Ekki ein ríkisleið að styttra námi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. ágúst 2014 07:00 Framhaldsskólar landsins búa sig með ýmsum hætti undir áform um að nám til stúdentsprófs styttist um ár, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Sumir framhaldsskólar, líklega flestir, gera ráð fyrir að stytta námið úr fjórum árum í þrjú. Það kallar á breytingu á grunnskipulagi skólanna, eins og Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Skólameistarafélagsins bendir á, og að áföngum til stúdentsprófs fækki. Elzti skólinn, Menntaskólinn í Reykjavík, ætlar hins vegar að fara aðra leið. Yngvi Pétursson, rektor MR, segir í Fréttablaðinu að nú sé unnið að nýrri fjögurra ára námskrá, þar sem stefnt sé að því að bjóða nemendum sem hafi lokið níunda bekk í grunnskóla skólavist í MR. Þetta séu nemendur sem þegar hafi lokið hluta af námi tíunda bekkjar, en síðan muni MR kenna þeim það sem á vantar, auk námsefnis framhaldsskólans. MR stóð fyrir tilraunaverkefni þar sem þessi leið var farin á árunum 2007 og 2008. Yngvi segir það hafa tekizt vel. „Þessum nemendum gekk undantekningalaust vel í skólanum og með þessa reynslu í farteskinu sjáum við ekkert því til fyrirstöðu að taka inn yngri nemendur en við gerum nú,“ segir Yngvi í blaðinu. Hann bendir á að kerfið eigi að vera opið og sveigjanlegt og ekki þurfi að steypa alla skóla í sama mót. Þetta er snjallt frumkvæði hjá MR. Enn hefur nefnilega ekki tekizt að svara með sannfærandi hætti þeim gagnrýnisröddum sem benda á að hætta sé á að stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú leiði af sér að gæði námsins skerðist. Staðreyndin er sú að tíminn er almennt og yfirleitt betur nýttur í framhaldsskólanum en í grunnskólanum. Það sést bezt á því að á undanförnum áratugum hefur grunnskólinn bæði verið lengdur um heilt ár og skólaárið lengt án þess að þess hafi orðið vart að fólk kunni meira þegar það kemur í framhaldsskóla. Foreldrar nemenda sem hefja nám í framhaldsskóla þekkja margir hversu mikil breyting verður á vinnuálagi og kröfum frá því sem var á síðustu árum grunnskólans. Það væri því að mörgu leyti miklu rökréttara að þjappa saman námsefninu og stytta grunnskólann fremur en en framhaldsskólann til að ná fram markmiðum um styttingu náms til stúdentsprófs. Leiðin sem MR hyggst fara er hins vegar vel fær og í góðu samræmi við þau markmið um sveigjanleika á mörkum skólastiga, sem menntamálaráðherrar hafa talað um undanfarin ár. Duglegir námsmenn, sem kjósa hraðferð á síðustu árum grunnskólans, geta þannig sparað sér ár á leið sinni til stúdentsprófs en engu að síður sótt sér óskertan þann vandaða undirbúning fyrir háskólanám, sem MR og sambærilegir bóknámsskólar hafa hingað til kappkostað að bjóða upp á. Fyrir þá sem stefna að því að komast inn í beztu háskólana, hér á landi eða erlendis, ætti það að vera vænlegur kostur. Yngvi Pétursson segir í Fréttablaðinu í gær að beðið sé samþykkis menntamálaráðherra við áformum MR. Það er samþykki sem á tvímælalaust að veita. Það getur ekki verið ein ríkisleið til að ná markmiðum um styttingu náms til stúdentsprófs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Sjá meira
Framhaldsskólar landsins búa sig með ýmsum hætti undir áform um að nám til stúdentsprófs styttist um ár, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Sumir framhaldsskólar, líklega flestir, gera ráð fyrir að stytta námið úr fjórum árum í þrjú. Það kallar á breytingu á grunnskipulagi skólanna, eins og Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Skólameistarafélagsins bendir á, og að áföngum til stúdentsprófs fækki. Elzti skólinn, Menntaskólinn í Reykjavík, ætlar hins vegar að fara aðra leið. Yngvi Pétursson, rektor MR, segir í Fréttablaðinu að nú sé unnið að nýrri fjögurra ára námskrá, þar sem stefnt sé að því að bjóða nemendum sem hafi lokið níunda bekk í grunnskóla skólavist í MR. Þetta séu nemendur sem þegar hafi lokið hluta af námi tíunda bekkjar, en síðan muni MR kenna þeim það sem á vantar, auk námsefnis framhaldsskólans. MR stóð fyrir tilraunaverkefni þar sem þessi leið var farin á árunum 2007 og 2008. Yngvi segir það hafa tekizt vel. „Þessum nemendum gekk undantekningalaust vel í skólanum og með þessa reynslu í farteskinu sjáum við ekkert því til fyrirstöðu að taka inn yngri nemendur en við gerum nú,“ segir Yngvi í blaðinu. Hann bendir á að kerfið eigi að vera opið og sveigjanlegt og ekki þurfi að steypa alla skóla í sama mót. Þetta er snjallt frumkvæði hjá MR. Enn hefur nefnilega ekki tekizt að svara með sannfærandi hætti þeim gagnrýnisröddum sem benda á að hætta sé á að stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú leiði af sér að gæði námsins skerðist. Staðreyndin er sú að tíminn er almennt og yfirleitt betur nýttur í framhaldsskólanum en í grunnskólanum. Það sést bezt á því að á undanförnum áratugum hefur grunnskólinn bæði verið lengdur um heilt ár og skólaárið lengt án þess að þess hafi orðið vart að fólk kunni meira þegar það kemur í framhaldsskóla. Foreldrar nemenda sem hefja nám í framhaldsskóla þekkja margir hversu mikil breyting verður á vinnuálagi og kröfum frá því sem var á síðustu árum grunnskólans. Það væri því að mörgu leyti miklu rökréttara að þjappa saman námsefninu og stytta grunnskólann fremur en en framhaldsskólann til að ná fram markmiðum um styttingu náms til stúdentsprófs. Leiðin sem MR hyggst fara er hins vegar vel fær og í góðu samræmi við þau markmið um sveigjanleika á mörkum skólastiga, sem menntamálaráðherrar hafa talað um undanfarin ár. Duglegir námsmenn, sem kjósa hraðferð á síðustu árum grunnskólans, geta þannig sparað sér ár á leið sinni til stúdentsprófs en engu að síður sótt sér óskertan þann vandaða undirbúning fyrir háskólanám, sem MR og sambærilegir bóknámsskólar hafa hingað til kappkostað að bjóða upp á. Fyrir þá sem stefna að því að komast inn í beztu háskólana, hér á landi eða erlendis, ætti það að vera vænlegur kostur. Yngvi Pétursson segir í Fréttablaðinu í gær að beðið sé samþykkis menntamálaráðherra við áformum MR. Það er samþykki sem á tvímælalaust að veita. Það getur ekki verið ein ríkisleið til að ná markmiðum um styttingu náms til stúdentsprófs.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun