Stóra ryksugubannið 16. ágúst 2014 07:00 Mörgum svelgdist eflaust á þegar þeir heyrðu um fyrirhugað bann á kraftmiklar ryksugur sem ganga á í garð um næstu mánaðamót. Íslendingar eru oft lítið hrifnir af evrópskri forræðishyggju og hafa einnig sérstaka ást á krafti, enda eru örugglega til breyttar ofurryksugur á einhverjum heimilum sem auðveldlega geta gleypt meðalgæludýr án þess að hósta. Annað eins höfum við nú gert með saklausa jeppa sem breytt hefur verið í fjallaófreskjur sem illa passa við eðlilegar innanbæjarsamgöngur. Þessar nýju evrópsku reglur eiga að tryggja neytendum betri ryksugur sem eru hljóðlátari, þéttari og orkunýtnari. Þrátt fyrir að hafa ryksugað í áratugi hef ég lítið vit á gæðum þessara heimilisvina en starfs míns vegna vil ég aðeins koma inn á orkuþáttinn.Afl og orkunotkunÞegar orkusparandi kröfur á vörur lenda á Íslandsströndum koma ævinlega upp efasemdaraddir um gagnsemi slíkrar forræðishyggju. Íslendingar búa jú við þá einstöku aðstæður að allt rafmagn framleitt hér á landi er bæði ódýrt og umhverfisvænt. Auk þess býst ég við að margir telji að orkunotkun sem brúkuð er á tæki sem nýtt er í tiltölulegan stuttan tíma í senn skipti varla sköpum. Hér skiptir orkumagnið reyndar minna máli en aflið sem markmiðið er að takmarka. Að kveikja á 2.200W ryksugu krefst nefnilega sama afls og ræsing á 200 sparperum. Við Íslendingar eigum nóg af glæsilegum virkjunum sem geta framleitt óhemju magn af rafmagni. Þessar sameiginlegu eignir okkar eru dýrar í byggingu og arður okkar af þeim byggist að verulegu leyti á því að nýtingin sé góð. Stóriðjan er í því tilfelli mjög heppilegur kaupandi þar sem hún tekur við framleiðslunni nánast 24 tíma á dag allan ársins hring. Ryksuga er hins vegar slæmur kaupandi raforku því hún heimtar mikið afl en í mjög skamman tíma.Sett í samhengi Búðarhálsvirkjun er nýjasta stórvirkjun Íslendinga en hún er með uppsett afl upp á 95 MW og framleiðslugetu upp á 585 GWst. Ef Búðarhálsvirkjun væri ótengd dreifikerfi og myndi selja beint til notenda þá væri áhugavert að bera saman tvo mögulega orkukaupendur, þ.e. álver og ryksugur. Gerum ráð fyrir hefðbundnu álveri og ryksugum, 2.200W, sem keyrðar væri einu sinni í viku, 20 mínútur í senn. Á einu ári myndi álverið kaupa og nota allar 585 gígavattstundirnar en ryksugurnar myndu aðeins kaupa 1,6 GWst. Báðir notendur þyrftu samt sem áður 95 MW virkjun. Það er því talsvert fengið með því að takmarka afl tækja svo framarlega sem ekki er gengið á gæðin. Þegar við erum sameiginlegir notendur af risaraforkukerfi eigum við oft erfitt með skilja áhrif hvers og eins á kerfið. Ef við værum hins vegar íbúar í blokkinni Sótlundur 56 sem væri ótengd raforkukerfinu og dísilrafstöð mallaði í sameigninni þá væri dæmið augljósara. Þegar Auðbjörg gamla í kjallaranum ákvað að kaupa 2.200 W ryksugu, eins allir hinir áttu í blokkinni, þá sló rafmagninu alltaf út á stórhátíðum. Hvort ætti húsfélagið að kaupa aðra dísilrafstöð til að anna nýjum afltoppi eða hreinlega gefa Auðbjörgu glæsilega 1.400W ryksugu sem virkar alveg jafnvel eða betur? Það er spurning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Mörgum svelgdist eflaust á þegar þeir heyrðu um fyrirhugað bann á kraftmiklar ryksugur sem ganga á í garð um næstu mánaðamót. Íslendingar eru oft lítið hrifnir af evrópskri forræðishyggju og hafa einnig sérstaka ást á krafti, enda eru örugglega til breyttar ofurryksugur á einhverjum heimilum sem auðveldlega geta gleypt meðalgæludýr án þess að hósta. Annað eins höfum við nú gert með saklausa jeppa sem breytt hefur verið í fjallaófreskjur sem illa passa við eðlilegar innanbæjarsamgöngur. Þessar nýju evrópsku reglur eiga að tryggja neytendum betri ryksugur sem eru hljóðlátari, þéttari og orkunýtnari. Þrátt fyrir að hafa ryksugað í áratugi hef ég lítið vit á gæðum þessara heimilisvina en starfs míns vegna vil ég aðeins koma inn á orkuþáttinn.Afl og orkunotkunÞegar orkusparandi kröfur á vörur lenda á Íslandsströndum koma ævinlega upp efasemdaraddir um gagnsemi slíkrar forræðishyggju. Íslendingar búa jú við þá einstöku aðstæður að allt rafmagn framleitt hér á landi er bæði ódýrt og umhverfisvænt. Auk þess býst ég við að margir telji að orkunotkun sem brúkuð er á tæki sem nýtt er í tiltölulegan stuttan tíma í senn skipti varla sköpum. Hér skiptir orkumagnið reyndar minna máli en aflið sem markmiðið er að takmarka. Að kveikja á 2.200W ryksugu krefst nefnilega sama afls og ræsing á 200 sparperum. Við Íslendingar eigum nóg af glæsilegum virkjunum sem geta framleitt óhemju magn af rafmagni. Þessar sameiginlegu eignir okkar eru dýrar í byggingu og arður okkar af þeim byggist að verulegu leyti á því að nýtingin sé góð. Stóriðjan er í því tilfelli mjög heppilegur kaupandi þar sem hún tekur við framleiðslunni nánast 24 tíma á dag allan ársins hring. Ryksuga er hins vegar slæmur kaupandi raforku því hún heimtar mikið afl en í mjög skamman tíma.Sett í samhengi Búðarhálsvirkjun er nýjasta stórvirkjun Íslendinga en hún er með uppsett afl upp á 95 MW og framleiðslugetu upp á 585 GWst. Ef Búðarhálsvirkjun væri ótengd dreifikerfi og myndi selja beint til notenda þá væri áhugavert að bera saman tvo mögulega orkukaupendur, þ.e. álver og ryksugur. Gerum ráð fyrir hefðbundnu álveri og ryksugum, 2.200W, sem keyrðar væri einu sinni í viku, 20 mínútur í senn. Á einu ári myndi álverið kaupa og nota allar 585 gígavattstundirnar en ryksugurnar myndu aðeins kaupa 1,6 GWst. Báðir notendur þyrftu samt sem áður 95 MW virkjun. Það er því talsvert fengið með því að takmarka afl tækja svo framarlega sem ekki er gengið á gæðin. Þegar við erum sameiginlegir notendur af risaraforkukerfi eigum við oft erfitt með skilja áhrif hvers og eins á kerfið. Ef við værum hins vegar íbúar í blokkinni Sótlundur 56 sem væri ótengd raforkukerfinu og dísilrafstöð mallaði í sameigninni þá væri dæmið augljósara. Þegar Auðbjörg gamla í kjallaranum ákvað að kaupa 2.200 W ryksugu, eins allir hinir áttu í blokkinni, þá sló rafmagninu alltaf út á stórhátíðum. Hvort ætti húsfélagið að kaupa aðra dísilrafstöð til að anna nýjum afltoppi eða hreinlega gefa Auðbjörgu glæsilega 1.400W ryksugu sem virkar alveg jafnvel eða betur? Það er spurning.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun