Komugjöld: Tíu góð rök Bjarnheiður Hallsdóttir og Pétur Óskarsson skrifar 29. desember 2014 10:00 Enginn efast lengur um nauðsyn þess að bregðast við auknum fjölda ferðamanna við náttúruperlur landsins. Það hefur loksins skapast nokkur sátt innan ferðaþjónustunnar um að búa þurfi til sérstakan tekjustofn til þess að fjármagna viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða. Enn er ekki komin niðurstaða í það hvernig þessi fjármögnun á að fara fram. Undanfarna 18 mánuði eða svo hefur átt sér stað mikil umræða um þetta mál, bæði innan ferðaþjónustunnar og utan hennar. Bæði kröftug umræða og mikil upplýsingaöflun. Hvort tveggja hefði betur átt sér stað ÁÐUR en stokkið var á óútfærða hugmynd um einhvers konar náttúrupassa, sem iðnaðarráðherra kaus að gera að sinni og situr nú uppi með, og glímir við almenna andstöðu og mótbyr. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) var gerð könnun á því hvernig félagsmenn teldu gjaldheimtu best komið og er þar skemmst frá að segja að náttúrupassinn fékk falleinkunn en hugmyndin um komugjöld var talin sú langbesta. Stjórn SAF kaus að fara í málamiðlun og lagði til að svokallað gistináttagjald yrði útfært öðruvísi og hækkað töluvert. Því útspili hafnaði ráðherra með framlagningu náttúrupassafrumvarpsins nú í desember. Það er mjög einkennilegt að sú leið sem flestum virðist hugnast, m.a. stórum hluta fagfólks í ferðaþjónustunni, skuli hafa verið slegin umsvifalaust út af borðinu og því jafnvel haldið fram að hún væri ekki gerleg. Eftir að öll kurl eru komin til grafar, þá kemur upp úr dúrnum að innleiðing komugjalda er vel möguleg og þau eru meira að segja lögð á án vandræða í nokkrum Evrópulöndum. Rökin gegn komugjaldinu eru fyrst og fremst tvenn. Í fyrsta lagi verða allir, óháð þjóðerni, að greiða komugjaldið. Það þýðir að Íslendingar munu einnig greiða komugjald þegar þeir koma til landsins. Hin rökin eru þau að komugjaldið myndi líka leggjast á flug innanlands. Það er rétt að hafa í huga að með komugjaldi er verið að tala um lága upphæð á hvern farþega og sama hvaða innheimtuleið mun verða farin, þá munu Íslendingar einnig þurfa að greiða það gjald sem upp verður sett. Hvað þessa tvo ókosti varðar, þá teljum við þá léttvæga, séu kostir og gallar komugjalds lagðir á vogarskálar. Svo ekki sé nú talað um aðrar innheimtuleiðir sem nefndar hafa verið til sögu. Auk þess væri ríkisvaldinu í lófa lagið að koma til móts við innanlandsflugið á öðrum sviðum sé vilji þar fyrir hendi. En hver eru helstu rökin fyrir því að taka upp komugjöld? Komugjöld eru eina innheimtuaðferðin þar sem öruggt er að það næst til allra gesta sem koma til landsins, undantekningalaust (bæði flug- og skipafarþega). Komugjöld þurfa ekki að vera há, þar sem innheimtuaðferðin er 100% skilvirk. Kostnaður við innleiðingu og innheimtu komugjalda er í lágmarki. Komugjöld munu ólíklega valda samdrætti í eftirspurn eftir Íslandsferðum, þar sem þau verða lág og innheimta þeirra fer fram á hljóðlátan hátt. Komugjöld greiðast með farmiðanum til landsins og þar með er málið afgreitt fyrir alla hlutaðeigandi. Komugjöld hafa engin áhrif á upplifun ferðamanna af landinu. Komugjöld þarfnast ekki eftirlitsiðnaðar og náttúruvarða. Komugjöld þurfa ekki nýtt skrifræðisbatterí, innheimtuleiðin er þegar opin og þarfnast lítils undirbúnings. Komugjöld eru sú innheimtuaðferð sem nýtur mests fylgis í atvinnugreininni. Með komugjöldum er ekki verið að finna upp hjólið, heldur velja leið sem aðrar þjóðir hafa notað og nota með góðum árangri. Komugjöld eru þekkt og viðtekin aðferð og engin þörf er á kynningar-, markaðs- og sölustarfi (líkt og innleiðing náttúrupassa myndi krefjast). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn efast lengur um nauðsyn þess að bregðast við auknum fjölda ferðamanna við náttúruperlur landsins. Það hefur loksins skapast nokkur sátt innan ferðaþjónustunnar um að búa þurfi til sérstakan tekjustofn til þess að fjármagna viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða. Enn er ekki komin niðurstaða í það hvernig þessi fjármögnun á að fara fram. Undanfarna 18 mánuði eða svo hefur átt sér stað mikil umræða um þetta mál, bæði innan ferðaþjónustunnar og utan hennar. Bæði kröftug umræða og mikil upplýsingaöflun. Hvort tveggja hefði betur átt sér stað ÁÐUR en stokkið var á óútfærða hugmynd um einhvers konar náttúrupassa, sem iðnaðarráðherra kaus að gera að sinni og situr nú uppi með, og glímir við almenna andstöðu og mótbyr. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) var gerð könnun á því hvernig félagsmenn teldu gjaldheimtu best komið og er þar skemmst frá að segja að náttúrupassinn fékk falleinkunn en hugmyndin um komugjöld var talin sú langbesta. Stjórn SAF kaus að fara í málamiðlun og lagði til að svokallað gistináttagjald yrði útfært öðruvísi og hækkað töluvert. Því útspili hafnaði ráðherra með framlagningu náttúrupassafrumvarpsins nú í desember. Það er mjög einkennilegt að sú leið sem flestum virðist hugnast, m.a. stórum hluta fagfólks í ferðaþjónustunni, skuli hafa verið slegin umsvifalaust út af borðinu og því jafnvel haldið fram að hún væri ekki gerleg. Eftir að öll kurl eru komin til grafar, þá kemur upp úr dúrnum að innleiðing komugjalda er vel möguleg og þau eru meira að segja lögð á án vandræða í nokkrum Evrópulöndum. Rökin gegn komugjaldinu eru fyrst og fremst tvenn. Í fyrsta lagi verða allir, óháð þjóðerni, að greiða komugjaldið. Það þýðir að Íslendingar munu einnig greiða komugjald þegar þeir koma til landsins. Hin rökin eru þau að komugjaldið myndi líka leggjast á flug innanlands. Það er rétt að hafa í huga að með komugjaldi er verið að tala um lága upphæð á hvern farþega og sama hvaða innheimtuleið mun verða farin, þá munu Íslendingar einnig þurfa að greiða það gjald sem upp verður sett. Hvað þessa tvo ókosti varðar, þá teljum við þá léttvæga, séu kostir og gallar komugjalds lagðir á vogarskálar. Svo ekki sé nú talað um aðrar innheimtuleiðir sem nefndar hafa verið til sögu. Auk þess væri ríkisvaldinu í lófa lagið að koma til móts við innanlandsflugið á öðrum sviðum sé vilji þar fyrir hendi. En hver eru helstu rökin fyrir því að taka upp komugjöld? Komugjöld eru eina innheimtuaðferðin þar sem öruggt er að það næst til allra gesta sem koma til landsins, undantekningalaust (bæði flug- og skipafarþega). Komugjöld þurfa ekki að vera há, þar sem innheimtuaðferðin er 100% skilvirk. Kostnaður við innleiðingu og innheimtu komugjalda er í lágmarki. Komugjöld munu ólíklega valda samdrætti í eftirspurn eftir Íslandsferðum, þar sem þau verða lág og innheimta þeirra fer fram á hljóðlátan hátt. Komugjöld greiðast með farmiðanum til landsins og þar með er málið afgreitt fyrir alla hlutaðeigandi. Komugjöld hafa engin áhrif á upplifun ferðamanna af landinu. Komugjöld þarfnast ekki eftirlitsiðnaðar og náttúruvarða. Komugjöld þurfa ekki nýtt skrifræðisbatterí, innheimtuleiðin er þegar opin og þarfnast lítils undirbúnings. Komugjöld eru sú innheimtuaðferð sem nýtur mests fylgis í atvinnugreininni. Með komugjöldum er ekki verið að finna upp hjólið, heldur velja leið sem aðrar þjóðir hafa notað og nota með góðum árangri. Komugjöld eru þekkt og viðtekin aðferð og engin þörf er á kynningar-, markaðs- og sölustarfi (líkt og innleiðing náttúrupassa myndi krefjast).
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun