Fótbolti

Jóhann Berg ekki mættur í fyrsta sinn til Kasakstan

Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson þekkir betur til í Kasakstan heldur en aðrir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en flestir leikmannanna eru hér í fyrsta sinn.

„Mér lýst bara mjög vel á það að vera hér en þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég er hér. Ég hef spilað hérna tvisvar í Evrópudeildinni og þetta er því ekkert nýtt fyrir mér," sagði Jóhann Berg í viðtali við Vísi.

Jóhann Berg tryggði AZ Alkmaar meðal annars 1-1 jafntefli á móti Schachtjor Karaganda á Astana Arena í október 2013.

„Ég er reynsluboltinn hérna og verð klár í leikinn," sagði Jóhann Berg léttur en hann hefur verið að spila vel með Charlton að undanförnu.

Jóhann Berg er alveg tilbúinn að taka það að sér að sýna strákunum í liðinu það markverðasta í Astana.

„Við höfum ekki farið í skoðunarferð en það er skoðunarferð á eftir og ég sýni þeim þá aðeins borgina," sagði Jóhann Berg léttur.




Tengdar fréttir

Lars og Eiður ætla að enda ferilinn saman á EM

Lars Lagerbäck og Eiður Smári Guðjohnsen hafa talað saman um að enda saman glæsilega landsliðsferla sína á EM 2016 komist liðið þangað. Eiður Smári er kominn aftur inn í hópinn fyrir leik á móti Kasakstan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×