Erlent

Bretadrottning nú elsti núlifandi þjóðhöfðinginn

Atli Ísleifsson skrifar
Elísabet II ásamt Abdullah, konungi Sádi-Arabíu, árið 2007.
Elísabet II ásamt Abdullah, konungi Sádi-Arabíu, árið 2007. Vísir/AFP
Elísabet II Bretadrottning er nú elsti núlifandi þjóðhöfðingi heims í kjölfar andláts Abdullah, konungs Sádi-Arabíu, í gær.

Drottningin verður 89 ára gömul í apríl næstkomandi og í september verður hún þaulsetnasti þjóðhöfðinginn í sögu Bretlands. Viktoría Bretadrottning, langalangamma Elísabetar, á nú metið. Elísabet tók við krúnunni þann 6. febrúar 1952 og mun þann 15. september hafa setið á valdastóli í 63 ár og 217 daga.

Elísabet er þó ekki þaulsetnasti þjóðhöfðingi sem nú situr á valdastóli. Bhumibol Adulyadej Taílandskonungis hefur setið í stóli konungs í tæp 69 ár, en hann varð konungur einungis átján ára gamall.

Í frétt Telegraph segir að sá þjóðhöfðingi sem hafi  setið lengst í embætti var Sobhuza II, konugur Svasílands, sem gegndi konungsembætti í landinu frá árinu 1899 til 1982.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×