Hvatning til Mosfellinga Bjarki Bjarnason og Ólafur Gunnarsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Þann 31. maí ganga landsmenn til kosninga og velja það fólk og framboð sem þeir treysta best til að stýra sveitarfélagi sínu á komandi kjörtímabili. Í Mosfellsbæ eru sex listar í framboði, þar á meðal listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Hann er skipaður öflugu fólki sem byggir á sterkum málefnagrunni; við höfum gefið út vandaða stefnuskrá sem má meðal annars lesa á heimasíðunni www.vgmos.is. Síðastliðin átta ár hefur VG látið mikið að sér kveða í bæjarmálunum í Mosfellsbæ og starfað í meirihluta með D-lista. Vinstri-græn og sjálfstæðismenn hafa auðvitað ekki alltaf verið sammála um einstök mál en ævinlega komist að sameiginlegri niðurstöðu eftir hreinskiptna umræðu. Mosfellsbær hefur farið í stefnumótunarvinnu á einstökum sviðum og á margvíslegan hátt haft samráð við íbúana um þá vinnu. Fráfarandi oddviti VG, Karl Tómasson, hefur einstaka hæfileika í samningslipurð og mannlegum samskiptum og í þeim anda munum við starfa áfram, hljótum við til þess stuðning frá bæjarbúum. Skoðanakönnun Morgunblaðsins, sem birtist þann 17. maí sl., bendir til þess að V-listi fái einn mann kjörinn í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. En hér var um að ræða könnun en ekki kosningar og reynslan hefur kennt okkur að ekkert sé fast í hendi í þessum efnum fyrr en úrslitin liggja á borðinu. Við teljum það afar mikilvægt að rödd VG fái að heyrast kröftuglega á komandi kjörtímabili. Þess vegna hvetjum við Mosfellinga til að tryggja V-lista brautargengi í kosningunum þann 31. maí. Sérhvert atkvæði skiptir máli! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þann 31. maí ganga landsmenn til kosninga og velja það fólk og framboð sem þeir treysta best til að stýra sveitarfélagi sínu á komandi kjörtímabili. Í Mosfellsbæ eru sex listar í framboði, þar á meðal listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Hann er skipaður öflugu fólki sem byggir á sterkum málefnagrunni; við höfum gefið út vandaða stefnuskrá sem má meðal annars lesa á heimasíðunni www.vgmos.is. Síðastliðin átta ár hefur VG látið mikið að sér kveða í bæjarmálunum í Mosfellsbæ og starfað í meirihluta með D-lista. Vinstri-græn og sjálfstæðismenn hafa auðvitað ekki alltaf verið sammála um einstök mál en ævinlega komist að sameiginlegri niðurstöðu eftir hreinskiptna umræðu. Mosfellsbær hefur farið í stefnumótunarvinnu á einstökum sviðum og á margvíslegan hátt haft samráð við íbúana um þá vinnu. Fráfarandi oddviti VG, Karl Tómasson, hefur einstaka hæfileika í samningslipurð og mannlegum samskiptum og í þeim anda munum við starfa áfram, hljótum við til þess stuðning frá bæjarbúum. Skoðanakönnun Morgunblaðsins, sem birtist þann 17. maí sl., bendir til þess að V-listi fái einn mann kjörinn í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. En hér var um að ræða könnun en ekki kosningar og reynslan hefur kennt okkur að ekkert sé fast í hendi í þessum efnum fyrr en úrslitin liggja á borðinu. Við teljum það afar mikilvægt að rödd VG fái að heyrast kröftuglega á komandi kjörtímabili. Þess vegna hvetjum við Mosfellinga til að tryggja V-lista brautargengi í kosningunum þann 31. maí. Sérhvert atkvæði skiptir máli!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar