Neyðarakstur og þrenging gatna Björn Gíslason skrifar 28. maí 2014 08:45 Meirihluti borgarstjórnar þ.e. Samfylkingin og Björt framtíð, þrengja markvisst að fjölskyldubílnum og er það yfirlýst stefna samkvæmt nýju aðalskipulagi höfuðborgarinnar að breyta umferðarkerfinu og þar með daglegum ferðavenjum íbúa borgarinnar. Stefnunni hefur þegar verið komið í framkvæmd með þrengingu gatna og fækkun bílastæða sbr. Snorrabraut, Borgartún og Hofsvallagata. Samkvæmt aðalskipulagi/hverfisskipulagi á m.a. að þrengja Miklubraut frá Kringlumýrarbraut að Lönguhlíð, Hringbraut frá Melatorgi og út á Eiðisgranda og svo Gullinbrú í Grafarvogi. Þetta eiga að vera svokallaðar „Borgargötur“ þar sem auk þrengingar er dregið úr umferðarhraða. Hætt verður við gerð mannvirkja sem greiða fyrir bílaumferð s.s. mislægra gatnamóta. Mínútur geta skipt máli Þrenging gatna sem jafnframt eru stofnbrautir er alvörumál fyrir aðila sem sinna neyðarþjónustu eins og lögreglu, sjúkralið og slökkvilið. Þessir aðilar þurfa oft að komast sem fyrst á útkallsstað og í sumum tilfellum getur verið um mannslíf að ræða. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu og eru um 25 þúsund sjúkraflutningar framkvæmdir árlega. 25-30% af þeim eru neyðar- og bráðaflutningar og langflestir í höfuðborginni. Því er ljóst að fyrirhugaðar þrengingar á stofnbrautum í Reykjavík verða til þess að aðilar sem sinna neyðarþjónustu komast seinna á útkallsstað. Samráð við lögreglu, slökkvilið o.fl. er nokkuð sem verður að hafa við gerð umferðarskipulags en samráð er nokkuð sem núverandi borgaryfirvöld virðast eingöngu tala um á tyllidögum. Við megum ekki velja okkur skipulag sem minnkar gæði neyðarþjónustu við okkur og við eigum að hafa að leiðarljósi í samgöngumálum í Reykjavík að tryggja val á milli ólíkra samgöngukosta, hvort sem fólk kýs að nota almenningssamgöngur, fjölskyldubílinn, hjól eða tvo jafnfljóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Björn Gíslason Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar þ.e. Samfylkingin og Björt framtíð, þrengja markvisst að fjölskyldubílnum og er það yfirlýst stefna samkvæmt nýju aðalskipulagi höfuðborgarinnar að breyta umferðarkerfinu og þar með daglegum ferðavenjum íbúa borgarinnar. Stefnunni hefur þegar verið komið í framkvæmd með þrengingu gatna og fækkun bílastæða sbr. Snorrabraut, Borgartún og Hofsvallagata. Samkvæmt aðalskipulagi/hverfisskipulagi á m.a. að þrengja Miklubraut frá Kringlumýrarbraut að Lönguhlíð, Hringbraut frá Melatorgi og út á Eiðisgranda og svo Gullinbrú í Grafarvogi. Þetta eiga að vera svokallaðar „Borgargötur“ þar sem auk þrengingar er dregið úr umferðarhraða. Hætt verður við gerð mannvirkja sem greiða fyrir bílaumferð s.s. mislægra gatnamóta. Mínútur geta skipt máli Þrenging gatna sem jafnframt eru stofnbrautir er alvörumál fyrir aðila sem sinna neyðarþjónustu eins og lögreglu, sjúkralið og slökkvilið. Þessir aðilar þurfa oft að komast sem fyrst á útkallsstað og í sumum tilfellum getur verið um mannslíf að ræða. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu og eru um 25 þúsund sjúkraflutningar framkvæmdir árlega. 25-30% af þeim eru neyðar- og bráðaflutningar og langflestir í höfuðborginni. Því er ljóst að fyrirhugaðar þrengingar á stofnbrautum í Reykjavík verða til þess að aðilar sem sinna neyðarþjónustu komast seinna á útkallsstað. Samráð við lögreglu, slökkvilið o.fl. er nokkuð sem verður að hafa við gerð umferðarskipulags en samráð er nokkuð sem núverandi borgaryfirvöld virðast eingöngu tala um á tyllidögum. Við megum ekki velja okkur skipulag sem minnkar gæði neyðarþjónustu við okkur og við eigum að hafa að leiðarljósi í samgöngumálum í Reykjavík að tryggja val á milli ólíkra samgöngukosta, hvort sem fólk kýs að nota almenningssamgöngur, fjölskyldubílinn, hjól eða tvo jafnfljóta.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar