Fórn af frjálsum vilja Sighvatur Björgvinsson skrifar 28. maí 2014 07:00 Áunnin lífeyrisréttindi eru eina eign íslenskra heimila, sem er til fulls varin gegn kröfum lánardrottna. Sama máli gegnir um innistæður séreignarlífeyris. Þó illa fari í fjármálum heimilisins og kröfuhafar hirði allar eignir fjölskyldunnar eru lífeyrisréttindin og séreignarlífeyririnn sú eina eign heimilisins sem kröfuhafar geta ekki snert. Þetta eru eignirnar sem eiga að tryggja fjölskyldufeðrum og -mæðrum sem áhyggjuminnst ævikvöld eftir að starfsdegi lýkur. Lífeyrisréttindin ein og sér geta ekki tryggt fólki nema takmarkaðan hlut af viku- eða mánaðarlaunum þess meðan það var á vinnumarkaði. Því var opnuð sú leið að fólk gæti keypt sér aukin réttindi með 2% innleggi í séreignarlífeyri gegn jafn háu framlagi frá atvinnuveitanda. Þannig var boðið upp á þann kost að tryggja fólki enn betri afkomu á efri árum en einber lífeyrissjóðsaðild gat gert. Og einmitt þess vegna voru þessi réttindi séreignarlífeyris varin með sama hætti og réttindin í lífeyrissjóðunum. Þó kröfuhafar gætu hirt allar eigur skuldugra heimila í fjárþröng gátu þeir og geta ekki snert eignir heimilanna í lífeyrissjóðum og í séreignarlífeyri. Þetta á að vera ósnertanleg eign til ráðstöfunar þegar starfsævi lýkur og ellin sækir fólk heim.Nema hvað? Nema! Nema hvað? Nema heimilin taki þá ákvörðun að taka út séreignarlífeyrinn sinn og breyta honum í einhverja þá eign, sem ekki verður varin fyrir kröfuhöfum og löggjafinn, Alþingi, leyfi þeim það. Breyti honum t.d. í eignarhluta í húseign, eignarhluta í bifreið (eins og dæmi eru til um) – eða í utanlandsferð þar sem eignin er horfin að ferð lokinni. Slíkir fjölskyldufeður og -mæður eiga svo von á slakari afkomu sem því nemur á efri árum – en hvað hirða sumir Íslendingar hvort eð er um það. Það er hin líðandi stund sem skiptir svo marga svo miklu máli. Hvað morgundagurinn ber í skauti sér er eitthvað, sem er handan tíma og rúms. Auk þess sem það hlýtur að reddast! En hvaða meiri greiða er hægt að gera núverandi og væntanlegum kröfuhöfum á hendur íslenskum heimilum en þá, að heimilin fáist til þess að breyta lögvörðum eignum sínum í kröfugerðartilefni lánardrottna? Og svo álíta margir þetta vera sérstakan happafeng fyrir sig og sína. Happafeng að geta að eigin frumkvæði breytt lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform sem njóta engrar verndar fyrir kröfum kröfuhafa. Sem hægt er svo að hirða af skuldsettu fólki nánast með einu pennastriki.Himinhrópandi þögn Mig undrar hve lífeyrissjóðirnir hafa þagað þunnu hljóði þegar meira að segja bankarnir eru farnir að auglýsa námskeið og fræðslufundi til þess að hjálpa starfandi fólki við að breyta lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform, sem eru óvarin fyrir kröfuhöfum. Nú eru bankarnir sjálfir þeir aðilar í landinu, sem mestar og stærstar kröfur eiga á hendur heimilum. Það er því eðlilegt frá sjónarhóli þeirra eigin hagsmuna að þeir hjálpi fólki við að skerða hinar lögvörðu eignir sínar og breyta þeim í andlag kröfugerða lánastofnana. En hví þegja lífeyrissjóðirnir og stéttarfélögin, sem börðust fyrir þessum réttindum? Hví þegja þeir þegar gerð er atlaga að réttindum, sem þeir skópu, með það að markmiði að breyta einu lögvörðu eignum heimilanna í önnur eignarform, sem bankar og aðrar lánastofnanir geta gengið að og hirt af fólki sem ratað hefur í skuldaraunir og með því auk þess fórnað stórum hluta afkomu sinnar á elliárunum í hendurnar á óskyldum lánardrottnum á markaði. Hví þessi himinhrópandi þögn lífeyrissjóða og stéttarfélaga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Áunnin lífeyrisréttindi eru eina eign íslenskra heimila, sem er til fulls varin gegn kröfum lánardrottna. Sama máli gegnir um innistæður séreignarlífeyris. Þó illa fari í fjármálum heimilisins og kröfuhafar hirði allar eignir fjölskyldunnar eru lífeyrisréttindin og séreignarlífeyririnn sú eina eign heimilisins sem kröfuhafar geta ekki snert. Þetta eru eignirnar sem eiga að tryggja fjölskyldufeðrum og -mæðrum sem áhyggjuminnst ævikvöld eftir að starfsdegi lýkur. Lífeyrisréttindin ein og sér geta ekki tryggt fólki nema takmarkaðan hlut af viku- eða mánaðarlaunum þess meðan það var á vinnumarkaði. Því var opnuð sú leið að fólk gæti keypt sér aukin réttindi með 2% innleggi í séreignarlífeyri gegn jafn háu framlagi frá atvinnuveitanda. Þannig var boðið upp á þann kost að tryggja fólki enn betri afkomu á efri árum en einber lífeyrissjóðsaðild gat gert. Og einmitt þess vegna voru þessi réttindi séreignarlífeyris varin með sama hætti og réttindin í lífeyrissjóðunum. Þó kröfuhafar gætu hirt allar eigur skuldugra heimila í fjárþröng gátu þeir og geta ekki snert eignir heimilanna í lífeyrissjóðum og í séreignarlífeyri. Þetta á að vera ósnertanleg eign til ráðstöfunar þegar starfsævi lýkur og ellin sækir fólk heim.Nema hvað? Nema! Nema hvað? Nema heimilin taki þá ákvörðun að taka út séreignarlífeyrinn sinn og breyta honum í einhverja þá eign, sem ekki verður varin fyrir kröfuhöfum og löggjafinn, Alþingi, leyfi þeim það. Breyti honum t.d. í eignarhluta í húseign, eignarhluta í bifreið (eins og dæmi eru til um) – eða í utanlandsferð þar sem eignin er horfin að ferð lokinni. Slíkir fjölskyldufeður og -mæður eiga svo von á slakari afkomu sem því nemur á efri árum – en hvað hirða sumir Íslendingar hvort eð er um það. Það er hin líðandi stund sem skiptir svo marga svo miklu máli. Hvað morgundagurinn ber í skauti sér er eitthvað, sem er handan tíma og rúms. Auk þess sem það hlýtur að reddast! En hvaða meiri greiða er hægt að gera núverandi og væntanlegum kröfuhöfum á hendur íslenskum heimilum en þá, að heimilin fáist til þess að breyta lögvörðum eignum sínum í kröfugerðartilefni lánardrottna? Og svo álíta margir þetta vera sérstakan happafeng fyrir sig og sína. Happafeng að geta að eigin frumkvæði breytt lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform sem njóta engrar verndar fyrir kröfum kröfuhafa. Sem hægt er svo að hirða af skuldsettu fólki nánast með einu pennastriki.Himinhrópandi þögn Mig undrar hve lífeyrissjóðirnir hafa þagað þunnu hljóði þegar meira að segja bankarnir eru farnir að auglýsa námskeið og fræðslufundi til þess að hjálpa starfandi fólki við að breyta lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform, sem eru óvarin fyrir kröfuhöfum. Nú eru bankarnir sjálfir þeir aðilar í landinu, sem mestar og stærstar kröfur eiga á hendur heimilum. Það er því eðlilegt frá sjónarhóli þeirra eigin hagsmuna að þeir hjálpi fólki við að skerða hinar lögvörðu eignir sínar og breyta þeim í andlag kröfugerða lánastofnana. En hví þegja lífeyrissjóðirnir og stéttarfélögin, sem börðust fyrir þessum réttindum? Hví þegja þeir þegar gerð er atlaga að réttindum, sem þeir skópu, með það að markmiði að breyta einu lögvörðu eignum heimilanna í önnur eignarform, sem bankar og aðrar lánastofnanir geta gengið að og hirt af fólki sem ratað hefur í skuldaraunir og með því auk þess fórnað stórum hluta afkomu sinnar á elliárunum í hendurnar á óskyldum lánardrottnum á markaði. Hví þessi himinhrópandi þögn lífeyrissjóða og stéttarfélaga?
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar