Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 21:03 Bannið myndi ekki ná til þeirra sem þegar eru á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Stjórnvöld í Ástralíu ætla að kynna lagasetningu sem miðar að því að banna börnum undir 16 ára aldri að nota samfélagsmiðla. Á vef BBC segir að lagasetningin eigi að vera leiðandi fyrir allan heiminn. Haft er eftir forsætisráðherra Ástralíu, Anthony Albanese, að leggja eigi frumvarpið fram á þinginu í næstu viku. Markmið laganna sé að draga úr og koma í veg fyrir þann skaða sem samfélagsmiðlar hafa á börn í Ástralíu. „Þetta er fyrir mömmurnar og pabbana… Þau, eins og ég, hafa miklar áhyggjur af öryggi barna sinna á netinu. Ég vil að ástralskar fjölskyldur viti að stjórnvöld standa með ykkur,“ sagði Albanese um málið. Í frétt BBC segir að bannið myndi ekki ná til þeirra barna sem þegar eru á samfélagsmiðlum. Þá kemur einnig fram að engar undantekningar verða á aldurstakmarkinu fyrir börn sem hafi þó samþykki foreldra sinna. Þá segja stjórnvöld að það verði á ábyrgð samfélagsmiðlanna sjálfra að sýna að þeir séu að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að börnin hafi aðgang að þeim. Albanese segir að það verði ekki sektir lagðar á notendur og að það verði á ábyrgð Netöryggisnefndar Ástralíu að tryggja innleiðingu laganna. Lögin myndu taka gildi tólf mánuðum eftir að þau verða samþykkt. Í umfjöllun BBC segir að skiptar skoðanir séu á slíku banni. Einhverjir telji skilvirkara að kenna börnum að nota slíka miðla betur. Fyrri tilraunir, Evrópusambandsins til dæmis, til að hindra aðgang að samfélagsmiðlum hafa mistekist eða verið gagnrýndar af fyrirtækjunum sjálfum. Þá séu alltaf spurningar um hvernig eigi að innleiða leiðir sem komi í veg fyrir að börn finni sér leiðir til að komast inn án þess að vera með aldur. Réttindasamtök barna í Ástralíu hafa gagnrýnt bannið og segja að betra væri að stjórnvöld myndu einbeita sér að því að innleiða öryggisstaðla á samfélagsmiðlum. Þá bentu samtökin á að samkvæmt leiðbeiningum Sameinuðu þjóðanna eigi stefnur þjóða sem miði að því að regluvæða netið að miða að því að gefa börnum tækifæri til þess að græða á því að nota það og tryggja öryggi þeirra. Önnur samtök í Ástralíu hafa á sama tíma bent á að börn hafi ekki þroska til að nota samfélagsmiðla fyrr en þau eru í fyrsta lagi 16 ára. Albanese gefur ekki mikið fyrir ábendingar um að fræða börn betur. Það gerir ráð fyrir því að allir séu með sömu völd á netinu. „Ég veit ekki með ykkur en ég fæ reglulega eitthvað í mitt kerfi sem ég vil ekki sjá. Hvað þá einhver 14 ára táningur í viðkvæmri stöðu,“ er haft eftir honum um það á vef BBC. Samfélagsmiðlar Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Markmið laganna sé að draga úr og koma í veg fyrir þann skaða sem samfélagsmiðlar hafa á börn í Ástralíu. „Þetta er fyrir mömmurnar og pabbana… Þau, eins og ég, hafa miklar áhyggjur af öryggi barna sinna á netinu. Ég vil að ástralskar fjölskyldur viti að stjórnvöld standa með ykkur,“ sagði Albanese um málið. Í frétt BBC segir að bannið myndi ekki ná til þeirra barna sem þegar eru á samfélagsmiðlum. Þá kemur einnig fram að engar undantekningar verða á aldurstakmarkinu fyrir börn sem hafi þó samþykki foreldra sinna. Þá segja stjórnvöld að það verði á ábyrgð samfélagsmiðlanna sjálfra að sýna að þeir séu að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að börnin hafi aðgang að þeim. Albanese segir að það verði ekki sektir lagðar á notendur og að það verði á ábyrgð Netöryggisnefndar Ástralíu að tryggja innleiðingu laganna. Lögin myndu taka gildi tólf mánuðum eftir að þau verða samþykkt. Í umfjöllun BBC segir að skiptar skoðanir séu á slíku banni. Einhverjir telji skilvirkara að kenna börnum að nota slíka miðla betur. Fyrri tilraunir, Evrópusambandsins til dæmis, til að hindra aðgang að samfélagsmiðlum hafa mistekist eða verið gagnrýndar af fyrirtækjunum sjálfum. Þá séu alltaf spurningar um hvernig eigi að innleiða leiðir sem komi í veg fyrir að börn finni sér leiðir til að komast inn án þess að vera með aldur. Réttindasamtök barna í Ástralíu hafa gagnrýnt bannið og segja að betra væri að stjórnvöld myndu einbeita sér að því að innleiða öryggisstaðla á samfélagsmiðlum. Þá bentu samtökin á að samkvæmt leiðbeiningum Sameinuðu þjóðanna eigi stefnur þjóða sem miði að því að regluvæða netið að miða að því að gefa börnum tækifæri til þess að græða á því að nota það og tryggja öryggi þeirra. Önnur samtök í Ástralíu hafa á sama tíma bent á að börn hafi ekki þroska til að nota samfélagsmiðla fyrr en þau eru í fyrsta lagi 16 ára. Albanese gefur ekki mikið fyrir ábendingar um að fræða börn betur. Það gerir ráð fyrir því að allir séu með sömu völd á netinu. „Ég veit ekki með ykkur en ég fæ reglulega eitthvað í mitt kerfi sem ég vil ekki sjá. Hvað þá einhver 14 ára táningur í viðkvæmri stöðu,“ er haft eftir honum um það á vef BBC.
Samfélagsmiðlar Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira