Alþjóðleg fjármálalæsisvika 9.-17.mars 2015 Breki Karlsson skrifar 9. mars 2015 08:00 Mikilvægi fjármálalæsis hefur líklega aldrei verið meira en nú. Á degi hverjum tökum við ákvarðanir sem móta efnahagslega framtíð okkar sem einstaklinga, fjölskyldna og þjóða. Með því að vera fjármálalæs erum við betur í stakk búin til að taka stjórna okkar eigin fjármálum og getum jafnframt veitt kjörnum fulltrúum aðhald til að taka upplýstar ákvarðanir fyrir okkar hönd. Þannig er fjármálalæsi nátengt lýðræðinu. Okkur Íslendinga virðist skorta yfirsýn yfir fjármálin. Til dæmis heldur innan við fimmtungur Íslendinga heimilisbókhald eða gerir áætlanir í fjármálum. Ákvarðanir í fjármálum byggja í reynd ekki á neinum sérstökum gáfum eða þekkingu. Það þarf ekki að undirgangast próf til að kaupa bíl, þó það þurfi til að aka honum. Og flest okkar verða ekki fjármálalæs á bók, heldur á eigin skinni, en reynslan getur verið ansi dýrt nám. Fjármál eru í eðli sínu einföld, en samt flókin. Þetta er þversögn sem á rætur að rekja til þess að upplýstar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum eiga sér stoðir í, ekki bara einni, heldur mörgum fræðigreinum. Undirstaðan er meðal annars sótt í stærðfræði, sögu, stjórnmál og heimspeki. Fjármálalæsismenntun einskorðast ekki við að kenna fólki á kerfið, þ.e.a.s. að ala upp „fjármálaneytendur“. Áherslan er ekki síður á uppfræðslu um réttindi og skyldur, lýðræði, ákvarðanatöku, nýsköpun og gagnrýna hugsun. Þannig verður komandi kynslóð betur í stakk búin til að taka ákvarðanir – hún verður fjármálalæs. Alþjóðlega fjármálalæsisvikan 2015 er uppskeruhátíð sem haldin er í yfir hundrað löndum. Markmiðið að vekja yngri kynslóðir til vitundar um eigin fjármál og hvernig þær geta haft áhrif á efnahagslega velferð til lengri og skemmri tíma. Í annarri viku marsmánaðar ár hvert tekur ungt fólk um heim allan þátt í ýmsum verkefnum er snúa að fræðslu og umræðu um fjármál á breiðum grunni. Fjármálalæsisvikan snýst um að tengja saman börn, ungmenni, foreldra, stofnanir, fyrirtæki og samfélagið allt og efna til vitundarvakningar um fjármál til þess að ungt fólk fái tól og tæki til að móta eigin framtíð. Fjölbreytt dagskrá verður hér á landi þessa viku, allt frá kennslu í grunnskólum, til örráðstefnu og opins húss í Seðlabankanum. Alþjóðlega fjármálalæsisvikan er haldin að frumkvæði samtakanna Child and Youth Finance International. Þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin og í annað sinn sem Ísland tekur þátt. Um heim allan verða alls kyns uppákomur til vitundarvakningar um hvernig peningar virka, þar með talið sparnaður, tekjuöflun, atvinnutækifæri og nýsköpun. Á Íslandi er það Stofnun um fjármálalæsi sem stendur að vikunni ásamt Fjármálaeftirlitinu, Fjármálaráðuneytinu, Kauphöllinnni, Meniga, Seðlabanka Íslands, Umboðsmanni skuldara, Viðskiptaráði, Arion banka, RÚV, Neytendastofu og Samtökum fjármálafyrirtækja. Margþætt aðkoma hagsmunaaðila frá opinbera geiranum og einkageiranum þar sem allir hafa ólíka aðkomu og framlag gefur fyrirheit um að ekki sé tjaldað til einnar nætur. Saman endurmótum við viðhorf okkar til fjármála og stuðlum að því að komandi kynslóðir fái í veganesti tæki og tól til að taka skynsamar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum. Upplýsingar um Alþjóðlega fjármálalæsisviku má finna á vefnum www.fml.is og á fésbók /fjarmalavika. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
Mikilvægi fjármálalæsis hefur líklega aldrei verið meira en nú. Á degi hverjum tökum við ákvarðanir sem móta efnahagslega framtíð okkar sem einstaklinga, fjölskyldna og þjóða. Með því að vera fjármálalæs erum við betur í stakk búin til að taka stjórna okkar eigin fjármálum og getum jafnframt veitt kjörnum fulltrúum aðhald til að taka upplýstar ákvarðanir fyrir okkar hönd. Þannig er fjármálalæsi nátengt lýðræðinu. Okkur Íslendinga virðist skorta yfirsýn yfir fjármálin. Til dæmis heldur innan við fimmtungur Íslendinga heimilisbókhald eða gerir áætlanir í fjármálum. Ákvarðanir í fjármálum byggja í reynd ekki á neinum sérstökum gáfum eða þekkingu. Það þarf ekki að undirgangast próf til að kaupa bíl, þó það þurfi til að aka honum. Og flest okkar verða ekki fjármálalæs á bók, heldur á eigin skinni, en reynslan getur verið ansi dýrt nám. Fjármál eru í eðli sínu einföld, en samt flókin. Þetta er þversögn sem á rætur að rekja til þess að upplýstar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum eiga sér stoðir í, ekki bara einni, heldur mörgum fræðigreinum. Undirstaðan er meðal annars sótt í stærðfræði, sögu, stjórnmál og heimspeki. Fjármálalæsismenntun einskorðast ekki við að kenna fólki á kerfið, þ.e.a.s. að ala upp „fjármálaneytendur“. Áherslan er ekki síður á uppfræðslu um réttindi og skyldur, lýðræði, ákvarðanatöku, nýsköpun og gagnrýna hugsun. Þannig verður komandi kynslóð betur í stakk búin til að taka ákvarðanir – hún verður fjármálalæs. Alþjóðlega fjármálalæsisvikan 2015 er uppskeruhátíð sem haldin er í yfir hundrað löndum. Markmiðið að vekja yngri kynslóðir til vitundar um eigin fjármál og hvernig þær geta haft áhrif á efnahagslega velferð til lengri og skemmri tíma. Í annarri viku marsmánaðar ár hvert tekur ungt fólk um heim allan þátt í ýmsum verkefnum er snúa að fræðslu og umræðu um fjármál á breiðum grunni. Fjármálalæsisvikan snýst um að tengja saman börn, ungmenni, foreldra, stofnanir, fyrirtæki og samfélagið allt og efna til vitundarvakningar um fjármál til þess að ungt fólk fái tól og tæki til að móta eigin framtíð. Fjölbreytt dagskrá verður hér á landi þessa viku, allt frá kennslu í grunnskólum, til örráðstefnu og opins húss í Seðlabankanum. Alþjóðlega fjármálalæsisvikan er haldin að frumkvæði samtakanna Child and Youth Finance International. Þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin og í annað sinn sem Ísland tekur þátt. Um heim allan verða alls kyns uppákomur til vitundarvakningar um hvernig peningar virka, þar með talið sparnaður, tekjuöflun, atvinnutækifæri og nýsköpun. Á Íslandi er það Stofnun um fjármálalæsi sem stendur að vikunni ásamt Fjármálaeftirlitinu, Fjármálaráðuneytinu, Kauphöllinnni, Meniga, Seðlabanka Íslands, Umboðsmanni skuldara, Viðskiptaráði, Arion banka, RÚV, Neytendastofu og Samtökum fjármálafyrirtækja. Margþætt aðkoma hagsmunaaðila frá opinbera geiranum og einkageiranum þar sem allir hafa ólíka aðkomu og framlag gefur fyrirheit um að ekki sé tjaldað til einnar nætur. Saman endurmótum við viðhorf okkar til fjármála og stuðlum að því að komandi kynslóðir fái í veganesti tæki og tól til að taka skynsamar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum. Upplýsingar um Alþjóðlega fjármálalæsisviku má finna á vefnum www.fml.is og á fésbók /fjarmalavika. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun