Ríkið í skuld við launafólk Drífa Snædal skrifar 25. júlí 2014 07:00 Í tengslum við kjarasamningana síðustu lofaði ríkisstjórnin að leggja sitt af mörkum með endurskoðun á gjöldum og að gjaldskrárhækkanir yrðu innan við 2,5 prósent. Þetta loforð skipti máli við frágang kjarasamninganna, sem voru umdeildir svo ekki sé meira sagt. Það liðu tíu dagar frá því að kjarasamningarnir voru undirritaðir þangað til komugjöld heilsugæslustöðva hækkuðu um allt að 15-20 prósent. Nú berast fréttir af því að komugjöld og rannsóknargjöld í heilbrigðisþjónustunni hafi enn hækkað um 5 prósent í júlí. Það sem ríkið hefur hins vegar hreykt sér af eru gjaldskrárlækkanir á eldsneyti, tóbak og áfengi en þegar ríkisstjórnin lagði til breytingar í þá átt var það sett í skýrt samhengi við kjarasamningana. Þetta framlag ríkisins ber að skoða nánar: Í fyrsta lagi þá kemur frumvarpið ekki fram fyrr en tæpum tveimur mánuðum eftir undirritun kjarasamninga og lækkanirnar taka ekki gildi fyrr en nær hálfu ári eftir undirritun. Í öðru lagi þá benti Starfsgreinasambandið (og fleiri) á það að nær væri að lækka gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu en að lækka gjöld á áfengi, tóbak og eldsneyti. Óvíst er hvernig lækkanir á einstakar vörur skilar sér en lægri gjaldskrár skila sér beint í vasa þeirra sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu. Í þriðja lagi er komið í ljós að þær lækkanir á opinber gjöld af eldsneyti, tóbaki og áfengi sem komu eftir dúk og disk frá ríkinu hafa ekki skilað sér í vasa launafólks eins og Neytendasamtökin hafa sýnt fram á. Samandregið má því segja að framlag ríkisins til kjarasamninganna hafi verið að hækka gjaldskrár í heilbrigðiskerfinu, fyrst í kjölfar samninganna og svo aftur í sumar. Sú lækkun sem kom seint og um síðir á opinber gjöld á áfengi, tóbak og eldsneyti skilaði sér illa til launafólks og virðist að hluta til hafa lent í vasa smásala. Ríkið stóð ekki við sitt og tilefni er til að spyrja: Hvað skuldar ríkið launafólki mikið vegna þeirra loforða sem gefin voru við gerð síðustu kjarasamninga? Þessi spurning og fleiri verða til umræðu í aðdraganda næstu kjarasamninga en viðræður vegna þeirra hefjast strax í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í tengslum við kjarasamningana síðustu lofaði ríkisstjórnin að leggja sitt af mörkum með endurskoðun á gjöldum og að gjaldskrárhækkanir yrðu innan við 2,5 prósent. Þetta loforð skipti máli við frágang kjarasamninganna, sem voru umdeildir svo ekki sé meira sagt. Það liðu tíu dagar frá því að kjarasamningarnir voru undirritaðir þangað til komugjöld heilsugæslustöðva hækkuðu um allt að 15-20 prósent. Nú berast fréttir af því að komugjöld og rannsóknargjöld í heilbrigðisþjónustunni hafi enn hækkað um 5 prósent í júlí. Það sem ríkið hefur hins vegar hreykt sér af eru gjaldskrárlækkanir á eldsneyti, tóbak og áfengi en þegar ríkisstjórnin lagði til breytingar í þá átt var það sett í skýrt samhengi við kjarasamningana. Þetta framlag ríkisins ber að skoða nánar: Í fyrsta lagi þá kemur frumvarpið ekki fram fyrr en tæpum tveimur mánuðum eftir undirritun kjarasamninga og lækkanirnar taka ekki gildi fyrr en nær hálfu ári eftir undirritun. Í öðru lagi þá benti Starfsgreinasambandið (og fleiri) á það að nær væri að lækka gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu en að lækka gjöld á áfengi, tóbak og eldsneyti. Óvíst er hvernig lækkanir á einstakar vörur skilar sér en lægri gjaldskrár skila sér beint í vasa þeirra sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu. Í þriðja lagi er komið í ljós að þær lækkanir á opinber gjöld af eldsneyti, tóbaki og áfengi sem komu eftir dúk og disk frá ríkinu hafa ekki skilað sér í vasa launafólks eins og Neytendasamtökin hafa sýnt fram á. Samandregið má því segja að framlag ríkisins til kjarasamninganna hafi verið að hækka gjaldskrár í heilbrigðiskerfinu, fyrst í kjölfar samninganna og svo aftur í sumar. Sú lækkun sem kom seint og um síðir á opinber gjöld á áfengi, tóbak og eldsneyti skilaði sér illa til launafólks og virðist að hluta til hafa lent í vasa smásala. Ríkið stóð ekki við sitt og tilefni er til að spyrja: Hvað skuldar ríkið launafólki mikið vegna þeirra loforða sem gefin voru við gerð síðustu kjarasamninga? Þessi spurning og fleiri verða til umræðu í aðdraganda næstu kjarasamninga en viðræður vegna þeirra hefjast strax í haust.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun