Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2025 20:37 Nærmynd af mannsauganu sem getur numið ýmsa liti. Á því eru þó takmörk en stundum er hægt að blekkja augað til að sjá meira en það getur. Getty Vísindamenn segjast hafa uppgötvað nýjan blágrænan lit sem kallast „olo“ og ekkert auga hefur áður séð. Liturinn fékkst með því að skjóta laser-geisla inn í augu mennskra tilraunadýra og örva þannig frumur í sjónhimnum þeirra. BBC fjallar um uppgötvanirnar sem vísindamennirnir, sem eru frá Kaliforníuháskóla í Berkeley og UW Medicine, birtu uppgötvanir sínar í tímaritinu Science Advances á föstudag. Ren Ng, einn meðhöfunda rannsóknarinnar og prófessor við Kaliforníuháskóla, segir niðurstöðurnar „eftirtektarverðar“ og telur að þær geti þokað áfram rannsóknum á litblindu. Ng sagði í viðtali við Radio 4 á BBC að liturinn olo væri mettaðri (e. saturated) en „nokkur litur sem þú getur séð í raunheimum“. Styrkur litsins sé meiri nokkurs annars blágræns lits. Keilurnar örvaðar af geislum Rannsóknin fór þannig fram að laser-geisla var skotið inn í sjáaldur annars auga hvers þátttakanda í rannsókninni. Þátttakendurnir voru fimm talsins, fjórir karlar og ein kona, sem allir voru með eðlilega sjón. Af þessum fimm voru þrír meðhöfundar í greininni. Þátttakendurnir horfðu í rannsókninni inn í tæki sem kallast Oz og einkennist af speglum, laser-geislum og sjóntækjum. Oz hafði verið hannað af nokkrum vísindamannanna og var uppfært fyrir rannsóknina. Mynd af auganu og innri hlutum þess.Vísindavefurinn Sjónhimnan er ljósnæm himna í innanverðu auganum, með ljósnæmar frumur, keilur og stafi, sem skynja rafsegulbylgjur ljóss og breyta þeim í rafboð sem berast eftir sjóntaug til heila. Keilurnar í sjónhimnunni eru þrenns konar: S, M og L, sem stendur fyrir stuttar, miðlungs og langar. Hver þeirra nemur ólíkar bylgjulengdir blás, rauðs og græns litar. Í rannsókninni segir að í venjulegri sýn þá örvi ljós ekki bara M-keilur heldur einnig nálægar S- og L-keilur af því virkni þeirra skarast. Það sem rannsakendurnir gerður var að örva einungis M-keilur „sem í grundvallaratriðum sendir litmerki til heilans sem gerist aldrei í náttúrulegri sjón,“ segir í greininni. Það þýðir að liturinn olo er ekki sjáanlegur berum augum í raunheimum nema með hjálp ákveðinnar örvunar á keilum sjónhimnunnar. Nani með laser-geislann á enninu í leik með Manchester United fyrir mörgum árum. Þátttakendurnir fengu öðruvísi geisla í augaðGetty Deilt um uppgötvun nýs litar Einhverjir vísindamenn hafa þó efast um niðurstöðuna og segja hinn nýja lit frekar túlkunaratriði. John Barbur, prófessor við City St George's-háskóla í Lundúnum, sagði að þó rannsóknin væri „tæknilegt afrek“ í örvun ákveðinna keila þá væri hægt að deila um að í henni fælist uppgötvun nýs litar. Hann tók sem dæmi að ef rauðar L-keilur yrðu örvaðar í stórum stíl myndi fólk „skynja sterkan rauðan“ en skynjunin gæti breyst eftir breytingum á næmni rauðra keilna, ekki ólíkt því sem átti sér stað í rannsókninni. Prófessor Ng segir að það sé „vissulega mjög tæknilega flókið“ að sjá olo en rannsóknarteymið sé að skoða niðurstöðurnar til að komast að því hvaða þýðingu þær kynnu að hafa fyrir litblinda sem eiga erfitt með að greina á milli ákveðinna lita. Vísindi Bandaríkin Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
BBC fjallar um uppgötvanirnar sem vísindamennirnir, sem eru frá Kaliforníuháskóla í Berkeley og UW Medicine, birtu uppgötvanir sínar í tímaritinu Science Advances á föstudag. Ren Ng, einn meðhöfunda rannsóknarinnar og prófessor við Kaliforníuháskóla, segir niðurstöðurnar „eftirtektarverðar“ og telur að þær geti þokað áfram rannsóknum á litblindu. Ng sagði í viðtali við Radio 4 á BBC að liturinn olo væri mettaðri (e. saturated) en „nokkur litur sem þú getur séð í raunheimum“. Styrkur litsins sé meiri nokkurs annars blágræns lits. Keilurnar örvaðar af geislum Rannsóknin fór þannig fram að laser-geisla var skotið inn í sjáaldur annars auga hvers þátttakanda í rannsókninni. Þátttakendurnir voru fimm talsins, fjórir karlar og ein kona, sem allir voru með eðlilega sjón. Af þessum fimm voru þrír meðhöfundar í greininni. Þátttakendurnir horfðu í rannsókninni inn í tæki sem kallast Oz og einkennist af speglum, laser-geislum og sjóntækjum. Oz hafði verið hannað af nokkrum vísindamannanna og var uppfært fyrir rannsóknina. Mynd af auganu og innri hlutum þess.Vísindavefurinn Sjónhimnan er ljósnæm himna í innanverðu auganum, með ljósnæmar frumur, keilur og stafi, sem skynja rafsegulbylgjur ljóss og breyta þeim í rafboð sem berast eftir sjóntaug til heila. Keilurnar í sjónhimnunni eru þrenns konar: S, M og L, sem stendur fyrir stuttar, miðlungs og langar. Hver þeirra nemur ólíkar bylgjulengdir blás, rauðs og græns litar. Í rannsókninni segir að í venjulegri sýn þá örvi ljós ekki bara M-keilur heldur einnig nálægar S- og L-keilur af því virkni þeirra skarast. Það sem rannsakendurnir gerður var að örva einungis M-keilur „sem í grundvallaratriðum sendir litmerki til heilans sem gerist aldrei í náttúrulegri sjón,“ segir í greininni. Það þýðir að liturinn olo er ekki sjáanlegur berum augum í raunheimum nema með hjálp ákveðinnar örvunar á keilum sjónhimnunnar. Nani með laser-geislann á enninu í leik með Manchester United fyrir mörgum árum. Þátttakendurnir fengu öðruvísi geisla í augaðGetty Deilt um uppgötvun nýs litar Einhverjir vísindamenn hafa þó efast um niðurstöðuna og segja hinn nýja lit frekar túlkunaratriði. John Barbur, prófessor við City St George's-háskóla í Lundúnum, sagði að þó rannsóknin væri „tæknilegt afrek“ í örvun ákveðinna keila þá væri hægt að deila um að í henni fælist uppgötvun nýs litar. Hann tók sem dæmi að ef rauðar L-keilur yrðu örvaðar í stórum stíl myndi fólk „skynja sterkan rauðan“ en skynjunin gæti breyst eftir breytingum á næmni rauðra keilna, ekki ólíkt því sem átti sér stað í rannsókninni. Prófessor Ng segir að það sé „vissulega mjög tæknilega flókið“ að sjá olo en rannsóknarteymið sé að skoða niðurstöðurnar til að komast að því hvaða þýðingu þær kynnu að hafa fyrir litblinda sem eiga erfitt með að greina á milli ákveðinna lita.
Vísindi Bandaríkin Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira