæmdanna boðinn út á næstunni og framkvæmdir svo hefjast fljótlega. Stefnt er að því að framkvæmdir við næsta áfanga hefjist svo í beinu framhaldi af þeim fyrri. Í fyrsta áfanga verksins er gert ráð fyrir 84 klefum á Stóra Hrauni og þangað til fangelsið verður fullbyggt verði nokkrir klefar á Litla Hrauni notaðir samhliða. Er því gert ráð fyrir að pláss verði fyrir um 90 til 98 fanga á hverjum tíma. Þegar fangelsið að Stóra Hrauni verður fullbyggt er gert ráð fyrir að það geti hýst allt að 128 fanga. „Öryggisfangelsið er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og verður jafnframt stærsta fangelsi landsins en eins og flest vita þá hefur fangelsiskerfið lengi glímt við alvarlegan húsnæðisskort og bágborinn aðbúnað. Því ætlum við að ráða bót á,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þar kemur fram að fangelsinu verði skipt í öryggisstig sem hafi verið skilgreind í samræmi við norræna staðla. Sérstaklega hafi verið litið til Danmerkur. Öryggisstigin eru flokkuð frá eitt til þrjú, þar sem öryggisstig eitt gerir ráð fyrir mesta öryggi og öryggisstig þrjú minnsta. Draga úr líkum á tengslum skipulagðra brotahópa Samkvæmt tilkynningunni er gert ráð fyrir að með þeirri skiptingu verði unnt að bæta heildaröryggi innan fangelsiskerfisins sem og aðgreina fanga eftir alvarleika brota og draga úr líkum á tengslum milli skipulagðra brotahópa. „Það er mikilvægt að geta tryggt uppskiptingu fangahópsins á einum stað. Með því má stuðla að faglegra starfi sem og tryggja betur öryggi allra,“ segir Þorbjörg Sigríður og segir að gert sé ráð fyrir að fangelsið að Stóra Hrauni verði að meginstefnu til með öryggisstigi tvö, en jafnframt verði þar aðstaða fyrir deildir með bæði hærra og lægra öryggisstig. Alex Poulsen arkitektar (AP) og VA arkitektar komu að for- og frumhönnun verkefnisins en AP eru danskir ráðgjafar sem hafa hannað mörg sambærileg verkefni. Í dag er Arkís aðalhönnuður verkefnisins ásamt mörgum öðrum sérhæfðum hönnuðum og AP gegna ráðgefandi hlutverki.
Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Árborg Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira