Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2025 22:27 Linda Dröfn Gunnarsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Vísir/Einar Gróft ofbeldi í nánum samböndum virðist vera að aukast, að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. Komum kvenna í athvarfið fjölgaði milli ára. Ársskýrsla Kvennaathvarfsins fyrir árið 2024 kom út á dögunum, en þar sést að komum í athvarfið fjölgaði frá árinu 2023, úr 214 í 279. Árið 2022 voru þær þó 301. Fyrstu komum fjölgar Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir komum kvenna utan athvarfsins í viðtalsþjónustu hafa fjölgað umtalsvert. „Og einnig fyrstu komu í dvöl, sem sagt konur sem eru að koma í fyrsta sinn. Sú tala hefur aldrei verið jafn há. Það er alltaf frekar flókið að lesa í þessar tölur. Það er okkar tilfinning að ofbeldi sé ekkert endilega að aukast. Ofbeldið er þarna úti,“ segir Linda Dröfn. Mögulega sé fjölgunin tengd auknum sýnileika athvarfsins. „Þannig að við trúum að það gæti verið að aukin umræða og aukinn sýnileiki verði til þess að konur sæki frekar í viðtöl. Og þau væru líklega fleiri ef við hefðum betri aðstöðu, sem verður í nýja athvarfinu okkar þar sem við verðum með fleiri viðtalsherbergi.“ Nánast alltaf andlegt ofbeldi Hlutfall kvenna sem greina frá kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi hækkar milli ára, sem og hlutfall þeirra sem greina frá andlegu ofbeldi. Hlutfall þeirra á síðasta ári var 94 prósent. „Það segir okkur að ofbeldi í nánum samböndum er eiginlega ekki til nema það sé andlegt ofbeldi, það er alltaf í bakgrunninum. Þetta eru ekki einhver einstök atvik. Það er alltaf undirliggjandi ofbeldi, og það stoppar ekkert við svefnherbergisdyrnar.“ Gróft ofbeldi í samböndum virðist þá vera að færast í aukana. „Við höfum séð meira um morðhótanir og kyrkingatak, þetta grófa ofbeldi. Eins erum við að sjá mikið meira af eltihrellum og það sé verið að fylgjast með þolendum. Ef eitthvað er þá er það að verða grófara,“ segir Linda Dröfn. Kynbundið ofbeldi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Ársskýrsla Kvennaathvarfsins fyrir árið 2024 kom út á dögunum, en þar sést að komum í athvarfið fjölgaði frá árinu 2023, úr 214 í 279. Árið 2022 voru þær þó 301. Fyrstu komum fjölgar Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir komum kvenna utan athvarfsins í viðtalsþjónustu hafa fjölgað umtalsvert. „Og einnig fyrstu komu í dvöl, sem sagt konur sem eru að koma í fyrsta sinn. Sú tala hefur aldrei verið jafn há. Það er alltaf frekar flókið að lesa í þessar tölur. Það er okkar tilfinning að ofbeldi sé ekkert endilega að aukast. Ofbeldið er þarna úti,“ segir Linda Dröfn. Mögulega sé fjölgunin tengd auknum sýnileika athvarfsins. „Þannig að við trúum að það gæti verið að aukin umræða og aukinn sýnileiki verði til þess að konur sæki frekar í viðtöl. Og þau væru líklega fleiri ef við hefðum betri aðstöðu, sem verður í nýja athvarfinu okkar þar sem við verðum með fleiri viðtalsherbergi.“ Nánast alltaf andlegt ofbeldi Hlutfall kvenna sem greina frá kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi hækkar milli ára, sem og hlutfall þeirra sem greina frá andlegu ofbeldi. Hlutfall þeirra á síðasta ári var 94 prósent. „Það segir okkur að ofbeldi í nánum samböndum er eiginlega ekki til nema það sé andlegt ofbeldi, það er alltaf í bakgrunninum. Þetta eru ekki einhver einstök atvik. Það er alltaf undirliggjandi ofbeldi, og það stoppar ekkert við svefnherbergisdyrnar.“ Gróft ofbeldi í samböndum virðist þá vera að færast í aukana. „Við höfum séð meira um morðhótanir og kyrkingatak, þetta grófa ofbeldi. Eins erum við að sjá mikið meira af eltihrellum og það sé verið að fylgjast með þolendum. Ef eitthvað er þá er það að verða grófara,“ segir Linda Dröfn.
Kynbundið ofbeldi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira