Barnafólk í Mosfellsbæ Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Í Mosfellsbæ hefur Sjálfstæðisflokkurinn ráðið ríkjum í tólf ár, það eru þrjú kjörtímabil. Tólf ár er langur tími undir stjórn eins stjórnmálaflokks í sveitarfélagi. Hættan er að hann verði allt umlykjandi og fari jafnvel að eigna sér sveitarfélagið, láti sem hann eigi þar allt laust og fast og að sveitarfélagið og stjórnmálaflokkurinn séu eitt. Í Mosfellsbæ er kominn tími á breytingar. Bæjarbúar hafa nú tækifæri til að kjósa til starfa fyrir sig nýtt fólk sem hefur nýjar hugmyndir og skýra sýn til framtíðar. Ung börn Foreldrar ungbarna eiga margir í miklum vanda vegna skorts á vistunarúrræðum í bænum fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi lýkur og vinnan kallar. Samfylkingin vill ganga í að brúa þetta bil sem myndast og finna leiðir til að foreldrar ungra barna í Mosfellsbæ geti áhyggjulausir og gegn viðráðanlegu gjaldi haldið út á vinnumarkaðinn er fæðingarorlofi lýkur. Við viljum leggja áherslu á fjölbreytta valkosti og bjóða upp á leikskólarými fyrir ungbarnafjölskyldur. Leikskólabörn Leikskólagjöld í Mosfellsbæ eru hærri en í nágrannasveitarfélögunum og við viljum lækka þau. Ungt fjölskyldufólk á að vera velkomið í bæinn okkar og ekki hrökklast frá okkur vegna þess að lífsbaráttan verði erfiðari. Gjaldskrár bæjarins er snerta líf barnafjölskyldna eiga að endurspegla pólitíska sýn á forgangsröðun. Forgangsröðun Samfylkingarinnar er skýr, hún snýst um að hlaupa undir bagga með barnafólki og að allir eigi að vera með. Tómstundir Íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur óumdeilanlega mikið forvarnargildi. Jafn aðgangur barna að slíku starfi, óháður efnahag foreldranna, er grundvallaratriði í samfélagi sem vill hlúa að uppvaxandi kynslóð. Samfylkingin hefur hvað eftir annað flutt tillögu um hækkun frístundaávísunar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar en Sjálfstæðisflokkurinn og VG fellt þær jafnharðan. Við munum hækka ávísunina strax í 30.000 krónur, fáum við til þess afl í bæjarstjórninni, og í framhaldinu viljum við tryggja að upphæð ávísunarinnar sé í samræmi við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum að allir séu með. Mosfellingar hafa tækifæri þann 31. maí til að breyta, kalla til nýtt fólk með skýra sýn og ferska fætur. Kjósum betri Mosfellsbæ og setjum x við S á kjördag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Anna Sigríður Guðnadóttir Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í Mosfellsbæ hefur Sjálfstæðisflokkurinn ráðið ríkjum í tólf ár, það eru þrjú kjörtímabil. Tólf ár er langur tími undir stjórn eins stjórnmálaflokks í sveitarfélagi. Hættan er að hann verði allt umlykjandi og fari jafnvel að eigna sér sveitarfélagið, láti sem hann eigi þar allt laust og fast og að sveitarfélagið og stjórnmálaflokkurinn séu eitt. Í Mosfellsbæ er kominn tími á breytingar. Bæjarbúar hafa nú tækifæri til að kjósa til starfa fyrir sig nýtt fólk sem hefur nýjar hugmyndir og skýra sýn til framtíðar. Ung börn Foreldrar ungbarna eiga margir í miklum vanda vegna skorts á vistunarúrræðum í bænum fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi lýkur og vinnan kallar. Samfylkingin vill ganga í að brúa þetta bil sem myndast og finna leiðir til að foreldrar ungra barna í Mosfellsbæ geti áhyggjulausir og gegn viðráðanlegu gjaldi haldið út á vinnumarkaðinn er fæðingarorlofi lýkur. Við viljum leggja áherslu á fjölbreytta valkosti og bjóða upp á leikskólarými fyrir ungbarnafjölskyldur. Leikskólabörn Leikskólagjöld í Mosfellsbæ eru hærri en í nágrannasveitarfélögunum og við viljum lækka þau. Ungt fjölskyldufólk á að vera velkomið í bæinn okkar og ekki hrökklast frá okkur vegna þess að lífsbaráttan verði erfiðari. Gjaldskrár bæjarins er snerta líf barnafjölskyldna eiga að endurspegla pólitíska sýn á forgangsröðun. Forgangsröðun Samfylkingarinnar er skýr, hún snýst um að hlaupa undir bagga með barnafólki og að allir eigi að vera með. Tómstundir Íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur óumdeilanlega mikið forvarnargildi. Jafn aðgangur barna að slíku starfi, óháður efnahag foreldranna, er grundvallaratriði í samfélagi sem vill hlúa að uppvaxandi kynslóð. Samfylkingin hefur hvað eftir annað flutt tillögu um hækkun frístundaávísunar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar en Sjálfstæðisflokkurinn og VG fellt þær jafnharðan. Við munum hækka ávísunina strax í 30.000 krónur, fáum við til þess afl í bæjarstjórninni, og í framhaldinu viljum við tryggja að upphæð ávísunarinnar sé í samræmi við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum að allir séu með. Mosfellingar hafa tækifæri þann 31. maí til að breyta, kalla til nýtt fólk með skýra sýn og ferska fætur. Kjósum betri Mosfellsbæ og setjum x við S á kjördag.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar