Hvers vegna er RIFF mikilvæg fyrir fjölmenningarsamfélagið? Ottó Tynes skrifar 16. júní 2014 07:00 Það er hægt að deila um hvort alheimsvæðing sé jákvæð framför eða ekki en engu að síður er hún augljós staðreynd. Helsta afleiðing alheimsvæðingarinnar á samfélög er óhjákvæmileg blöndun kynþátta, trúarbragða og ólíkra menningarheima. Þetta er það sem almennt er kallað fjölmenning. Sumir eiga bágt með að samþykkja slíka blöndun og einblína á neikvæðar hliðar hennar. Þeir álíta sig ekki endilega fordómafulla; hafa ekkert á móti „þessu fólki“ eða ólíkum viðhorfum og siðum – en eru oftar en ekki þeirrar skoðunar að það sem er öðruvísi eða ólíkt því sem þeir eiga að venjast eigi betur heima annarstaðar. Oft eru þessi viðhorf skilgreind sem fordómar. Ég leyfi mér að fullyrða að það er sjaldnast hrein illska sem liggur að baki slíkum fordómum. Ástæðan er miklu frekar skortur á skilningi, umburðarlyndi og þekkingu á því sem telst vera öðruvísi. Þar að auki er margt sem hefur áhrif á þessar skoðanir fólks og nægir þar að nefna einhæfar staðalmyndir ólíkra menningar- og trúarhópa sem birtast okkur í fjölmiðlum og vestrænni dægurmenningu – þ.á.m. í kvikmyndum. Enginn efast um áhrifamátt kvikmyndanna. Hér á landi getum við nálgast afþreyingu í hæsta gæðaflokki en vert er að benda á að íslensk afþreying er í aðra röndina hálfgerð framlenging á vestrænni dægurmenningu. Það mætti hæglega færa fyrir því rök að heimssýnin sem birtist í þessu afþreyingarefni sé einhliða og endurspegli ekki þann menningarlega fjölbreytileika sem þrífst hérlendis (eða bara hvar sem er).Upplýsandi reynsla Við sem störfum hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) erum sannfærð um að upplifunin við að horfa á þær kvikmyndir sem sýndar eru á hátíðinni séu oftar en ekki upplýsandi og áhrifamikil reynsla sem áhorfendur taki með sér út í lífið. Kvikmyndahátíðin RIFF hefur þá sérstöðu að sameina ólíka menningarheima og býður gestum sínum inn í alþjóðlega veröld sem endurspeglar áhugaverðar sögur frá fjölbreytilegum og ólíkum samfélögum. Þannig viljum við meina að hátíðin stuðli á ákveðinn hátt að víðsýni og dragi jafnvel úr fordómum fyrir því sem kann að þykja öðruvísi. Í fjölmenningarsamfélagi eins og því sem er á Íslandi er nauðsynlegt að rækta umburðarlyndi og skilning gagnvart samborgurum sínum. Það er ekki bara skynsamlegt og réttlátt heldur snýr einnig að grundvallarmannréttindum. Við hjá RIFF kvikmyndahátíð erum stolt af því að geta miðlað ólíkum menningarheimum, viðhorfum og sögum til Íslendinga á alþjóðlegum vettvangi. Við vonumst því til að sjá sem flesta á RIFF-hátíðinni í september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein RIFF Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er hægt að deila um hvort alheimsvæðing sé jákvæð framför eða ekki en engu að síður er hún augljós staðreynd. Helsta afleiðing alheimsvæðingarinnar á samfélög er óhjákvæmileg blöndun kynþátta, trúarbragða og ólíkra menningarheima. Þetta er það sem almennt er kallað fjölmenning. Sumir eiga bágt með að samþykkja slíka blöndun og einblína á neikvæðar hliðar hennar. Þeir álíta sig ekki endilega fordómafulla; hafa ekkert á móti „þessu fólki“ eða ólíkum viðhorfum og siðum – en eru oftar en ekki þeirrar skoðunar að það sem er öðruvísi eða ólíkt því sem þeir eiga að venjast eigi betur heima annarstaðar. Oft eru þessi viðhorf skilgreind sem fordómar. Ég leyfi mér að fullyrða að það er sjaldnast hrein illska sem liggur að baki slíkum fordómum. Ástæðan er miklu frekar skortur á skilningi, umburðarlyndi og þekkingu á því sem telst vera öðruvísi. Þar að auki er margt sem hefur áhrif á þessar skoðanir fólks og nægir þar að nefna einhæfar staðalmyndir ólíkra menningar- og trúarhópa sem birtast okkur í fjölmiðlum og vestrænni dægurmenningu – þ.á.m. í kvikmyndum. Enginn efast um áhrifamátt kvikmyndanna. Hér á landi getum við nálgast afþreyingu í hæsta gæðaflokki en vert er að benda á að íslensk afþreying er í aðra röndina hálfgerð framlenging á vestrænni dægurmenningu. Það mætti hæglega færa fyrir því rök að heimssýnin sem birtist í þessu afþreyingarefni sé einhliða og endurspegli ekki þann menningarlega fjölbreytileika sem þrífst hérlendis (eða bara hvar sem er).Upplýsandi reynsla Við sem störfum hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) erum sannfærð um að upplifunin við að horfa á þær kvikmyndir sem sýndar eru á hátíðinni séu oftar en ekki upplýsandi og áhrifamikil reynsla sem áhorfendur taki með sér út í lífið. Kvikmyndahátíðin RIFF hefur þá sérstöðu að sameina ólíka menningarheima og býður gestum sínum inn í alþjóðlega veröld sem endurspeglar áhugaverðar sögur frá fjölbreytilegum og ólíkum samfélögum. Þannig viljum við meina að hátíðin stuðli á ákveðinn hátt að víðsýni og dragi jafnvel úr fordómum fyrir því sem kann að þykja öðruvísi. Í fjölmenningarsamfélagi eins og því sem er á Íslandi er nauðsynlegt að rækta umburðarlyndi og skilning gagnvart samborgurum sínum. Það er ekki bara skynsamlegt og réttlátt heldur snýr einnig að grundvallarmannréttindum. Við hjá RIFF kvikmyndahátíð erum stolt af því að geta miðlað ólíkum menningarheimum, viðhorfum og sögum til Íslendinga á alþjóðlegum vettvangi. Við vonumst því til að sjá sem flesta á RIFF-hátíðinni í september.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar