Griðastaðurinn Reykjavík S. Björn Blöndal skrifar 31. maí 2014 07:00 Ástkæri Reykvíkingur Í dag getur þú haft áhrif á það hvernig næstu fjögur ár verða í borginni okkar. Reykjavík er í mikilli mótun. Gríðarlegar breytingar hafa orðið hér á allra síðustu árum. Við eigum að taka þeim fagnandi og með opnum hug. Fyrir fjórum árum tóku Reykvíkingar þá frábæru ákvörðun að gera breytingar á stjórn borgarinnar. Reykvíkingar vildu breyta ríkjandi viðhorfi til stjórnmálanna og Besti flokkurinn vann sögulegan sigur og af því að hugarfarið var nýtt breyttist mjög margt. Við erum stolt af því sem hefur verið gert á þessu kjörtímabili. Við erum líka stolt af því sem við höfum gert í aðdraganda þessara kosninga. Besti flokkurinn hefur runnið inn í Bjarta framtíð. Björt framtíð er farartækið okkar næstu árin. Með því að kjósa Bjarta framtíð ert þú að taka skýra afstöðu. Þú ert að segja að mannréttindi skipti máli. Þú ert að segja að heiðarleiki skipti máli. Þú ert að velja afl sem er ótengt hagsmunaaðilum. Þú ert að velja ábyrgð. Þú ert líka að segja að það megi ríkja gleði í stjórnmálum og stjórn borgar og sveitarfélaga. Í Bjartri framtíð er allskonar fólk. Við hjálpumst að, stöndum saman og vegum og metum alltaf hvert mál út frá hagsmunum borgarbúa. Þannig vinnur fólk saman, eins og fjölskylda gerir þegar taka þarf ákvarðanir sem hafa áhrif á alla. Þá kemur hún saman og reynir að leysa málin. Þó að í fjölskyldum sé allskonar fólk passar það upp á hvert annað. Heimilið er griðastaður og þar á öllum að líða vel. Þannig Reykjavík viljum við. Griðastað. Reykjavík á að vera friðarborg. Það er verðugt og raunhæft markmið. Í friði felast nefnilega óteljandi tækifæri. Það er svo auðvelt að standa í stríði og illdeilum. En það er erfitt hlutverk að standa í friði og standa fyrir friði. Stjórnmál framtíðarinnar munu ekki snúast um átök og ágreining um smáatriði. Þau munu snúast um að búa til umhverfi þar sem ríkir friður. Þannig verður framþróun. Við viljum öll geta sest niður að kvöldi dags og sagt: dagurinn var góður. Framtíðin er björt ef við kjósum það. X-Æ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ástkæri Reykvíkingur Í dag getur þú haft áhrif á það hvernig næstu fjögur ár verða í borginni okkar. Reykjavík er í mikilli mótun. Gríðarlegar breytingar hafa orðið hér á allra síðustu árum. Við eigum að taka þeim fagnandi og með opnum hug. Fyrir fjórum árum tóku Reykvíkingar þá frábæru ákvörðun að gera breytingar á stjórn borgarinnar. Reykvíkingar vildu breyta ríkjandi viðhorfi til stjórnmálanna og Besti flokkurinn vann sögulegan sigur og af því að hugarfarið var nýtt breyttist mjög margt. Við erum stolt af því sem hefur verið gert á þessu kjörtímabili. Við erum líka stolt af því sem við höfum gert í aðdraganda þessara kosninga. Besti flokkurinn hefur runnið inn í Bjarta framtíð. Björt framtíð er farartækið okkar næstu árin. Með því að kjósa Bjarta framtíð ert þú að taka skýra afstöðu. Þú ert að segja að mannréttindi skipti máli. Þú ert að segja að heiðarleiki skipti máli. Þú ert að velja afl sem er ótengt hagsmunaaðilum. Þú ert að velja ábyrgð. Þú ert líka að segja að það megi ríkja gleði í stjórnmálum og stjórn borgar og sveitarfélaga. Í Bjartri framtíð er allskonar fólk. Við hjálpumst að, stöndum saman og vegum og metum alltaf hvert mál út frá hagsmunum borgarbúa. Þannig vinnur fólk saman, eins og fjölskylda gerir þegar taka þarf ákvarðanir sem hafa áhrif á alla. Þá kemur hún saman og reynir að leysa málin. Þó að í fjölskyldum sé allskonar fólk passar það upp á hvert annað. Heimilið er griðastaður og þar á öllum að líða vel. Þannig Reykjavík viljum við. Griðastað. Reykjavík á að vera friðarborg. Það er verðugt og raunhæft markmið. Í friði felast nefnilega óteljandi tækifæri. Það er svo auðvelt að standa í stríði og illdeilum. En það er erfitt hlutverk að standa í friði og standa fyrir friði. Stjórnmál framtíðarinnar munu ekki snúast um átök og ágreining um smáatriði. Þau munu snúast um að búa til umhverfi þar sem ríkir friður. Þannig verður framþróun. Við viljum öll geta sest niður að kvöldi dags og sagt: dagurinn var góður. Framtíðin er björt ef við kjósum það. X-Æ
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun