Rétturinn til að auðkenna sig Toshiki Toma skrifar 15. október 2014 07:00 Sérhver maður sem býr á Íslandi eða dvelur hér á ákveðnu tímabili vegna vinnu sinnar eða náms hefur rétt til þess að auðkenna sig. Og raunar er það svo að um þessi réttindi er fjallað í íslenskum stjórnsýslulögum, þar sem þau eru nefnd kennitala. Ef um ferðamenn er að ræða, geta þeir vísað til vegabréfs síns eða ökuskírteinis ef þeir þurfa að auðkenna sig af einhverri ástæðu. Auðkenningin snýst um mannréttindi, er grundvallaratriði og ómissandi í athöfnum daglegs lífs.Utan kerfisins En þetta eru ekki sjálfssögð réttindi eins og fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hérlendis, eða svokallaðir „hælisleitendur“, veit svo vel. Auðvitað fær fólk á flótta kennitölu. Það er utan kerfisins á Íslandi. Þegar slík manneskja er svo heppin að öðlast dvalarleyfi hérlendis til bráðabirgða og vinnu fær hún fyrst gefna út kennitölu, sem samt er bara til bráðabirgða. Reglugerð um útlendingalög kveður á að „Umsækjandi (um hæli) skal afhenda með umsókninni vegabréf eða önnur ferðaskilríki sem hann hefur í fórum sínum“ (88 gr. 1. mgr.) en: „Umsækjandi um hæli […] skal eins fljótt og verða má eftir komu til landsins, fá í hendur skráningarskírteini hælisumsækjanda…“ (92 gr. 1. mgr.) Það er hins vegar ekki alltaf farið eftir hinu síðarnefnda. Staðreyndin er sú að fólk á flótta verður að afhenda Útlendingastofnun skjöl sem það hefur með sér, en fær ekkert skírteini um hæli. Næstum enginn sem dvelur í Fit hosteli hefur skírteini sem auðkennir hann, þó að viðkomandi hafi verið hérlendis hálft ár eða jafnvel lengur. Þetta getur skapað margvísleg vandræði, jafnt stór sem smá. Það getur verið vesen að fara inn á skemmtistað ef maður getur ekki framvísað skírteini. Einnig er mér minnisstætt þegar strákur frá Afríku lenti í bílslysi og kalla þurfti á sjúkrabíl. Þá kom í ljós að enginn gat staðfest hver hann var eða hvar hann bjó. Sem betur fer var slysið ekki alvarlegt en það gæti gerst í dag eða á morgun. Hver á að bera ábyrgð á slíku tilfelli? Auðkennisleysi fólks á flótta er ekkert nýtt mál. Við áhugafólk um flóttafólk höfum margsinnis bent Útlendingastofnun á vandamálið og krafist útbóta. Það tók ár þar til allir fengu skírteini. Við vorum ánægð í bili en núna, nokkrum árum seinna hef ég tekið eftir að flest flóttafólk sem ég þekki hefur ekki fengið skírteini aftur. Hvað er svona erfitt við að það gefa út auðkennisskírteini fyrir fólk á flótta á Íslandi sem staðfestir hvert það er (a.m.k. segist vera)? Eða eru réttindi fólks á flótta svo ómerkileg að það megi ekki einu sinni auðkenna sig sem manneskju, sem sjálfa sig. Ég óska þess að allir umsækjendur um alþjóðlega vernd fái auðkennisskíreini fljótt og vel eins og reglugerðin kveður á um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sérhver maður sem býr á Íslandi eða dvelur hér á ákveðnu tímabili vegna vinnu sinnar eða náms hefur rétt til þess að auðkenna sig. Og raunar er það svo að um þessi réttindi er fjallað í íslenskum stjórnsýslulögum, þar sem þau eru nefnd kennitala. Ef um ferðamenn er að ræða, geta þeir vísað til vegabréfs síns eða ökuskírteinis ef þeir þurfa að auðkenna sig af einhverri ástæðu. Auðkenningin snýst um mannréttindi, er grundvallaratriði og ómissandi í athöfnum daglegs lífs.Utan kerfisins En þetta eru ekki sjálfssögð réttindi eins og fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hérlendis, eða svokallaðir „hælisleitendur“, veit svo vel. Auðvitað fær fólk á flótta kennitölu. Það er utan kerfisins á Íslandi. Þegar slík manneskja er svo heppin að öðlast dvalarleyfi hérlendis til bráðabirgða og vinnu fær hún fyrst gefna út kennitölu, sem samt er bara til bráðabirgða. Reglugerð um útlendingalög kveður á að „Umsækjandi (um hæli) skal afhenda með umsókninni vegabréf eða önnur ferðaskilríki sem hann hefur í fórum sínum“ (88 gr. 1. mgr.) en: „Umsækjandi um hæli […] skal eins fljótt og verða má eftir komu til landsins, fá í hendur skráningarskírteini hælisumsækjanda…“ (92 gr. 1. mgr.) Það er hins vegar ekki alltaf farið eftir hinu síðarnefnda. Staðreyndin er sú að fólk á flótta verður að afhenda Útlendingastofnun skjöl sem það hefur með sér, en fær ekkert skírteini um hæli. Næstum enginn sem dvelur í Fit hosteli hefur skírteini sem auðkennir hann, þó að viðkomandi hafi verið hérlendis hálft ár eða jafnvel lengur. Þetta getur skapað margvísleg vandræði, jafnt stór sem smá. Það getur verið vesen að fara inn á skemmtistað ef maður getur ekki framvísað skírteini. Einnig er mér minnisstætt þegar strákur frá Afríku lenti í bílslysi og kalla þurfti á sjúkrabíl. Þá kom í ljós að enginn gat staðfest hver hann var eða hvar hann bjó. Sem betur fer var slysið ekki alvarlegt en það gæti gerst í dag eða á morgun. Hver á að bera ábyrgð á slíku tilfelli? Auðkennisleysi fólks á flótta er ekkert nýtt mál. Við áhugafólk um flóttafólk höfum margsinnis bent Útlendingastofnun á vandamálið og krafist útbóta. Það tók ár þar til allir fengu skírteini. Við vorum ánægð í bili en núna, nokkrum árum seinna hef ég tekið eftir að flest flóttafólk sem ég þekki hefur ekki fengið skírteini aftur. Hvað er svona erfitt við að það gefa út auðkennisskírteini fyrir fólk á flótta á Íslandi sem staðfestir hvert það er (a.m.k. segist vera)? Eða eru réttindi fólks á flótta svo ómerkileg að það megi ekki einu sinni auðkenna sig sem manneskju, sem sjálfa sig. Ég óska þess að allir umsækjendur um alþjóðlega vernd fái auðkennisskíreini fljótt og vel eins og reglugerðin kveður á um.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar