Það sem við höfum lært Yngvi Örn Kristinsson skrifar 5. nóvember 2014 07:00 Í Markaðshorni síðustu viku mátti lesa þá fullyrðingu Þorbjörns Þórðarsonar fréttamanns að engin raunveruleg verðmætasköpun eigi sér stað í bönkum. Fullyrðingin var sett fram til að skjóta fótum undir umræðu um launamál í bönkum og hagnað þeirra. Hugsunin var sú að þar sem fjármálafyrirtæki skapa ekki raunveruleg verðmæti en væru bakhjarlar raunverulegrar verðmætasköpunar ættu laun og hagnaður í geiranum að vera lág. Hér er ekki ætlunin að draga úr gildi þess að hagkvæmni sé gætt í allri efnahagsstarfsemi. Hagfræðin kennir og reynslan sýnir að það er líklegast til að gerast þegar saman fer frelsi á markaði og lýðræðislegt skipulag í stjórnmálum. Sú hugsun sem Þorbjörn styðst við er býsna gamaldags. Hún tilheyrir þeim kenningum sem skildar voru eftir í vegkantinum við framgang hagfræðinnar, þó hún fyrirfinnist enn í marxískri hugmyndafræði. Uppruni þessara hugmynda um að skipta megi efnahagsstarfseminni í framleiðslu raunverulegra verðmæta og aðra starfsemi, með áherslu á gildi þeirrar fyrri, má rekja til frönsku búauðgistefnunnar frá miðri átjándu öld. Búauðgistefnan taldi að landbúnaður væri uppspretta allra raunverulegra verðmæta, en seinni tíma fylgjendur stefnunnar útvíkkuðu hana þannig að áherslan er á vöruframleiðsluna sem hina raunverulega uppsprettu verðmæta í hagkerfinu. Áhrif marxisma á þróun þessarar hugmyndar er því greinileg. Nútímahagfræði byggir að meginstofni á tveimur kenningum. Annars vegar kenningum Adams Smith frá seinni hluta átjándu aldar sem í riti sínu Auðlegð þjóðanna lagði áherslu á að efnahagsstarfsemi væri samfelld keðja þar sem hlekkir keðjunnar mótuðust af verkaskiptingu í efnahagsstarfseminni. Enginn hlekkur væri í raun mikilvægari en annar. Hins vegar á kenningum Alfreds Marshall (og reyndar fleiri) frá seinustu árum nítjándu aldar um verðmyndun vöru og þjónustu, þar sem framboð og eftirspurn eftir vöru og þjónustu á jaðrinum ákvarðar viðskiptaverð. Þessar kenningar gera engan greinarmun á efnahagsstarfsemi hvort sem hún er framleiðsla á vörum eða veiting þjónustu: hvort tveggja er nauðsynlegur hlekkur í efnahagsstarfseminni og verð beggja ákvarðast með sama hætti. Sömu efnahagslögmál gilda um rekstur, laun og arðsemi fyrirtækja óháð því hvort um er að ræða framleiðslu á vörum eða þjónustu. Engin hlutlæg rök liggja því til grundvallar fullyrðinga um að ein tiltekin efnahagsstarfsemi skapi raunveruleg verðmæti en aðrar ekki. Þannig er verslun sem selur aðföng til vöruframleiðslu, þjónustufyrirtækja eða neytenda mikilvægur hlekkur í efnahagsstarfseminni og veitir raunverulega þjónustu. Eins er um lánastofnun sem veitir lán til fjárfestingar eða rekstrar. Sama gildir um tryggingafélag sem tryggir rekstur og eignir fyrirtækja og heimila. Sama gildir um aðra fjármálaþjónustu og þjónustu á sviði rannsókna, mennta, heilbrigðismála og löggæslu svo fleiri dæmi séu tekin. Fjármálafyrirtæki veita fyrirtækjum og heimilum margvíslega þjónustu. Grunnþættir í starfsemi þeirra eru þrír: greiðslumiðlun, miðlun á sparnaði og dreifing áhættu. Hagræði af greiðslumiðlun bæði innanlands og milli landa er oft vanmetið. Eilítil umhugsun ætti þó að leiða í ljós hvílíkur tímasparnaður nútíma greiðslumiðlun er fyrir fyrirtæki og heimili. Aðilar sem ætla að skiptast á greiðslum þurfa ekki að hittast á sama stað og sama tíma til að inna af hendi greiðslu og ekki að burðast með reiðufé. Gildi hinna ýmsu tegunda fjármálafyrirtækja við söfnun sparnaðar og miðlun fjármagns heimila og fyrirtækja og dreifingu áhættu er hins vegar augljósara og þekktara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í Markaðshorni síðustu viku mátti lesa þá fullyrðingu Þorbjörns Þórðarsonar fréttamanns að engin raunveruleg verðmætasköpun eigi sér stað í bönkum. Fullyrðingin var sett fram til að skjóta fótum undir umræðu um launamál í bönkum og hagnað þeirra. Hugsunin var sú að þar sem fjármálafyrirtæki skapa ekki raunveruleg verðmæti en væru bakhjarlar raunverulegrar verðmætasköpunar ættu laun og hagnaður í geiranum að vera lág. Hér er ekki ætlunin að draga úr gildi þess að hagkvæmni sé gætt í allri efnahagsstarfsemi. Hagfræðin kennir og reynslan sýnir að það er líklegast til að gerast þegar saman fer frelsi á markaði og lýðræðislegt skipulag í stjórnmálum. Sú hugsun sem Þorbjörn styðst við er býsna gamaldags. Hún tilheyrir þeim kenningum sem skildar voru eftir í vegkantinum við framgang hagfræðinnar, þó hún fyrirfinnist enn í marxískri hugmyndafræði. Uppruni þessara hugmynda um að skipta megi efnahagsstarfseminni í framleiðslu raunverulegra verðmæta og aðra starfsemi, með áherslu á gildi þeirrar fyrri, má rekja til frönsku búauðgistefnunnar frá miðri átjándu öld. Búauðgistefnan taldi að landbúnaður væri uppspretta allra raunverulegra verðmæta, en seinni tíma fylgjendur stefnunnar útvíkkuðu hana þannig að áherslan er á vöruframleiðsluna sem hina raunverulega uppsprettu verðmæta í hagkerfinu. Áhrif marxisma á þróun þessarar hugmyndar er því greinileg. Nútímahagfræði byggir að meginstofni á tveimur kenningum. Annars vegar kenningum Adams Smith frá seinni hluta átjándu aldar sem í riti sínu Auðlegð þjóðanna lagði áherslu á að efnahagsstarfsemi væri samfelld keðja þar sem hlekkir keðjunnar mótuðust af verkaskiptingu í efnahagsstarfseminni. Enginn hlekkur væri í raun mikilvægari en annar. Hins vegar á kenningum Alfreds Marshall (og reyndar fleiri) frá seinustu árum nítjándu aldar um verðmyndun vöru og þjónustu, þar sem framboð og eftirspurn eftir vöru og þjónustu á jaðrinum ákvarðar viðskiptaverð. Þessar kenningar gera engan greinarmun á efnahagsstarfsemi hvort sem hún er framleiðsla á vörum eða veiting þjónustu: hvort tveggja er nauðsynlegur hlekkur í efnahagsstarfseminni og verð beggja ákvarðast með sama hætti. Sömu efnahagslögmál gilda um rekstur, laun og arðsemi fyrirtækja óháð því hvort um er að ræða framleiðslu á vörum eða þjónustu. Engin hlutlæg rök liggja því til grundvallar fullyrðinga um að ein tiltekin efnahagsstarfsemi skapi raunveruleg verðmæti en aðrar ekki. Þannig er verslun sem selur aðföng til vöruframleiðslu, þjónustufyrirtækja eða neytenda mikilvægur hlekkur í efnahagsstarfseminni og veitir raunverulega þjónustu. Eins er um lánastofnun sem veitir lán til fjárfestingar eða rekstrar. Sama gildir um tryggingafélag sem tryggir rekstur og eignir fyrirtækja og heimila. Sama gildir um aðra fjármálaþjónustu og þjónustu á sviði rannsókna, mennta, heilbrigðismála og löggæslu svo fleiri dæmi séu tekin. Fjármálafyrirtæki veita fyrirtækjum og heimilum margvíslega þjónustu. Grunnþættir í starfsemi þeirra eru þrír: greiðslumiðlun, miðlun á sparnaði og dreifing áhættu. Hagræði af greiðslumiðlun bæði innanlands og milli landa er oft vanmetið. Eilítil umhugsun ætti þó að leiða í ljós hvílíkur tímasparnaður nútíma greiðslumiðlun er fyrir fyrirtæki og heimili. Aðilar sem ætla að skiptast á greiðslum þurfa ekki að hittast á sama stað og sama tíma til að inna af hendi greiðslu og ekki að burðast með reiðufé. Gildi hinna ýmsu tegunda fjármálafyrirtækja við söfnun sparnaðar og miðlun fjármagns heimila og fyrirtækja og dreifingu áhættu er hins vegar augljósara og þekktara.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun