Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2025 20:02 Theódóra S. Þorsteinsdóttir er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Vísir/Stefán Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir miklar hækkanir á gjaldskrá vegna sumarnámskeiða bæjarins vera fráleitar. Það sé dapurlegt að ungmennaráð fái ekki að ræða hækkanirnar. Í fyrra greiddu foreldrar í Kópavogi rúmar tólf þúsund krónur fyrir heils dags námskeið sé miðað við fimm daga í viku. Gjaldið hækkar nú í 18.500 krónur, tæplega 53 prósent hækkun. Fyrir námskeið á smíðavelli fer gjaldið úr 9.500 og í 19.500. 105 prósent hækkun. Vildu ekki vísa til ungmennaráðs Minnihlutinn gagnrýndi þessa hækkun á fundi bæjarráðs og vildi vísa því til umsagnar í ungmennaráði. Því hafnaði meirihlutinn og vísaði til þess að gjaldskrárbreytingar séu almennt ekki teknar til umræðu hjá nefndum sem snúa að tilteknum hópum. „Það er auðvitað mjög sorglegt því Kópavogsbær er búinn að hafa mikið fyrir því að innleiða þetta verkefni, sem er að vera barnvænt samfélag. Partur af því er að ungt fólk í Kópavogi eigi að hafa áhrif á sín eigin mál. Það er hlutverk ungmennaráðs að fjalla um sín eigin mál þannig við vildum fá sjónarmið þeirra á þessar gjaldskrár hækkanir. Þetta er bara dapurlegt að þau hafni því,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Meirihlutinn segir í sinni bókun hækkunina koma meðal annars til þar sem námskeið samkeppnisaðila, íþróttafélaga og kirkjunnar, séu dýrari. Minnihlutinn telur þetta þó vera vegna nýrra kjarasamninga kennara. „Kópavogsbær hefur boðið upp á þetta í gegnum tíðina, sumarnámskeið á góðu verði, og á ekki að vera í samkeppni við neinn. Þetta er bara mikilvæg grunnþjónusta. Og það sem meirihlutanum hefur verið tíðrætt um í tengslum við þessar hagræðingaaðgerðir, er að þetta eigi ekki að bitna á grunnþjónustunni. En þetta gerir það. Það er mjög óvenjulegt að vera að hækka þetta um tugi prósenta,“ segir Theódóra. Fátækir foreldrar í klandri Hækkanirnar geti orðið til þess að börn með foreldra í viðkvæmri stöðu komist ekki á sumarnámskeið. „Það er bara nóg um álög á barnafjölskyldur í Kópavogi í dag. Sama hvort það er almennar hækkanir á húsnæðislánum, matarkörfunni og leikskólagjöldum, þá þarf ekki að bæta þessu við,“ segir Theódóra. Kópavogur Sveitarstjórnarmál Frístund barna Börn og uppeldi Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Í fyrra greiddu foreldrar í Kópavogi rúmar tólf þúsund krónur fyrir heils dags námskeið sé miðað við fimm daga í viku. Gjaldið hækkar nú í 18.500 krónur, tæplega 53 prósent hækkun. Fyrir námskeið á smíðavelli fer gjaldið úr 9.500 og í 19.500. 105 prósent hækkun. Vildu ekki vísa til ungmennaráðs Minnihlutinn gagnrýndi þessa hækkun á fundi bæjarráðs og vildi vísa því til umsagnar í ungmennaráði. Því hafnaði meirihlutinn og vísaði til þess að gjaldskrárbreytingar séu almennt ekki teknar til umræðu hjá nefndum sem snúa að tilteknum hópum. „Það er auðvitað mjög sorglegt því Kópavogsbær er búinn að hafa mikið fyrir því að innleiða þetta verkefni, sem er að vera barnvænt samfélag. Partur af því er að ungt fólk í Kópavogi eigi að hafa áhrif á sín eigin mál. Það er hlutverk ungmennaráðs að fjalla um sín eigin mál þannig við vildum fá sjónarmið þeirra á þessar gjaldskrár hækkanir. Þetta er bara dapurlegt að þau hafni því,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Meirihlutinn segir í sinni bókun hækkunina koma meðal annars til þar sem námskeið samkeppnisaðila, íþróttafélaga og kirkjunnar, séu dýrari. Minnihlutinn telur þetta þó vera vegna nýrra kjarasamninga kennara. „Kópavogsbær hefur boðið upp á þetta í gegnum tíðina, sumarnámskeið á góðu verði, og á ekki að vera í samkeppni við neinn. Þetta er bara mikilvæg grunnþjónusta. Og það sem meirihlutanum hefur verið tíðrætt um í tengslum við þessar hagræðingaaðgerðir, er að þetta eigi ekki að bitna á grunnþjónustunni. En þetta gerir það. Það er mjög óvenjulegt að vera að hækka þetta um tugi prósenta,“ segir Theódóra. Fátækir foreldrar í klandri Hækkanirnar geti orðið til þess að börn með foreldra í viðkvæmri stöðu komist ekki á sumarnámskeið. „Það er bara nóg um álög á barnafjölskyldur í Kópavogi í dag. Sama hvort það er almennar hækkanir á húsnæðislánum, matarkörfunni og leikskólagjöldum, þá þarf ekki að bæta þessu við,“ segir Theódóra.
Kópavogur Sveitarstjórnarmál Frístund barna Börn og uppeldi Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda