Græjustríð nútímaforeldris Álfrún Pálsdóttir skrifar 1. júlí 2014 13:00 Ídag er leikskólagöngu frumburðarins lokið. Ofangreind tímamót fóru verr í undirritaða en sex ára stúlkuna sem yppti bara öxlum þegar móðirin fór með dramatíska ræðu í upphafi síðasta dagsins. „Þú ferð sko aldrei aftur í leikskóla. Bara aldrei aftur. Þetta er mjög merkilegur dagur,“ tíundaði ég með hnút í maganum við stóru stelpuna sem hlakkaði bara til að fara í frí enda fullviss um að þá mætti blessuð sólin á svæðið. Það þarf eitthvað að bregðast við þeim vonbrigðum, en það er önnur saga. Hnúturinn í maganum á móðurinni er ekki síst vegna þess að nú tekur við nýr kafli hjá okkur foreldrunum. Nýr kafli í uppeldinu. Nú taka við útivistarleyfi, skipulagðar íþróttaæfingar með tilheyrandi skutli, tónlistarnám, lyklar um hálsinn og vinaheimsóknir eftir skóla. Skóladagheimili og heimalærdómur. Skólaferðalög, stílabækur og pennaveski. Allt í einu virðist líka svo stutt í diskótekin (sem eru pottþétt kölluð eitthvað annað í dag) og ferminguna. Unglingsaldurinn þar sem ekkert er heilagt og foreldrarnir verða allt í einu síðasta sort. Já, það er fróðlegur tími fram undan og eins og gott að halda vel á spöðunum. Eins og það sé nú ekki nógur hausverkur hef ég fengið veður af því að nútímauppeldi snúist einna helst um stríð við græjur. Stríð við síma, iPoda og iPada. Stríð við öpp, samfélagsmiðla og sjálfsmyndir. Vinafólk mitt var að setja barnið sitt í símabann, ástæðan var appið AskFm. Appið snýst um að skrá sig til leiks og spyrja ókunnuga spurninga og fá svör. Það er víst aðalmálið þessa dagana hjá unglingum sem auðvitað sjá ekki hversu brenglað þetta hljómar. Þau voru í bullandi vandræðum og langaði helst að dusta rykið af gamla Nokia 5110. Farsíminn sem á að vera öryggistæki fyrir börnin hefur snúist upp í andhverfu sína. Blessaða snjallsímavæðingin. Sem betur fer eru nokkur ár í þetta allt saman hjá mér og verð ég bara að krossa fingur í þeirri von að þá verði gamli góði Nokia-síminn orðinn retró, það verður meira töff að vera ekki á samfélagsmiðlum, Snapchat og Facebook verða farin á hausinn og „selfie“-æðið dautt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Skoðun Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Ídag er leikskólagöngu frumburðarins lokið. Ofangreind tímamót fóru verr í undirritaða en sex ára stúlkuna sem yppti bara öxlum þegar móðirin fór með dramatíska ræðu í upphafi síðasta dagsins. „Þú ferð sko aldrei aftur í leikskóla. Bara aldrei aftur. Þetta er mjög merkilegur dagur,“ tíundaði ég með hnút í maganum við stóru stelpuna sem hlakkaði bara til að fara í frí enda fullviss um að þá mætti blessuð sólin á svæðið. Það þarf eitthvað að bregðast við þeim vonbrigðum, en það er önnur saga. Hnúturinn í maganum á móðurinni er ekki síst vegna þess að nú tekur við nýr kafli hjá okkur foreldrunum. Nýr kafli í uppeldinu. Nú taka við útivistarleyfi, skipulagðar íþróttaæfingar með tilheyrandi skutli, tónlistarnám, lyklar um hálsinn og vinaheimsóknir eftir skóla. Skóladagheimili og heimalærdómur. Skólaferðalög, stílabækur og pennaveski. Allt í einu virðist líka svo stutt í diskótekin (sem eru pottþétt kölluð eitthvað annað í dag) og ferminguna. Unglingsaldurinn þar sem ekkert er heilagt og foreldrarnir verða allt í einu síðasta sort. Já, það er fróðlegur tími fram undan og eins og gott að halda vel á spöðunum. Eins og það sé nú ekki nógur hausverkur hef ég fengið veður af því að nútímauppeldi snúist einna helst um stríð við græjur. Stríð við síma, iPoda og iPada. Stríð við öpp, samfélagsmiðla og sjálfsmyndir. Vinafólk mitt var að setja barnið sitt í símabann, ástæðan var appið AskFm. Appið snýst um að skrá sig til leiks og spyrja ókunnuga spurninga og fá svör. Það er víst aðalmálið þessa dagana hjá unglingum sem auðvitað sjá ekki hversu brenglað þetta hljómar. Þau voru í bullandi vandræðum og langaði helst að dusta rykið af gamla Nokia 5110. Farsíminn sem á að vera öryggistæki fyrir börnin hefur snúist upp í andhverfu sína. Blessaða snjallsímavæðingin. Sem betur fer eru nokkur ár í þetta allt saman hjá mér og verð ég bara að krossa fingur í þeirri von að þá verði gamli góði Nokia-síminn orðinn retró, það verður meira töff að vera ekki á samfélagsmiðlum, Snapchat og Facebook verða farin á hausinn og „selfie“-æðið dautt.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun