Þversagnakennd Evrópustefna Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. ágúst 2014 08:00 Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur hefur undanfarið skrifað áhugaverðar greinar um Evrópumál í Fréttablaðið. Í einni slíkri sem birtist í gær bendir hún á þversögnina sem felst í því að í svokallaðri Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stóreflda hagsmunagæzlu Íslands á vettvangi EES-samningsins, en um leið leggur stjórnarliðið ofuráherzlu á niðurskurð í utanríkisþjónustunni. (Nema þegar kemur að skipan stjórnmálamanna í sendiherrastöður, mætti bæta við.) „Þversögnin verður þeim mun vandræðalegri þegar horft er til þess hversu illa Íslandi gengur að innleiða EES-löggjöf,“ skrifar Jóna. Hún rifjar upp að Ísland stendur sig verst allra EES-ríkjanna í innleiðingu Evrópulöggjafarinnar. Í byrjun marz var sagt frá því að í lok síðasta árs hefði Ísland enn ekki innleitt 3,2 prósent EES-reglna, samkvæmt yfirliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Eins og Jóna bendir á þýðir þetta að íslenzkir borgarar og fyrirtæki búa ekki við sama regluverk og gildir í öðrum ríkjum EES. Dráttur á innleiðingu löggjafar leiðir líka til tímafrekra og kostnaðarsamra málaferla fyrir EFTA-dómstólnum. Stuttu eftir að þessar vondu tölur voru birtar í marz birti ríkisstjórnin „Evrópustefnu“ sína, þar sem sett er fram áætlun um að vinna á innleiðingarhallanum, meðal annars til þess að mannskapur stjórnsýslunnar, sem ætti að vera að gæta að hagsmunum Íslands á upphafsstigum löggjafarferlis Evrópusambandsins, losni úr verkefnum vegna tafa á innleiðingu. Í áætluninni er kveðið á um að á fyrri hluta næsta árs verði „innleiðingarhallinn“ kominn undir eitt prósent. Samkvæmt nýjustu tölum, sem birtust í síðasta mánuði, hefur staðan hins vegar ekki skánað mikið; talan lækkar um 0,1 prósentustig. Í „Evrópustefnunni“ eru fleiri metnaðarfull markmið um að gæta hagsmuna Íslands á fyrri stigum löggjafarferlisins, stórfjölga fundum sem ráðherrar og embættismenn sæki í þágu slíkrar hagsmunagæzlu og efla samráðið við hin EFTA-ríkin. Og þar er líka setning um að utanríkisráðherra muni gera tillögur um hvernig megi „styrkja starf einstakra fagráðuneyta og við sendiráð Íslands í Brussel“. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni. Undanfarin ár hefur sendiráðið í Brussel verið veikt verulega. Jóna Sólveig bendir á að þar starfi nú aðeins þrír fulltrúar fagráðuneyta. Þeir voru einu sinni sjö til átta. Jóna ber þetta saman við sendiráð Noregs í Brussel, þar sem 30 af 50 starfsmönnum vinna í EES-tengdum málum. Samt er það svo að norsk stjórnvöld telja sig í raun hafa fremur takmörkuð áhrif á löggjöf ESB. Markmið „Evrópustefnu“ ríkisstjórnarinnar hvað EES-samninginn varðar nást ekki nema talsverð vinna, mannskapur og peningar verði sett í málið. Fyrsta verkefnið er að tryggja að Ísland standi sig sem hluti af einsleitu efnahagssvæði þar sem sömu reglur gilda. Í „Evrópustefnunni“ er það réttilega sagt varða „ítrustu hagsmuni“ íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja. Önnur þversögn í málinu er þó sú að slíka einsleitni myndu ýmsir stjórnarliðar kalla „aðlögun“ að Evrópusambandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur hefur undanfarið skrifað áhugaverðar greinar um Evrópumál í Fréttablaðið. Í einni slíkri sem birtist í gær bendir hún á þversögnina sem felst í því að í svokallaðri Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stóreflda hagsmunagæzlu Íslands á vettvangi EES-samningsins, en um leið leggur stjórnarliðið ofuráherzlu á niðurskurð í utanríkisþjónustunni. (Nema þegar kemur að skipan stjórnmálamanna í sendiherrastöður, mætti bæta við.) „Þversögnin verður þeim mun vandræðalegri þegar horft er til þess hversu illa Íslandi gengur að innleiða EES-löggjöf,“ skrifar Jóna. Hún rifjar upp að Ísland stendur sig verst allra EES-ríkjanna í innleiðingu Evrópulöggjafarinnar. Í byrjun marz var sagt frá því að í lok síðasta árs hefði Ísland enn ekki innleitt 3,2 prósent EES-reglna, samkvæmt yfirliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Eins og Jóna bendir á þýðir þetta að íslenzkir borgarar og fyrirtæki búa ekki við sama regluverk og gildir í öðrum ríkjum EES. Dráttur á innleiðingu löggjafar leiðir líka til tímafrekra og kostnaðarsamra málaferla fyrir EFTA-dómstólnum. Stuttu eftir að þessar vondu tölur voru birtar í marz birti ríkisstjórnin „Evrópustefnu“ sína, þar sem sett er fram áætlun um að vinna á innleiðingarhallanum, meðal annars til þess að mannskapur stjórnsýslunnar, sem ætti að vera að gæta að hagsmunum Íslands á upphafsstigum löggjafarferlis Evrópusambandsins, losni úr verkefnum vegna tafa á innleiðingu. Í áætluninni er kveðið á um að á fyrri hluta næsta árs verði „innleiðingarhallinn“ kominn undir eitt prósent. Samkvæmt nýjustu tölum, sem birtust í síðasta mánuði, hefur staðan hins vegar ekki skánað mikið; talan lækkar um 0,1 prósentustig. Í „Evrópustefnunni“ eru fleiri metnaðarfull markmið um að gæta hagsmuna Íslands á fyrri stigum löggjafarferlisins, stórfjölga fundum sem ráðherrar og embættismenn sæki í þágu slíkrar hagsmunagæzlu og efla samráðið við hin EFTA-ríkin. Og þar er líka setning um að utanríkisráðherra muni gera tillögur um hvernig megi „styrkja starf einstakra fagráðuneyta og við sendiráð Íslands í Brussel“. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni. Undanfarin ár hefur sendiráðið í Brussel verið veikt verulega. Jóna Sólveig bendir á að þar starfi nú aðeins þrír fulltrúar fagráðuneyta. Þeir voru einu sinni sjö til átta. Jóna ber þetta saman við sendiráð Noregs í Brussel, þar sem 30 af 50 starfsmönnum vinna í EES-tengdum málum. Samt er það svo að norsk stjórnvöld telja sig í raun hafa fremur takmörkuð áhrif á löggjöf ESB. Markmið „Evrópustefnu“ ríkisstjórnarinnar hvað EES-samninginn varðar nást ekki nema talsverð vinna, mannskapur og peningar verði sett í málið. Fyrsta verkefnið er að tryggja að Ísland standi sig sem hluti af einsleitu efnahagssvæði þar sem sömu reglur gilda. Í „Evrópustefnunni“ er það réttilega sagt varða „ítrustu hagsmuni“ íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja. Önnur þversögn í málinu er þó sú að slíka einsleitni myndu ýmsir stjórnarliðar kalla „aðlögun“ að Evrópusambandinu.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun