Hvað gerir hreyfing fyrir þig? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 4. júní 2014 07:00 Við eigum flest sameiginlegt að hugsa mikið um mat og eiga nóg til af honum. Annað sem við eigum sameiginlegt er að sofa. Að nærast og sofa eru frumþarfir okkar. Án þeirra værum við ekki hér. En hvað með hreyfingu? Hreyfing er klárlega vanmetin. Einungis um 30 prósent fólks hreyfa sig nægilega mikið dag hvern, miðað við opinberar ráðleggingar. Við þurfum að hreyfa okkur til að viðhalda eðlilegum efnaskiptum. Þyngd okkar stjórnast af efnaskiptum líkamans og fæðunni sem við innbyrðum. Ef efnaskiptin eru meiri en hitaeiningarnar sem við fáum úr matnum þá grennumst við. Ef hitaeiningarnar eru fleiri en efnaskiptin geta unnið úr þá fitnum við. Efnaskipti líkamans eru tvenns konar: Grunnefnaskipti, sem ráðast af fjölda hitaeininga sem líkaminn nýtir í hvíld, og umframefnaskipti, sem ráðast af því hversu mikið við virkjum vöðva okkar til að nýta súrefni og næringarefni í að búa til orku og hita. Það sem er áhugavert í þessu samhengi er að ef við hreyfum okkur reglulega þá eykst grunnefnaskiptahraði okkar í allt að tvo sólahringa eftir eina æfingu. Það þýðir að við getum innbyrt fleiri hitaeiningar án þess að fitna. Auk þess að geta unnið betur úr fæðunni ef við hreyfum okkur þá líður okkur vel eftir hreyfingu. Líkaminn losar vellíðunar- og verkjastillandi endorfín þegar við hreyfum okkur. Rannsóknir hafa sýnt að endorfín styrkir ónæmiskerfið og þar á meðal drápsfrumur sem eyða veirum og krabbameinsfrumum.Lengra og betra líf Þeir sem hreyfa sig reglulega geta átt von á því að lifa lengra og betra lífi. Hreyfing gerir líkamann okkar betur í stakk búinn til að takast á við veikindi. Þeir sem hreyfa sig reglulega fá síður lífsstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma og lungnasjúkdóma: Blóðþrýstingur og kólesteról lækkar, hjartað styrkist, lungun þenjast betur út og eiga auðveldara með að metta blóðið af súrefni. Ákveðnar tegundir krabbameina eru einnig fátíðari á meðal þeirra sem hreyfa sig reglulega. Hér er átt við algengustu krabbamein eins og í brjóstum, blöðruhálskirtli, lungum og ristli. Við vitum þó ekki enn hvort hreyfing hafi áhrif á önnur krabbamein því það hefur verið minna rannsakað. Þeir sem hafa greinst með krabbamein og hreyfa sig reglulega fá einnig síður krabbamein að nýju og auka lífslíkur sínar. Krabbamein er ekki lengur dauðadómur eins og það var fyrir nokkrum áratugum. Meirihluti þeirra sem greinist nú með krabbamein læknast eða lifir með sjúkdómnum. Þeir sjúkdómar sem flestir kljást við eru lífsstílssjúkdómar. Nú getum við bólusett gegn skæðustu smitsóttum eða gefið sýklalyf gegn sýklum sem áður felldu heilu fjölskyldurnar. Við getum haft mikil áhrif á okkar eigin lífslíkur og lífsgæði með því að sinna vel frumþörfunum: Fá góðan nætursvefn, borða næringarríkan mat og hreyfa okkur að minnsta kosti þrisvar til fimm sinnum í viku. Nú verður Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins haldið í 23. skipti fimmtudaginn 5. júní (sjá nánar á www.krabb.is). Með þessu hlaupi erum við að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar. Nú er tækifæri til að fjárfesta í eigin heilsu. Hreyfing á að vera jafnmikilvægur hluti af lífi okkar og svefn og næring. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við eigum flest sameiginlegt að hugsa mikið um mat og eiga nóg til af honum. Annað sem við eigum sameiginlegt er að sofa. Að nærast og sofa eru frumþarfir okkar. Án þeirra værum við ekki hér. En hvað með hreyfingu? Hreyfing er klárlega vanmetin. Einungis um 30 prósent fólks hreyfa sig nægilega mikið dag hvern, miðað við opinberar ráðleggingar. Við þurfum að hreyfa okkur til að viðhalda eðlilegum efnaskiptum. Þyngd okkar stjórnast af efnaskiptum líkamans og fæðunni sem við innbyrðum. Ef efnaskiptin eru meiri en hitaeiningarnar sem við fáum úr matnum þá grennumst við. Ef hitaeiningarnar eru fleiri en efnaskiptin geta unnið úr þá fitnum við. Efnaskipti líkamans eru tvenns konar: Grunnefnaskipti, sem ráðast af fjölda hitaeininga sem líkaminn nýtir í hvíld, og umframefnaskipti, sem ráðast af því hversu mikið við virkjum vöðva okkar til að nýta súrefni og næringarefni í að búa til orku og hita. Það sem er áhugavert í þessu samhengi er að ef við hreyfum okkur reglulega þá eykst grunnefnaskiptahraði okkar í allt að tvo sólahringa eftir eina æfingu. Það þýðir að við getum innbyrt fleiri hitaeiningar án þess að fitna. Auk þess að geta unnið betur úr fæðunni ef við hreyfum okkur þá líður okkur vel eftir hreyfingu. Líkaminn losar vellíðunar- og verkjastillandi endorfín þegar við hreyfum okkur. Rannsóknir hafa sýnt að endorfín styrkir ónæmiskerfið og þar á meðal drápsfrumur sem eyða veirum og krabbameinsfrumum.Lengra og betra líf Þeir sem hreyfa sig reglulega geta átt von á því að lifa lengra og betra lífi. Hreyfing gerir líkamann okkar betur í stakk búinn til að takast á við veikindi. Þeir sem hreyfa sig reglulega fá síður lífsstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma og lungnasjúkdóma: Blóðþrýstingur og kólesteról lækkar, hjartað styrkist, lungun þenjast betur út og eiga auðveldara með að metta blóðið af súrefni. Ákveðnar tegundir krabbameina eru einnig fátíðari á meðal þeirra sem hreyfa sig reglulega. Hér er átt við algengustu krabbamein eins og í brjóstum, blöðruhálskirtli, lungum og ristli. Við vitum þó ekki enn hvort hreyfing hafi áhrif á önnur krabbamein því það hefur verið minna rannsakað. Þeir sem hafa greinst með krabbamein og hreyfa sig reglulega fá einnig síður krabbamein að nýju og auka lífslíkur sínar. Krabbamein er ekki lengur dauðadómur eins og það var fyrir nokkrum áratugum. Meirihluti þeirra sem greinist nú með krabbamein læknast eða lifir með sjúkdómnum. Þeir sjúkdómar sem flestir kljást við eru lífsstílssjúkdómar. Nú getum við bólusett gegn skæðustu smitsóttum eða gefið sýklalyf gegn sýklum sem áður felldu heilu fjölskyldurnar. Við getum haft mikil áhrif á okkar eigin lífslíkur og lífsgæði með því að sinna vel frumþörfunum: Fá góðan nætursvefn, borða næringarríkan mat og hreyfa okkur að minnsta kosti þrisvar til fimm sinnum í viku. Nú verður Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins haldið í 23. skipti fimmtudaginn 5. júní (sjá nánar á www.krabb.is). Með þessu hlaupi erum við að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar. Nú er tækifæri til að fjárfesta í eigin heilsu. Hreyfing á að vera jafnmikilvægur hluti af lífi okkar og svefn og næring.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun