Aukin tækifæri á þriðja æviskeiði Margrét S. Björnsdóttir skrifar 27. maí 2014 07:00 Í stefnu Samfylkingarinnar í Reykjavík: Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast (sjá xsreykjavik.is) birtast mikilvæg viðhorf til aldurshópsins sem nálgast hefðbundin starfslok. Vísbendingar eru um fordóma í þeirra garð. Þannig sýnir ný könnun meistaranema við HÍ að allt frá 50 ára aldri mætir fólk neikvæðum viðhorfum á vinnumarkaði. Félagi minn 73 ára, vel menntaður með mikla alþjóðlega starfsreynslu, kallar þetta „nýjustu mismununina“.Aldrei betur á sig komin Þessi aldurshópur er við betri heilsu, með meiri menntun og fjölþættari reynslu en fyrri kynslóðir. Rannsóknir sýna að þó hægi á tilteknum hæfileikum með aldrinum, þá vegur uppsöfnuð reynsla og hæfni til að meta og setja hluti í samhengi það upp. Ný þýsk könnun sýnir að aldurshópurinn 65–74 ára á vinnumarkaði er ánægðari í starfi en yngri aldurshópar. Við hljótum að spyrja af hverju þeir sem vilja og geta megi ekki vinna lengur en til 67 eða 70 ára, aldursmörk sem voru skilgreind af Bismark á 19. öld. Auðvitað eru aðstæður fólks misjafnar, hið sama hentar ekki öllum. Sveigjanleiki og val eru lykilatriði. (Um þetta fjalla í forsíðugreinum nú í maí bæði tímaritin The Economist og Der Spiegel og nefna má að Árósir hafa fyrst sveitarfélaga í Danmörku stofnað sérstaka vinnumiðlun fyrir þennan aldurshóp: en3karriere.)Val um starfslok til 74 ára Samfylkingin í Reykjavík mun beita sér fyrir tilraunaverkefni þar sem borgarstarfsmenn geti valið sveigjanleg starfslok frá 62–74 ára aldurs. Með þessu væri öðrum vinnuveitendum gefið mikilvægt fordæmi. Ekki er nauðsynlega að fólk haldi óbreyttri stöðu, heldur geti minnkað við sig, færst í ný störf, fengið nýja starfsþjálfun, sé þess kostur. Fólk heldur áunnum eftirlaunaréttindum, en efnahagslegur ávinningur yrði umtalsverður bæði fyrir einstaklinga og samfélag, þó það sé ekki aðalatriði hér.Fjölbreytt virkni á þriðja æviskeiði Stefna Samfylkingarinnar, Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast, tekur einnig til þess að borgin stuðli að virkara og innihaldsríkara lífi borgarbúa á þessu æviskeiði: Með fjölbreyttara frístundastarfi, auknum tækifærum til menntunar, heilsuræktar, menningarþátttöku og aukinna áhrifa með nýju Öldungaráði. Sem fyrr leggur Samfylkingin að sjálfsögðu áherslu á að tryggja eldra fólki umönnun og stuðning þegar heilsan brestur, en vill með nýrri stefnumörkun stuðla að aukinni virkni og áhrifum þess eins lengi og kostur er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í stefnu Samfylkingarinnar í Reykjavík: Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast (sjá xsreykjavik.is) birtast mikilvæg viðhorf til aldurshópsins sem nálgast hefðbundin starfslok. Vísbendingar eru um fordóma í þeirra garð. Þannig sýnir ný könnun meistaranema við HÍ að allt frá 50 ára aldri mætir fólk neikvæðum viðhorfum á vinnumarkaði. Félagi minn 73 ára, vel menntaður með mikla alþjóðlega starfsreynslu, kallar þetta „nýjustu mismununina“.Aldrei betur á sig komin Þessi aldurshópur er við betri heilsu, með meiri menntun og fjölþættari reynslu en fyrri kynslóðir. Rannsóknir sýna að þó hægi á tilteknum hæfileikum með aldrinum, þá vegur uppsöfnuð reynsla og hæfni til að meta og setja hluti í samhengi það upp. Ný þýsk könnun sýnir að aldurshópurinn 65–74 ára á vinnumarkaði er ánægðari í starfi en yngri aldurshópar. Við hljótum að spyrja af hverju þeir sem vilja og geta megi ekki vinna lengur en til 67 eða 70 ára, aldursmörk sem voru skilgreind af Bismark á 19. öld. Auðvitað eru aðstæður fólks misjafnar, hið sama hentar ekki öllum. Sveigjanleiki og val eru lykilatriði. (Um þetta fjalla í forsíðugreinum nú í maí bæði tímaritin The Economist og Der Spiegel og nefna má að Árósir hafa fyrst sveitarfélaga í Danmörku stofnað sérstaka vinnumiðlun fyrir þennan aldurshóp: en3karriere.)Val um starfslok til 74 ára Samfylkingin í Reykjavík mun beita sér fyrir tilraunaverkefni þar sem borgarstarfsmenn geti valið sveigjanleg starfslok frá 62–74 ára aldurs. Með þessu væri öðrum vinnuveitendum gefið mikilvægt fordæmi. Ekki er nauðsynlega að fólk haldi óbreyttri stöðu, heldur geti minnkað við sig, færst í ný störf, fengið nýja starfsþjálfun, sé þess kostur. Fólk heldur áunnum eftirlaunaréttindum, en efnahagslegur ávinningur yrði umtalsverður bæði fyrir einstaklinga og samfélag, þó það sé ekki aðalatriði hér.Fjölbreytt virkni á þriðja æviskeiði Stefna Samfylkingarinnar, Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast, tekur einnig til þess að borgin stuðli að virkara og innihaldsríkara lífi borgarbúa á þessu æviskeiði: Með fjölbreyttara frístundastarfi, auknum tækifærum til menntunar, heilsuræktar, menningarþátttöku og aukinna áhrifa með nýju Öldungaráði. Sem fyrr leggur Samfylkingin að sjálfsögðu áherslu á að tryggja eldra fólki umönnun og stuðning þegar heilsan brestur, en vill með nýrri stefnumörkun stuðla að aukinni virkni og áhrifum þess eins lengi og kostur er.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar