Næsta ár í Reykjavík Sóley Tómasdóttir skrifar 6. desember 2014 07:00 Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 endurspeglast pólitískar áherslur og forgangsröðun meirihluta borgarstjórnar. Við erum stolt af þessari fyrstu áætlun, þar sem rík áhersla er lögð á mannréttindi, velferð, umhverfi og almennt réttlæti.Mannréttindamál Mannréttindastefna borgarinnar verður endurskoðuð á næsta ári með tilliti til breytinga í málaflokknum frá því hún var fyrst samþykkt. Fylgja þarf eftir örri þróun í réttindabaráttu hinsegin fólks, styrkja ákvæði gegn ableisma, leggja ríkari áherslu á margföldunaráhrif minnihlutahópa og margt fleira sem tekið verður á í endurskoðuninni. Af einstökum verkefnum ber aðgerðir gegn heimilisofbeldi hæst, þar sem farið verður í samstarf við lögregluna að fyrirmynd þess sem reynst hefur vel á Suðurnesjum. Gripið verður til aðgerða gegn kynbundnum launamun, búinn til upplýsingapakki fyrir nýja Reykvíkinga, stefna mótuð í atvinnumálum fatlaðs fólks og svona mætti lengi telja.Velferðarmál Í velferðarmálum ber fyrst að nefna áætlun um fjölgun félagslegra leiguíbúða um 500 á næstu árum samhliða uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk og eflingu þjónustu utan kjarna fyrir þann hóp. Samþætting heimahjúkrunar og heimaþjónustu mun vonandi leiða til betri og heildstæðari þjónustu og miklar vonir eru bundnar við umbætur í ferðaþjónustu fatlaðra. Á næsta ári hefst tilraunaverkefni hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og Barnavernd Reykjavíkur um styttri vinnudag. Þar verður vinnuvikan stytt í 35 stundir með það að markmiði að bæta líðan og starfsánægju, þjónustu og afköst til lengri tíma.Umhverfismál Vinna við gerð hverfisskipulags mun halda áfram á næsta ári, byggð á nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Þar er stefnt að vistvænni lifnaðarháttum borgarbúa með þéttari byggð og bættri nærþjónustu, aðlaðandi almannarýmum og vistvænni samgöngum. Á umhverfis- og skipulagssviði verður tekið upp sjálfsagt og eðlilegt skipulagsgjald og kostnaðarhlutdeild bifreiðaeigenda eykst þegar kemur að rekstri bílastæða í miðborginni. Strætó mun hefja akstur fyrr á sunnudögum og áfram verður unnið að bættri aðstöðu til hjólreiða og göngu í borginni.Barnafjölskyldur Í samræmi við samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna verða stigin skref til að létta byrðum af barnafjölskyldum í Reykjavík. Þannig munu námsgjöld í leikskóla lækka um 6%, tekinn verður upp systkinaafsláttur þvert á skólastig og frístundakortið hækkað um 5.000 krónur. Þetta er brýnt réttlætismál sem verður haldið áfram með á næstu árum og vonandi tekst okkur einn góðan veðurdag að tryggja börnum gjaldfrjálsa menntun í Reykjavík. Fjölmörg önnur verkefni eru fyrirhuguð á næsta ári sem munu stuðla að enn betra skóla- og frístundastarfi og aukinni þátttöku barna og unglinga.Gott ár fram undan Þessi fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lofar góðu. Hún er til marks um einlægan vilja til að byggja réttlátari borg í þágu komandi kynslóða, þar sem umhverfi og börn njóta vafans, þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og velferðin er í fyrirrúmi. Ég er viss um að næsta ár verður gott ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 endurspeglast pólitískar áherslur og forgangsröðun meirihluta borgarstjórnar. Við erum stolt af þessari fyrstu áætlun, þar sem rík áhersla er lögð á mannréttindi, velferð, umhverfi og almennt réttlæti.Mannréttindamál Mannréttindastefna borgarinnar verður endurskoðuð á næsta ári með tilliti til breytinga í málaflokknum frá því hún var fyrst samþykkt. Fylgja þarf eftir örri þróun í réttindabaráttu hinsegin fólks, styrkja ákvæði gegn ableisma, leggja ríkari áherslu á margföldunaráhrif minnihlutahópa og margt fleira sem tekið verður á í endurskoðuninni. Af einstökum verkefnum ber aðgerðir gegn heimilisofbeldi hæst, þar sem farið verður í samstarf við lögregluna að fyrirmynd þess sem reynst hefur vel á Suðurnesjum. Gripið verður til aðgerða gegn kynbundnum launamun, búinn til upplýsingapakki fyrir nýja Reykvíkinga, stefna mótuð í atvinnumálum fatlaðs fólks og svona mætti lengi telja.Velferðarmál Í velferðarmálum ber fyrst að nefna áætlun um fjölgun félagslegra leiguíbúða um 500 á næstu árum samhliða uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk og eflingu þjónustu utan kjarna fyrir þann hóp. Samþætting heimahjúkrunar og heimaþjónustu mun vonandi leiða til betri og heildstæðari þjónustu og miklar vonir eru bundnar við umbætur í ferðaþjónustu fatlaðra. Á næsta ári hefst tilraunaverkefni hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og Barnavernd Reykjavíkur um styttri vinnudag. Þar verður vinnuvikan stytt í 35 stundir með það að markmiði að bæta líðan og starfsánægju, þjónustu og afköst til lengri tíma.Umhverfismál Vinna við gerð hverfisskipulags mun halda áfram á næsta ári, byggð á nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Þar er stefnt að vistvænni lifnaðarháttum borgarbúa með þéttari byggð og bættri nærþjónustu, aðlaðandi almannarýmum og vistvænni samgöngum. Á umhverfis- og skipulagssviði verður tekið upp sjálfsagt og eðlilegt skipulagsgjald og kostnaðarhlutdeild bifreiðaeigenda eykst þegar kemur að rekstri bílastæða í miðborginni. Strætó mun hefja akstur fyrr á sunnudögum og áfram verður unnið að bættri aðstöðu til hjólreiða og göngu í borginni.Barnafjölskyldur Í samræmi við samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna verða stigin skref til að létta byrðum af barnafjölskyldum í Reykjavík. Þannig munu námsgjöld í leikskóla lækka um 6%, tekinn verður upp systkinaafsláttur þvert á skólastig og frístundakortið hækkað um 5.000 krónur. Þetta er brýnt réttlætismál sem verður haldið áfram með á næstu árum og vonandi tekst okkur einn góðan veðurdag að tryggja börnum gjaldfrjálsa menntun í Reykjavík. Fjölmörg önnur verkefni eru fyrirhuguð á næsta ári sem munu stuðla að enn betra skóla- og frístundastarfi og aukinni þátttöku barna og unglinga.Gott ár fram undan Þessi fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lofar góðu. Hún er til marks um einlægan vilja til að byggja réttlátari borg í þágu komandi kynslóða, þar sem umhverfi og börn njóta vafans, þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og velferðin er í fyrirrúmi. Ég er viss um að næsta ár verður gott ár.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun