Velferð í Garðabæ Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 31. maí 2014 07:00 Foreldrahlutverkið er eitt hið ábyrgðarmesta á lífsleiðinni, við þekkum vel hvernig lífið gjörbreytist við tilkomu barns. Garðabær er fjölskyldubær með sterka þjónustu við ungmenni og aðstæður sem skapa öryggi og tækifæri til vaxtar. Að taka þá ákvörðun að setja foreldrahlutverkið í öndvegi er lykilákvörðun til farsældar barna, foreldra og bæjarfélags. Fræðsluyfirvöld, fagaðilar og aðrir sem styðja við börnin og okkur í foreldrahlutverkinu eru í lykilhlutverki. Skólamál Skólinn er sú stofnun sem hefur ríkulegust áhrif á sjálfsmynd og vellíðan barna. Öflugir kennarar og umhyggjusamir starfsmenn skólanna eru ómetanlegur fjársjóður sem ríkulega þarf að hlúa að. Tryggjum að skólarnir í Garðabæ séu eftirsóknarverður starfsvettvangur og áfram í fremstu röð skóla. Forvarnir Garðabær er nærsamfélag með sterkt öryggisnet. Slíkt samfélag skapar ákjósanleg uppvaxtarskilyrði. Höldum fast í þessi einkenni áfram. Tengsl milli foreldra hafa forvarnagildi og skapa samstöðu t.d. varðandi útivistartíma, netnotkun og virðingu í samskiptum. Tengslanet foreldra styður við mikilvæga þætti eins og að vita ávallt hvar barnið er og leyfa ekki eftirlitslaus partí heldur skapa börnum tækifæri til að hittast í öruggu umhverfi. Veljum samstöðu foreldra og samveru með börnum okkar. Íþrótta- og tómstundaiðkun Fjölbreyttar tómstundir, einstaklings- og hópíþróttir og tómstundir sem ekki byggjast á samkeppnisumhverfi þurfa að tengjast skóladegi barna og vera í boði fyrir fólk á öllum aldri. Í bænum okkar leggjum við áherslur á margþætt og hvetjandi tómstundastarf þar sem afreksfólk jafnt sem almennir iðkendur fá notið sín, spornum gegn brotthvarfi úr tómstundum á unglingsárum. Félagsþjónusta og öryggisnet Í Garðabæ látum við okkur annt hvert um annað. Félagsþjónustan styður fjölskyldur og einstaklinga í gegnum erfið tímabil, til sjálfshjálpar, til að finna til sín og njóta sín. Ekkert barn á að hverfa frá tómstundastarfi, skólamáltíðum eða öðru sem telst æskilegt í uppvexti vegna fjárhags. Bæjarbragur Samkennd, vinátta, nánd og öryggi styður við vellíðan og hamingju. Þessir þættir einkenna Garðabæ og við kjósum að lifa í persónulegu samfélagi með hátt þjónustustig, veljum áfram góðan Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Foreldrahlutverkið er eitt hið ábyrgðarmesta á lífsleiðinni, við þekkum vel hvernig lífið gjörbreytist við tilkomu barns. Garðabær er fjölskyldubær með sterka þjónustu við ungmenni og aðstæður sem skapa öryggi og tækifæri til vaxtar. Að taka þá ákvörðun að setja foreldrahlutverkið í öndvegi er lykilákvörðun til farsældar barna, foreldra og bæjarfélags. Fræðsluyfirvöld, fagaðilar og aðrir sem styðja við börnin og okkur í foreldrahlutverkinu eru í lykilhlutverki. Skólamál Skólinn er sú stofnun sem hefur ríkulegust áhrif á sjálfsmynd og vellíðan barna. Öflugir kennarar og umhyggjusamir starfsmenn skólanna eru ómetanlegur fjársjóður sem ríkulega þarf að hlúa að. Tryggjum að skólarnir í Garðabæ séu eftirsóknarverður starfsvettvangur og áfram í fremstu röð skóla. Forvarnir Garðabær er nærsamfélag með sterkt öryggisnet. Slíkt samfélag skapar ákjósanleg uppvaxtarskilyrði. Höldum fast í þessi einkenni áfram. Tengsl milli foreldra hafa forvarnagildi og skapa samstöðu t.d. varðandi útivistartíma, netnotkun og virðingu í samskiptum. Tengslanet foreldra styður við mikilvæga þætti eins og að vita ávallt hvar barnið er og leyfa ekki eftirlitslaus partí heldur skapa börnum tækifæri til að hittast í öruggu umhverfi. Veljum samstöðu foreldra og samveru með börnum okkar. Íþrótta- og tómstundaiðkun Fjölbreyttar tómstundir, einstaklings- og hópíþróttir og tómstundir sem ekki byggjast á samkeppnisumhverfi þurfa að tengjast skóladegi barna og vera í boði fyrir fólk á öllum aldri. Í bænum okkar leggjum við áherslur á margþætt og hvetjandi tómstundastarf þar sem afreksfólk jafnt sem almennir iðkendur fá notið sín, spornum gegn brotthvarfi úr tómstundum á unglingsárum. Félagsþjónusta og öryggisnet Í Garðabæ látum við okkur annt hvert um annað. Félagsþjónustan styður fjölskyldur og einstaklinga í gegnum erfið tímabil, til sjálfshjálpar, til að finna til sín og njóta sín. Ekkert barn á að hverfa frá tómstundastarfi, skólamáltíðum eða öðru sem telst æskilegt í uppvexti vegna fjárhags. Bæjarbragur Samkennd, vinátta, nánd og öryggi styður við vellíðan og hamingju. Þessir þættir einkenna Garðabæ og við kjósum að lifa í persónulegu samfélagi með hátt þjónustustig, veljum áfram góðan Garðabæ.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar