Spennandi borgarstjórnarkosningar framundan Björgvin Guðmundsson skrifar 26. maí 2014 00:00 Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík eru skammt undan en kosið verður 31. maí. Útlit er fyrir spennandi kosningar. Samkvæmt skoðanakönnunum er mikil hreyfing á fylginu. Svo virðist að vísu sem Samfylking og Björt framtíð séu nokkuð örugg með að fá meirihluta í borgarstjórn. En samkvæmt síðustu könnun Fréttablaðsins í lok apríl bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig frá næstu könnun á undan og Björt framtíð tapaði nokkru fylgi á sama tímabili. Samfylkingin bætti við sig. Framsókn er óráðin stærð; var ekki með kjörinn fulltrúa í þessari könnun en mér kæmi ekki á óvart þó Framsókn fengi kjörinn borgarfulltrúa í sjálfum kosningunum. Samkvæmt umræddri könnun er Samfylkingin með 4 fulltrúa kjörna, Björt framtíð með sömu tölu kjörinna fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn með 5 fulltrúa. VG er með 1 fulltrúa og Píratar með 1. Síðari kannanir leiða í ljós stóraukið fylgi Samfylkingarinnar og minna fylgi Sjálfstæðisflokksins. Samfylking og Björt framtíð eru þá með 10 borgarfulltrúa samanlagt.Dagur vinsælt borgarstjóraefni Skoðanakönnun Fréttablaðsins í lok apríl um það hver verði borgarstjóri er skemmtileg. 56,5% vilja, að Dagur B.Eggertsson verði borgarstjóri, 16% vilja, að Halldór Halldórsson verði borgarstjóri og 8,8% vilja fá Björn Blöndal sem borgarstjóra. Yfirburðafylgi Dags B.Eggertssonar í þessari könnun um það hvern menn vilja fá sem borgarstjóra er athyglisvert. Fylgi hans er tvölfalt meira en fylgi Samfylkingarinnar. Hver skyldi vera skýringin á þessu mikla fylgi Dags? Sennilega á það mikinn þátt í fylgi Dags hve hógvær hann var í samstarfinu við Besta flokkinn. Dagur sætti sig vel við það, að Jón Gnarr settist í borgarstjórastólinn eftir síðustu kosningar og hann veitti honum fullan stuðning og aðstoð. Einhver hefði í sporum Dags reynt að ná borgarstjórastólnum og bent á, að Jón Gnarr hefði enga þekkingu á borgarmálum og væri því óhæfur til þess að gegna embætti borgarstjóra. En Dagur B.Eggertsson reyndi ekkert slíkt.Róttækar tillögur í húsnæðismálum Dagur hefur sem formaður borgarráðs og leiðtogi Samfylkingarinnar í borgarstjórn haft forustu fyrir því, að lagðar væru fram róttækar tillögur í húsnæðismálum, þar sem gert er ráð fyrir því að borgin beiti sér fyrir byggingu fjölda leiguíbúða á næstu árum. Dagur segir, að borgin sé með yfirgripsmikla aðgerðaraætlun um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða, um 2500-3000 á næstu 3-5 árum. Samfylkingin leggur áherslu á byggingu lítilla íbúða á svæði 101. Hugsunin er sú, að íbúðirnar verði vel viðráðanlegar ungu fólki og með því að staðsetja flestar þeirra á svæði 101 geta þeir, sem fá íbúðir þar, sparað sér það að kaupa bíl. Samfylkingin leggur áherslu á, að þetta unga fólk þurfi ekki að steypa sér í skuldir.Ágreiningur um atvinnumál og húsnæðismál Helstu ágreiningsefnin í borgarstjórn eru eins og áður spurningin um það hvað borgin eigi að hafa mikil afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Sjálfstæðisflokkurinn vill, að þessi afskipti borgarinnar séu sem minnst og einkaframtakið leysi málin. Samfylkingin vill, að Reykjavíkurborg hafi veruleg afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Á því kjörtímabili, sem senn er á enda, beitti Samfylkingin sér fyrir því, að borgin gerði átak í atvinnumálum, m.a. til þess að draga úr atvinnuleysi. Borgin jók t.d. verulega vinnu við viðhaldsverkefni og það minnkaði atvinnuleysi. Samfylkingin leggur einnig mikla áherslu á skóla-og velferðarmál. Undir velferðarmál heyrir félagsþjónustan og fjárhagsaðstoð við þá, sem dottnir eru út af atvinnuleysisskrá og ekki geta séð sér farborða af þeim ástæðum eða öðrum. Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnir oft mikla fjárhagsaðstoð borgarinnar og telur, að hún geti fest fólk á bótum. Borgin ver 22 milljörðum kr. í fjárhagsaðstoð á þessu ári.Orkuveitan reist við Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hefur unnið stórvirki í því að rétta við fjárhag Orkuveitunnar. Þetta mikilvæga fyrirtæki borgarbúa stefndi beint í gjaldþrot. En meirihlutanum tókst að rétta fyrirtækið við með miklum niðurskurði og sparnaði. Skuldir Orkuveitunnar voru lækkaðar um 40 milljarða árið 2013. Það ár var hagnaður Orkuveitunnar 17,2 milljarðar. Það hafa orðið alger umskipti í rekstri fyrirtækisins. Deilt er um það hvort skuldir Reykjavíkurborgar hafi aukist eða minnkað. Þegar fyrirtæki borgarinnar eru talin með borgarsjóði kemur í ljós, að skuldir borgarinnar hafa minnkað. Þar munar mest um lækkun skulda Orkuveitunnar.Hvað gera VG og Píratar? Fróðlegt verður að sjá hver útkoman í kosningunum í Reykjavík verður, þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Heldur núverandi meirihluti velli eða ekki? Ég tel líklegt,að Samfylkingin fái jafnvel meira fylgi en síðustu skoðanakannanir gefa til kynna. Hins vegar gæti Björt framtíð tapað örlitlu meira fylgi. Ef þessir 2 flokkar fá ekki meirihluta, t.d. aðeins 7 fulltrúa, vaknar spurningin hvort VG mundi ganga til samstarfs við fyrrum meirihluta og/ eða Píratar. Líklegt er að svo yrði. Trúlega vilja hvorki Vinstri grænir né Píratar hjálpa Sjálfstæðisflokknum til valda á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík eru skammt undan en kosið verður 31. maí. Útlit er fyrir spennandi kosningar. Samkvæmt skoðanakönnunum er mikil hreyfing á fylginu. Svo virðist að vísu sem Samfylking og Björt framtíð séu nokkuð örugg með að fá meirihluta í borgarstjórn. En samkvæmt síðustu könnun Fréttablaðsins í lok apríl bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig frá næstu könnun á undan og Björt framtíð tapaði nokkru fylgi á sama tímabili. Samfylkingin bætti við sig. Framsókn er óráðin stærð; var ekki með kjörinn fulltrúa í þessari könnun en mér kæmi ekki á óvart þó Framsókn fengi kjörinn borgarfulltrúa í sjálfum kosningunum. Samkvæmt umræddri könnun er Samfylkingin með 4 fulltrúa kjörna, Björt framtíð með sömu tölu kjörinna fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn með 5 fulltrúa. VG er með 1 fulltrúa og Píratar með 1. Síðari kannanir leiða í ljós stóraukið fylgi Samfylkingarinnar og minna fylgi Sjálfstæðisflokksins. Samfylking og Björt framtíð eru þá með 10 borgarfulltrúa samanlagt.Dagur vinsælt borgarstjóraefni Skoðanakönnun Fréttablaðsins í lok apríl um það hver verði borgarstjóri er skemmtileg. 56,5% vilja, að Dagur B.Eggertsson verði borgarstjóri, 16% vilja, að Halldór Halldórsson verði borgarstjóri og 8,8% vilja fá Björn Blöndal sem borgarstjóra. Yfirburðafylgi Dags B.Eggertssonar í þessari könnun um það hvern menn vilja fá sem borgarstjóra er athyglisvert. Fylgi hans er tvölfalt meira en fylgi Samfylkingarinnar. Hver skyldi vera skýringin á þessu mikla fylgi Dags? Sennilega á það mikinn þátt í fylgi Dags hve hógvær hann var í samstarfinu við Besta flokkinn. Dagur sætti sig vel við það, að Jón Gnarr settist í borgarstjórastólinn eftir síðustu kosningar og hann veitti honum fullan stuðning og aðstoð. Einhver hefði í sporum Dags reynt að ná borgarstjórastólnum og bent á, að Jón Gnarr hefði enga þekkingu á borgarmálum og væri því óhæfur til þess að gegna embætti borgarstjóra. En Dagur B.Eggertsson reyndi ekkert slíkt.Róttækar tillögur í húsnæðismálum Dagur hefur sem formaður borgarráðs og leiðtogi Samfylkingarinnar í borgarstjórn haft forustu fyrir því, að lagðar væru fram róttækar tillögur í húsnæðismálum, þar sem gert er ráð fyrir því að borgin beiti sér fyrir byggingu fjölda leiguíbúða á næstu árum. Dagur segir, að borgin sé með yfirgripsmikla aðgerðaraætlun um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða, um 2500-3000 á næstu 3-5 árum. Samfylkingin leggur áherslu á byggingu lítilla íbúða á svæði 101. Hugsunin er sú, að íbúðirnar verði vel viðráðanlegar ungu fólki og með því að staðsetja flestar þeirra á svæði 101 geta þeir, sem fá íbúðir þar, sparað sér það að kaupa bíl. Samfylkingin leggur áherslu á, að þetta unga fólk þurfi ekki að steypa sér í skuldir.Ágreiningur um atvinnumál og húsnæðismál Helstu ágreiningsefnin í borgarstjórn eru eins og áður spurningin um það hvað borgin eigi að hafa mikil afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Sjálfstæðisflokkurinn vill, að þessi afskipti borgarinnar séu sem minnst og einkaframtakið leysi málin. Samfylkingin vill, að Reykjavíkurborg hafi veruleg afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Á því kjörtímabili, sem senn er á enda, beitti Samfylkingin sér fyrir því, að borgin gerði átak í atvinnumálum, m.a. til þess að draga úr atvinnuleysi. Borgin jók t.d. verulega vinnu við viðhaldsverkefni og það minnkaði atvinnuleysi. Samfylkingin leggur einnig mikla áherslu á skóla-og velferðarmál. Undir velferðarmál heyrir félagsþjónustan og fjárhagsaðstoð við þá, sem dottnir eru út af atvinnuleysisskrá og ekki geta séð sér farborða af þeim ástæðum eða öðrum. Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnir oft mikla fjárhagsaðstoð borgarinnar og telur, að hún geti fest fólk á bótum. Borgin ver 22 milljörðum kr. í fjárhagsaðstoð á þessu ári.Orkuveitan reist við Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hefur unnið stórvirki í því að rétta við fjárhag Orkuveitunnar. Þetta mikilvæga fyrirtæki borgarbúa stefndi beint í gjaldþrot. En meirihlutanum tókst að rétta fyrirtækið við með miklum niðurskurði og sparnaði. Skuldir Orkuveitunnar voru lækkaðar um 40 milljarða árið 2013. Það ár var hagnaður Orkuveitunnar 17,2 milljarðar. Það hafa orðið alger umskipti í rekstri fyrirtækisins. Deilt er um það hvort skuldir Reykjavíkurborgar hafi aukist eða minnkað. Þegar fyrirtæki borgarinnar eru talin með borgarsjóði kemur í ljós, að skuldir borgarinnar hafa minnkað. Þar munar mest um lækkun skulda Orkuveitunnar.Hvað gera VG og Píratar? Fróðlegt verður að sjá hver útkoman í kosningunum í Reykjavík verður, þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Heldur núverandi meirihluti velli eða ekki? Ég tel líklegt,að Samfylkingin fái jafnvel meira fylgi en síðustu skoðanakannanir gefa til kynna. Hins vegar gæti Björt framtíð tapað örlitlu meira fylgi. Ef þessir 2 flokkar fá ekki meirihluta, t.d. aðeins 7 fulltrúa, vaknar spurningin hvort VG mundi ganga til samstarfs við fyrrum meirihluta og/ eða Píratar. Líklegt er að svo yrði. Trúlega vilja hvorki Vinstri grænir né Píratar hjálpa Sjálfstæðisflokknum til valda á ný.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun