Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Eiður Þór Árnason skrifar 18. apríl 2025 07:36 Ýmis mál komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan aðhafðist í miðborginni eftir að tilkynnt var um þrjá einstaklinga sem grunaðir voru um vasaþjófnað. Fannst einn þeirra þegar lögregla kom á vettvang og reyndist vera með nokkuð magn af ætluðu þýfi og fjármunum. Hinn grunaði var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þrír gistu fangageymslur í morgunsárið og voru alls 52 mál skráð frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Lögregla hafði einnig afskipti af einstaklingi sem tók á rás þegar hann sá laganna verði við almennt eftirlit. Eftir stutta en snarpa eftirför á fæti náðist einstaklingurinn og reyndist hann vera með nokkuð magn af fíkniefnum innanklæða, að sögn lögreglu. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og ólöglega dvöl á landinu. Kærðir vegna filmu í rúðu Lögregla var sömuleiðis kölluð til vegna einstaklings sem er sagður hafa verið með ógnandi tilburði í miðborginni, haft sig mikið í frammi og kastað glasi í rúðu á skemmtistað. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir brot á reglugerð um gerð og búnað ökutækja en búið var að setja dökkar filmur í fremri hliðarrúður bifreiðanna. Ökutækin voru einnig boðuð í skoðun að kröfu lögreglu. Þá handtók lögregla ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, og hafði afskipti af ökumönnum án gildra ökuréttinda. Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur en sá hraðasti mældist á 121 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst, að sögn lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Erlent þjófagengi náðist á myndband láta greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær. 15. apríl 2025 19:45 Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Gerð var tilraun til að nota stolin greiðslukort í verslun í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeim hafði fyrr um daginn verið stolið af ferðamanni sem beið eftir því að Strokkur sýndi listir sínar í Haukadal. Myndband náðist af stuldinum. 15. apríl 2025 12:22 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þrír gistu fangageymslur í morgunsárið og voru alls 52 mál skráð frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Lögregla hafði einnig afskipti af einstaklingi sem tók á rás þegar hann sá laganna verði við almennt eftirlit. Eftir stutta en snarpa eftirför á fæti náðist einstaklingurinn og reyndist hann vera með nokkuð magn af fíkniefnum innanklæða, að sögn lögreglu. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og ólöglega dvöl á landinu. Kærðir vegna filmu í rúðu Lögregla var sömuleiðis kölluð til vegna einstaklings sem er sagður hafa verið með ógnandi tilburði í miðborginni, haft sig mikið í frammi og kastað glasi í rúðu á skemmtistað. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir brot á reglugerð um gerð og búnað ökutækja en búið var að setja dökkar filmur í fremri hliðarrúður bifreiðanna. Ökutækin voru einnig boðuð í skoðun að kröfu lögreglu. Þá handtók lögregla ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, og hafði afskipti af ökumönnum án gildra ökuréttinda. Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur en sá hraðasti mældist á 121 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst, að sögn lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Erlent þjófagengi náðist á myndband láta greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær. 15. apríl 2025 19:45 Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Gerð var tilraun til að nota stolin greiðslukort í verslun í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeim hafði fyrr um daginn verið stolið af ferðamanni sem beið eftir því að Strokkur sýndi listir sínar í Haukadal. Myndband náðist af stuldinum. 15. apríl 2025 12:22 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Erlent þjófagengi náðist á myndband láta greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær. 15. apríl 2025 19:45
Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Gerð var tilraun til að nota stolin greiðslukort í verslun í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeim hafði fyrr um daginn verið stolið af ferðamanni sem beið eftir því að Strokkur sýndi listir sínar í Haukadal. Myndband náðist af stuldinum. 15. apríl 2025 12:22