700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2015 13:14 Landsamband fiskeldisstöðva gagnrýnir ívilnunarsamning upp á 700 milljónir króna sem iðnaðarráðherra hefur gert við Matorku. Þetta skekki samkeppnisstöðu í bleikjueldi á Íslandi þar sem önnur fyrirtæki hafi ekki notið stuðnings. Iðnaðarráðherra hefur ekki orðið við óskum um að koma fyrir atvinnuveganefnd vegna málsins. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra gerði ívilnunarsamning við Matorku hinn 20. febrúar síðast liðinn sem metinn er á 700 milljónir króna. Fyrirtækið hyggur á stórfellt bleikjueldi á Reykjanesi, í kjördæmi ráðherrans, en það er skráð í Sviss. Einn aðaleigenda fyrirtækisins er Benedikt Sveinsson frændi Bjarna Beneditkssonar fjármálaráðherra. Höskuldur Steinarsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva segist fagna því að iðnaðarráðherra hafi áhuga á að styrkja uppbyggingu fiskeldis í landinu. „En við erum í prinsippinu ekki fylgjandi ívilnunum sem hafa raskandi áhrif á stöðu þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. Þannig að við höfum af þessu nokkrar áhyggjur í raun og veru. Hvernig þessi styrkur er fram settur. Án þess að ég hafi sérstaka skoðun á styrknum sjálfum,“ segir Höskuldur. Matorka mun fá alls kyns ívilnanir svo sem eins og 50 % lækkun á tryggingagjaldi. Höskuldur segir 65 prósent allra eldisbleikju í heiminum koma frá Íslandi sem sé því ráðandi á markaðnum og framboð þaðan hafi mikil áhrif á verð. Hér sé ekki um nýsköpun að ræða því þekking og reynsla sé nú þegar til staðar hjá þeim fyrirtækjum sem fyrir eru í greininni. „Og þau hafa lagt á sig gríðarlegan kostnað í markaðsuppbyggingu. Þannig að þau eru augljóslega ósátt við að fyrirtæki sem ætlar að gera það sama og þau eru að gera fái ívilnanir frá hinu opinbera. Það blasir við,“ segir Höskuldur. Frumvarp um ívilnaðir til fyrirtækja almennt er til meðferðar í atvinnuveganefnd Alþingis. Nefndin hefur óskað eftir því að Ragnheiður Elín komi á fund nefndarinnar til að skýra samninginn við Matorku. Kristrján Möller fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir fulltrúa fyrirtækja í fiskeldi sem komið hafi fyrir nefndina hafa gefið upplýsingar sem gefi tilefni til að ráðherrann komi fyrir nefndina. Í nefndarviku í síðustu viku hafi tveir tímar verið teknir frá fyrir ráðherrann á miðvikudag og fimmtudag en hún ekki séð sér fært að mæta. „Þarna er svo mikil viðbót að ég er mjög efins um að það muni gagnast okkur Íslendingum að fara að framleiða meira. En ekki gera annað en verðfella það sem frá okkur kemur. Þannig að við fáum ekkert meira út úr því. Síðan auðvitað skekkir þetta mjög samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru í þessu og hafa ekki fengið neinar ívilnanir hvað það varðar,“ segir Kristján Möller. Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Landsamband fiskeldisstöðva gagnrýnir ívilnunarsamning upp á 700 milljónir króna sem iðnaðarráðherra hefur gert við Matorku. Þetta skekki samkeppnisstöðu í bleikjueldi á Íslandi þar sem önnur fyrirtæki hafi ekki notið stuðnings. Iðnaðarráðherra hefur ekki orðið við óskum um að koma fyrir atvinnuveganefnd vegna málsins. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra gerði ívilnunarsamning við Matorku hinn 20. febrúar síðast liðinn sem metinn er á 700 milljónir króna. Fyrirtækið hyggur á stórfellt bleikjueldi á Reykjanesi, í kjördæmi ráðherrans, en það er skráð í Sviss. Einn aðaleigenda fyrirtækisins er Benedikt Sveinsson frændi Bjarna Beneditkssonar fjármálaráðherra. Höskuldur Steinarsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva segist fagna því að iðnaðarráðherra hafi áhuga á að styrkja uppbyggingu fiskeldis í landinu. „En við erum í prinsippinu ekki fylgjandi ívilnunum sem hafa raskandi áhrif á stöðu þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. Þannig að við höfum af þessu nokkrar áhyggjur í raun og veru. Hvernig þessi styrkur er fram settur. Án þess að ég hafi sérstaka skoðun á styrknum sjálfum,“ segir Höskuldur. Matorka mun fá alls kyns ívilnanir svo sem eins og 50 % lækkun á tryggingagjaldi. Höskuldur segir 65 prósent allra eldisbleikju í heiminum koma frá Íslandi sem sé því ráðandi á markaðnum og framboð þaðan hafi mikil áhrif á verð. Hér sé ekki um nýsköpun að ræða því þekking og reynsla sé nú þegar til staðar hjá þeim fyrirtækjum sem fyrir eru í greininni. „Og þau hafa lagt á sig gríðarlegan kostnað í markaðsuppbyggingu. Þannig að þau eru augljóslega ósátt við að fyrirtæki sem ætlar að gera það sama og þau eru að gera fái ívilnanir frá hinu opinbera. Það blasir við,“ segir Höskuldur. Frumvarp um ívilnaðir til fyrirtækja almennt er til meðferðar í atvinnuveganefnd Alþingis. Nefndin hefur óskað eftir því að Ragnheiður Elín komi á fund nefndarinnar til að skýra samninginn við Matorku. Kristrján Möller fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir fulltrúa fyrirtækja í fiskeldi sem komið hafi fyrir nefndina hafa gefið upplýsingar sem gefi tilefni til að ráðherrann komi fyrir nefndina. Í nefndarviku í síðustu viku hafi tveir tímar verið teknir frá fyrir ráðherrann á miðvikudag og fimmtudag en hún ekki séð sér fært að mæta. „Þarna er svo mikil viðbót að ég er mjög efins um að það muni gagnast okkur Íslendingum að fara að framleiða meira. En ekki gera annað en verðfella það sem frá okkur kemur. Þannig að við fáum ekkert meira út úr því. Síðan auðvitað skekkir þetta mjög samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru í þessu og hafa ekki fengið neinar ívilnanir hvað það varðar,“ segir Kristján Möller.
Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira