Frá Leifsstöð á hjóli Pawel Bartoszek skrifar 15. ágúst 2014 07:57 „Samsetning reiðhjóla er BÖNNUÐ í flugstöðinni.“ Svona skilaboð blöstu við mér, þrykkt á hurð í komusal Leifsstöðvar þaðan sem von var á mínum „sérstæða“ farangri, innpökkuðu hjóli eldri sonarins sem ég hafði keypt einhvers staðar í Evrópusambandinu. Ekki að til hafi staðið að draga fram skiptilykilinn, skrúfa framhjólið og pedalana á, rétta við stýrið og senda barnið hjólandi til höfuðborgarinnar en ég velti því samt fyrir mér hvort það væri ekki dálítið glatað að þetta færu fyrstu skilaboðin sem hjólreiðamenn fengju við komuna til landsins. Ekki bara: „Vinsamlegast ekki skrúfa hjólin saman hérna í komusalnum, hér er lítið pláss.“ Nei: „Gjörvöll millilandaflugstöðin er of lítil til að rúma þetta furðulega áhugamál ykkar. Verið úti.“Hjól manns maki Þegar inn í flugrútuna var komið var mér tilkynnt að ég ætti eftir að greiða fyrir hjólið. Að flytja hjól sem var pakkað í kassa af stærð 140 x 80 x 20 cm, og komst inn í farangurshólfið án teljandi vandræða kostaði það sama og að flytja fullorðinn farþega í sæti. Nú ætla ég ekki gráta mörgum tárum yfir þessum tvöþúsundkalli. Það er samkeppni á þessari leið og sem ábyrgur neytandi hefði maður kannski átt að ganga milli miðasölustanda og láta rútufyrirtækin bítast um að flytja hjólið manns á sem ódýrastan máta. Hitt er svo annað að heimasíða Flybus þegir þunnu hljóði yfir þessum viðbótarkostnaði og það virðist ekki vera hægt að panta flutning á hjóli á netinu. Dálítið ófagmannlegt.Alltaf rukkaðir Það er annars skondið hvað þetta handhæga farartæki sem sjálft er svo hjálplegt þegar kemur að því að flytja mann á milli staða er til trafala þegar það sjálft þarfnast flutnings. Það þarf að skrúfa það í sundur og pakka því í sérstakan kassa og jafnvel þannig kostar stundum sitt að flytja það einn fluglegg. Ég las eitt sinn blogg, raunir manns sem ferðast hafði um heiminn með ferðareiðhjólið sitt. Hann var með ráðleggingar í ellefu liðum. Fjórir af þeim ellefu liðum voru „Ekki hringja í flugfélagið!“ Ástæðan var þessi: Upplýsingarnar sem flugfélagið myndi veita myndu hvort sem er ekki standast og maður væri bara látinn borga eitthvað. Hans villta ráð var að mæta bara á staðinn og vona það besta. Annað ráðið var að flytja reiðhjólið í sem venjulegastri tösku og reyna að fela öll ummerki þess að um reiðhjól væri að ræða. Þannig var oft hægt að komast hjá því að vera rukkaður um aukagjald. Ef flugvallastarfsfólkið spurði hvað væri í töskunni var svarið: „Reiðhjólapartar.“Hraðbrautin Á Reykjanesbrautinni rakst maður reyndar á einhverja ferðamenn sem greinilega höfðu ætlað sér að hjóla til Reykjavíkur, sem var raunar ekki galin hugmynd enda var þetta um miðjan dag og veðrið ágætt. Það er draumur margra að banna mönnum að hjóla á Reykjanesbrautinni. Einhvern tímann voru meira að segja sett upp skilti sem bönnuðu hjólafólki að fara yfir mislægu gatnamótin á leiðinni, án þess þó að neitt lægi fyrir um hvaða aðra leið ætti að fara í staðinn. Ég skil þennan hraðbrautardraum svo sem ágætlega og til að gæta sanngirni þá eru hjólreiðar á hraðbrautum almennt ekki leyfðar. Vandinn er bara sá að Reykjanesbrautin er enn sem komið er ekki hraðbraut og fólk sem vill fara þessa leið á hjóli hefur engan annan valkost. Ef menn ætla sér að banna fólki að hjóla á Reykjanesbrautinni þá þarf einfaldlega að leggja stíg meðfram henni. Sá stígur gæti að hluta til legið í vegstæði gamla Keflavíkurvegarins og náð allavega að Vatnsleysustrandarveginum þaðan sem hjóla mætti til Voga og svo í gegnum Reykjanesbæ. Þetta myndi hugsanlega vera örlítið lengri leið en mun fjölskylduvænni upplifun en vegöxl Reykjanesbrautar.Ímyndum okkur Ég er ungur náttúruunnandi. Ég kem til landsins á hjóli. Labba út úr flugstöðinni. Við mér blasir skilti með merki af hjóli á bláum fleti ásamt ör og nokkrum vegalengdum: Keflavík (5 km) Vogar (16 km) Hafnarfjörður (45 km) Reykjavík (55 km) Væru þetta ekki vingjarnlegri móttökur en „Viltu gjöra svo vel að vera úti með þetta hjól þitt“? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
„Samsetning reiðhjóla er BÖNNUÐ í flugstöðinni.“ Svona skilaboð blöstu við mér, þrykkt á hurð í komusal Leifsstöðvar þaðan sem von var á mínum „sérstæða“ farangri, innpökkuðu hjóli eldri sonarins sem ég hafði keypt einhvers staðar í Evrópusambandinu. Ekki að til hafi staðið að draga fram skiptilykilinn, skrúfa framhjólið og pedalana á, rétta við stýrið og senda barnið hjólandi til höfuðborgarinnar en ég velti því samt fyrir mér hvort það væri ekki dálítið glatað að þetta færu fyrstu skilaboðin sem hjólreiðamenn fengju við komuna til landsins. Ekki bara: „Vinsamlegast ekki skrúfa hjólin saman hérna í komusalnum, hér er lítið pláss.“ Nei: „Gjörvöll millilandaflugstöðin er of lítil til að rúma þetta furðulega áhugamál ykkar. Verið úti.“Hjól manns maki Þegar inn í flugrútuna var komið var mér tilkynnt að ég ætti eftir að greiða fyrir hjólið. Að flytja hjól sem var pakkað í kassa af stærð 140 x 80 x 20 cm, og komst inn í farangurshólfið án teljandi vandræða kostaði það sama og að flytja fullorðinn farþega í sæti. Nú ætla ég ekki gráta mörgum tárum yfir þessum tvöþúsundkalli. Það er samkeppni á þessari leið og sem ábyrgur neytandi hefði maður kannski átt að ganga milli miðasölustanda og láta rútufyrirtækin bítast um að flytja hjólið manns á sem ódýrastan máta. Hitt er svo annað að heimasíða Flybus þegir þunnu hljóði yfir þessum viðbótarkostnaði og það virðist ekki vera hægt að panta flutning á hjóli á netinu. Dálítið ófagmannlegt.Alltaf rukkaðir Það er annars skondið hvað þetta handhæga farartæki sem sjálft er svo hjálplegt þegar kemur að því að flytja mann á milli staða er til trafala þegar það sjálft þarfnast flutnings. Það þarf að skrúfa það í sundur og pakka því í sérstakan kassa og jafnvel þannig kostar stundum sitt að flytja það einn fluglegg. Ég las eitt sinn blogg, raunir manns sem ferðast hafði um heiminn með ferðareiðhjólið sitt. Hann var með ráðleggingar í ellefu liðum. Fjórir af þeim ellefu liðum voru „Ekki hringja í flugfélagið!“ Ástæðan var þessi: Upplýsingarnar sem flugfélagið myndi veita myndu hvort sem er ekki standast og maður væri bara látinn borga eitthvað. Hans villta ráð var að mæta bara á staðinn og vona það besta. Annað ráðið var að flytja reiðhjólið í sem venjulegastri tösku og reyna að fela öll ummerki þess að um reiðhjól væri að ræða. Þannig var oft hægt að komast hjá því að vera rukkaður um aukagjald. Ef flugvallastarfsfólkið spurði hvað væri í töskunni var svarið: „Reiðhjólapartar.“Hraðbrautin Á Reykjanesbrautinni rakst maður reyndar á einhverja ferðamenn sem greinilega höfðu ætlað sér að hjóla til Reykjavíkur, sem var raunar ekki galin hugmynd enda var þetta um miðjan dag og veðrið ágætt. Það er draumur margra að banna mönnum að hjóla á Reykjanesbrautinni. Einhvern tímann voru meira að segja sett upp skilti sem bönnuðu hjólafólki að fara yfir mislægu gatnamótin á leiðinni, án þess þó að neitt lægi fyrir um hvaða aðra leið ætti að fara í staðinn. Ég skil þennan hraðbrautardraum svo sem ágætlega og til að gæta sanngirni þá eru hjólreiðar á hraðbrautum almennt ekki leyfðar. Vandinn er bara sá að Reykjanesbrautin er enn sem komið er ekki hraðbraut og fólk sem vill fara þessa leið á hjóli hefur engan annan valkost. Ef menn ætla sér að banna fólki að hjóla á Reykjanesbrautinni þá þarf einfaldlega að leggja stíg meðfram henni. Sá stígur gæti að hluta til legið í vegstæði gamla Keflavíkurvegarins og náð allavega að Vatnsleysustrandarveginum þaðan sem hjóla mætti til Voga og svo í gegnum Reykjanesbæ. Þetta myndi hugsanlega vera örlítið lengri leið en mun fjölskylduvænni upplifun en vegöxl Reykjanesbrautar.Ímyndum okkur Ég er ungur náttúruunnandi. Ég kem til landsins á hjóli. Labba út úr flugstöðinni. Við mér blasir skilti með merki af hjóli á bláum fleti ásamt ör og nokkrum vegalengdum: Keflavík (5 km) Vogar (16 km) Hafnarfjörður (45 km) Reykjavík (55 km) Væru þetta ekki vingjarnlegri móttökur en „Viltu gjöra svo vel að vera úti með þetta hjól þitt“?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun