Tilboð um heilbrigða samkeppni Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. júlí 2014 06:00 Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga á að opna verzlun hér á landi, eins og fjölmiðlar hafa sagt frá undanfarna daga. Sögunni fylgir að Costco vilji líka fá að byggja fjölorkustöð og biðji um undanþágur frá ýmsum íslenzkum lögum og reglum. Þannig vill fyrirtækið fá að flytja inn ferskt kjöt og selja bæði lyf og áfengi í verzlunum sínum – eins og það gerir annars staðar þar sem það starfar. Fyrstu viðbrögð margra við fréttum af þessum óskum Costco eru að hrista hausinn og segja að þetta verði auðvitað aldrei samþykkt. Þessir útlendingar séu galnir að halda að reglunum verði breytt fyrir þá, fyrst þeim hefur ekki verið breytt fyrir íslenzk smásölufyrirtæki. Og er ekki komið nóg af þessum benzínstöðvum? En við getum líka spurt: Af hverju nálgast Costco málið með þessum hætti? Getur það verið að það sé vegna þess að á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar á sé meginreglan sú að það sé hægt að flytja ferska búvöru á milli landa, selja áfengi í matvörubúðum og lausasölulyf sömuleiðis? Og að það sé bara partur af heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum? Segir þetta okkur kannski eitthvað um að það séu samkeppnisaðstæður á íslenzka markaðnum sem eru brenglaðar, fremur en hugmyndir útlendu fjárfestanna? Hvað myndi gerast ef áfengi yrði selt í matvöruverzlunum? Er eitthvert ófremdarástand þar sem það er gert, til dæmis í Bandaríkjunum, Danmörku eða Þýzkalandi? Það er ekki víst að verðið myndi lækka mikið, til þess eru opinberar álögur á áfengi of brjálæðislega háar. Það væri neytendum hins vegar til þægindaauka að geta keypt vínflöskuna í sömu búð og steikina og hugsanlega fengjum við öðruvísi vöruúrval. Hefðu lyfsalar ekki líka bara virkilega gott af samkeppni í sölu lausasölulyfja? Eða er eitthvað við fyrirkomulagið í til dæmis Bandaríkjunum, Bretlandi eða Danmörku sem myndi setja lýðheilsu á Íslandi á hliðina? Og svo er það þetta með benzínstöðina – reynslan af innkomu Atlantsolíu á markaðinn sýnir að skipulagsyfirvöld eru sein til að finna lóðir fyrir nýja keppinauta, en að það er engu að síður vel hægt. Og sama reynsla sýnir að benzínstöð getur verið lítil og pen - henni þarf ekki endilega að fylgja glerhöll til að selja pulsur. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur tekið vel í beiðni Costco og sagði í samtali við RÚV að íslenzk stjórnvöld væru reiðubúin að gera það sem í þeirra valdi stæði til að „greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru.“ Rök ráðherrans eru að tilkoma Costco á markaði myndi efla samkeppnina, væntanlega lækka vöruverð og auka fjölbreytni í vöruúrvali. Ragnheiður Elín ætti að beita sér fyrir því að Costco þurfi engar undanþágur – enda væri það aldrei verjandi gagnvart innlendum smásölufyrirtækjum – heldur verði reglunum á íslenzkum smásölumarkaði einfaldlega breytt til að auka frjálsræði og heilbrigða samkeppni og afnema séríslenzk boð og bönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga á að opna verzlun hér á landi, eins og fjölmiðlar hafa sagt frá undanfarna daga. Sögunni fylgir að Costco vilji líka fá að byggja fjölorkustöð og biðji um undanþágur frá ýmsum íslenzkum lögum og reglum. Þannig vill fyrirtækið fá að flytja inn ferskt kjöt og selja bæði lyf og áfengi í verzlunum sínum – eins og það gerir annars staðar þar sem það starfar. Fyrstu viðbrögð margra við fréttum af þessum óskum Costco eru að hrista hausinn og segja að þetta verði auðvitað aldrei samþykkt. Þessir útlendingar séu galnir að halda að reglunum verði breytt fyrir þá, fyrst þeim hefur ekki verið breytt fyrir íslenzk smásölufyrirtæki. Og er ekki komið nóg af þessum benzínstöðvum? En við getum líka spurt: Af hverju nálgast Costco málið með þessum hætti? Getur það verið að það sé vegna þess að á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar á sé meginreglan sú að það sé hægt að flytja ferska búvöru á milli landa, selja áfengi í matvörubúðum og lausasölulyf sömuleiðis? Og að það sé bara partur af heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum? Segir þetta okkur kannski eitthvað um að það séu samkeppnisaðstæður á íslenzka markaðnum sem eru brenglaðar, fremur en hugmyndir útlendu fjárfestanna? Hvað myndi gerast ef áfengi yrði selt í matvöruverzlunum? Er eitthvert ófremdarástand þar sem það er gert, til dæmis í Bandaríkjunum, Danmörku eða Þýzkalandi? Það er ekki víst að verðið myndi lækka mikið, til þess eru opinberar álögur á áfengi of brjálæðislega háar. Það væri neytendum hins vegar til þægindaauka að geta keypt vínflöskuna í sömu búð og steikina og hugsanlega fengjum við öðruvísi vöruúrval. Hefðu lyfsalar ekki líka bara virkilega gott af samkeppni í sölu lausasölulyfja? Eða er eitthvað við fyrirkomulagið í til dæmis Bandaríkjunum, Bretlandi eða Danmörku sem myndi setja lýðheilsu á Íslandi á hliðina? Og svo er það þetta með benzínstöðina – reynslan af innkomu Atlantsolíu á markaðinn sýnir að skipulagsyfirvöld eru sein til að finna lóðir fyrir nýja keppinauta, en að það er engu að síður vel hægt. Og sama reynsla sýnir að benzínstöð getur verið lítil og pen - henni þarf ekki endilega að fylgja glerhöll til að selja pulsur. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur tekið vel í beiðni Costco og sagði í samtali við RÚV að íslenzk stjórnvöld væru reiðubúin að gera það sem í þeirra valdi stæði til að „greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru.“ Rök ráðherrans eru að tilkoma Costco á markaði myndi efla samkeppnina, væntanlega lækka vöruverð og auka fjölbreytni í vöruúrvali. Ragnheiður Elín ætti að beita sér fyrir því að Costco þurfi engar undanþágur – enda væri það aldrei verjandi gagnvart innlendum smásölufyrirtækjum – heldur verði reglunum á íslenzkum smásölumarkaði einfaldlega breytt til að auka frjálsræði og heilbrigða samkeppni og afnema séríslenzk boð og bönn.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun