Höfuðborgin og hestamennskan Ágúst Sigurðsson og Ísólfur Gylfi Pálmason og Björgvin G. Sigurðsson skrifa 16. október 2014 07:00 Landsmót hestamanna fara fram annað hvert ár og eru á meðal mestu viðburða mannlífs og íþrótta í landinu öllu. Staða íslenska hestsins er einstök. Gripurinn er annálaður og hylltur víða um lönd. Enda framfarir í hrossarækt og sýningum síðustu áratuga hreint afrek sem hefur tryggt hestinum okkar sterka stöðu til langrar framtíðar. Landsmótahald er mikið verk og keppast nokkur svæði um að fá mótin til sín í hvert sinn. Skiljanlega, enda fylgir mótahaldinu mikil uppbygging og umsvif á mörgum sviðum. Hvert svæði hefur fjölmargt til síns ágætis og um tíma leit út fyrir sátt um að mótin yrðu haldin til skiptis sunnan heiða og norðan, á Vindheimamelum í Skagafirði og á Gaddstaðaflötum á Hellu. Þannig væri hægt að byggja upp öflug svæði sem gætu gengið að því vísu í áætlunum sínum hvenær næsta mót færi fram á svæðinu. Þessu breytti sú ákvörðun stjórnar Landssambands hestamanna að halda mótið í Víðidalnum í Reykjavík fyrir tveimur árum. Nú er þeim sjónarmiðum teflt fram í grein í Fréttablaðinu í vikunni af þeim Gunnari Arnarsyni og Kristbjörgu Eyvindardóttur að mótunum skuli fundinn varanlegur staður í Víðidalnum, og margar ágætar ástæður tíndar til málinu til stuðnings. Engar brigður skulu af okkur bornar á að sómi sé af mótahaldi á höfuðborgarsvæðinu, nema síður sé. Þar er allt til alls og fjölmenni borgarinnar á bak við. Hins vegar vaknar spurningin: þarf allt að sogast til Reykjavíkur? Þarf líka að fara með Landsmótið þangað eftir áratuga vel heppnað mótahald úti á landi sem hefur getið af sér mikla uppbyggingu t.d. á Gaddstaðaflötum á Hellu sem öll hestamannafélögin á Suðurlandi, utan eitt, standa að og eiga?Fráleit nálgun Nei, er okkar svar við því. Það er fráleit nálgun og ákvörðun um það væri afleit. Fjölmennustu mótin eru haldin á Gaddstaðaflötum á Hellu og þau mót skila ávallt hagnaði. Þá er búið að byggja upp prýðilega aðstöðu á svæðinu og stórhuga áætlanir uppi um að bæta hana enn frekar. Hesthúspláss er í nágrenninu fyrir öll keppnishross eins og sýndi sig í sumar þegar ágangsveður varð til þess að öll hrossin voru hýst. Hótel og gistihús eru á næsta leiti, enda iðar allt í kringum ferðaþjónustu á svæðinu, auk þess sem fjöldi kraftmikilla hestabúgarða er allt í kring um Gaddstaðaflatir. Svæðið á Hellu hefur allt upp á að bjóða í miðri mekku íslenskrar hrossaræktar. Um það er mikil samstaða í héraðinu öllu að standa dyggilega við bakið á landsmótssvæðinu á Gaddstaðaflötum, enda skiptir mótahaldið miklu fyrir Suðurlandið allt. Við skorum á stjórn Landssambands hestamanna að halda áfram að finna landsmótum hestamanna stað úti á landi, enda hefur höfuðborgin upp á fjöldamargt annað að bjóða þó Landsmót hestamanna bætist ekki líka við í flóru borgarlífsins. Það skiptir hins vegar okkar byggðir miklu máli að halda glæsileg landsmót með reglulegu millibili, greininni og héraðinu öllu til mikils framdráttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Landsmót hestamanna fara fram annað hvert ár og eru á meðal mestu viðburða mannlífs og íþrótta í landinu öllu. Staða íslenska hestsins er einstök. Gripurinn er annálaður og hylltur víða um lönd. Enda framfarir í hrossarækt og sýningum síðustu áratuga hreint afrek sem hefur tryggt hestinum okkar sterka stöðu til langrar framtíðar. Landsmótahald er mikið verk og keppast nokkur svæði um að fá mótin til sín í hvert sinn. Skiljanlega, enda fylgir mótahaldinu mikil uppbygging og umsvif á mörgum sviðum. Hvert svæði hefur fjölmargt til síns ágætis og um tíma leit út fyrir sátt um að mótin yrðu haldin til skiptis sunnan heiða og norðan, á Vindheimamelum í Skagafirði og á Gaddstaðaflötum á Hellu. Þannig væri hægt að byggja upp öflug svæði sem gætu gengið að því vísu í áætlunum sínum hvenær næsta mót færi fram á svæðinu. Þessu breytti sú ákvörðun stjórnar Landssambands hestamanna að halda mótið í Víðidalnum í Reykjavík fyrir tveimur árum. Nú er þeim sjónarmiðum teflt fram í grein í Fréttablaðinu í vikunni af þeim Gunnari Arnarsyni og Kristbjörgu Eyvindardóttur að mótunum skuli fundinn varanlegur staður í Víðidalnum, og margar ágætar ástæður tíndar til málinu til stuðnings. Engar brigður skulu af okkur bornar á að sómi sé af mótahaldi á höfuðborgarsvæðinu, nema síður sé. Þar er allt til alls og fjölmenni borgarinnar á bak við. Hins vegar vaknar spurningin: þarf allt að sogast til Reykjavíkur? Þarf líka að fara með Landsmótið þangað eftir áratuga vel heppnað mótahald úti á landi sem hefur getið af sér mikla uppbyggingu t.d. á Gaddstaðaflötum á Hellu sem öll hestamannafélögin á Suðurlandi, utan eitt, standa að og eiga?Fráleit nálgun Nei, er okkar svar við því. Það er fráleit nálgun og ákvörðun um það væri afleit. Fjölmennustu mótin eru haldin á Gaddstaðaflötum á Hellu og þau mót skila ávallt hagnaði. Þá er búið að byggja upp prýðilega aðstöðu á svæðinu og stórhuga áætlanir uppi um að bæta hana enn frekar. Hesthúspláss er í nágrenninu fyrir öll keppnishross eins og sýndi sig í sumar þegar ágangsveður varð til þess að öll hrossin voru hýst. Hótel og gistihús eru á næsta leiti, enda iðar allt í kringum ferðaþjónustu á svæðinu, auk þess sem fjöldi kraftmikilla hestabúgarða er allt í kring um Gaddstaðaflatir. Svæðið á Hellu hefur allt upp á að bjóða í miðri mekku íslenskrar hrossaræktar. Um það er mikil samstaða í héraðinu öllu að standa dyggilega við bakið á landsmótssvæðinu á Gaddstaðaflötum, enda skiptir mótahaldið miklu fyrir Suðurlandið allt. Við skorum á stjórn Landssambands hestamanna að halda áfram að finna landsmótum hestamanna stað úti á landi, enda hefur höfuðborgin upp á fjöldamargt annað að bjóða þó Landsmót hestamanna bætist ekki líka við í flóru borgarlífsins. Það skiptir hins vegar okkar byggðir miklu máli að halda glæsileg landsmót með reglulegu millibili, greininni og héraðinu öllu til mikils framdráttar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar