Hagræn áhrif íþrótta Eva Baldursdóttir skrifar 23. maí 2014 07:00 Starfsemi íþróttafélaga þykir flestum sjálfsögð og nauðsynleg þjónusta. Í hverfafélaginu slær hjarta hverfisins iðulega örast. Þar fagna menn sigrum og standa saman í ósigrum – óháð stétt, stöðu eða daglegu fjasi. Íbúar hverfisins leggja hönd á plóg við að gera starfsemi félaganna eins og best verður á kosið, í þágu barna sinna og ungmenna. Í hverfafélögum er því að finna mikil verðmæti, félagsauðinn.En af hverju hagræn áhrif íþrótta? Meginhlutverk þeirra sem fást við pólitík á sveitarstjórnarstigi er að forgangsraða fjármunum. Vandinn er hins vegar sá að þeir fjármunir eru af skornum skammti. Þegar þrengir frekar að er hætt við að lögbundin grunnþjónusta, svo sem skólar og velferðarþjónusta, njóti forgangs umfram þá þjónustu sveitarfélaga sem ekki er lögbundin. Það liggja hins vegar hættur í því að skera við nögl í íþrótta- og æskulýðsstarfi, einkum vegna forvarnargildis þess. Mikilvægi íþrótta og annarrar skipulagðrar æskulýðsstarfsemi, út frá félagslegum gildum er löngu kunn. Hitt er óplægður akur, það er hvort íþróttir hafi í sjálfu sér hagrænt gildi fyrir samfélagið. Slík vitneskja gæti hins vegar auðveldað rökstuðning fjárfestinga hins opinbera sem tengjast íþróttum.En hvað er hagrænt við íþróttir? Í fyrsta lagi forvarnargildi íþrótta fyrir samfélagið. Í öðru lagi sjálfboðaliðavinnan sem unnin er innan veggja íþróttafélaga. Fjöldi fólks gefur vinnu sína í þágu félagsins og í því felast gríðarleg verðmæti. Í þriðja lagi er fjöldi íþróttaviðburða og –móta sem fjöldinn allur af erlendum ferðamönnum sækir heim og færist það í aukana. Má helst nefna Reykjavíkurmaraþonið, Reykjavik International Games (RIG), þar sem sett eru fjöldamet erlendra þátttakenda á hverju ári, Rey Cup o.s.frv. Meðal íþróttamóta sem haldin verða í Reykjavík á næstunni sem þúsund erlendra þátttakenda munu sækja eru Evrópumót í fimleikum 2014, Smáþjóðaleikarnir 2015 og Evrópumeistaramótið í skák 2015. Í Íþróttastefnu Reykjavíkur til ársins 2020, sem við meirihlutinn unnum í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur, er ein af lykilaðgerðunum að rannsaka hagræn áhrif íþrótta. Við höfum því lagt áherslu á að sú rannsókn fari fram sem allra fyrst, en til að fá sem skýrastar niðurstöður er aðkoma ríkisins nauðsynleg. Í forgangsröðun fjármuna hjá hinu opinbera hafa íþróttir og menning iðulega átt undir högg að sækja. Rannsókn á hagrænum gildum menningar og skapandi greina formgerði það sem flestir listamenn þegar vissu – að opinberir fjármunir sem varið er í menningu er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í opinbera sjóði og til samfélagsins í heild. Ég tel að niðurstaða úr rannsókn um hagrænt gildi íþrótta skili sömu niðurstöðu. Þess vegna munum við í Samfylkingunni hafa forgöngu um að hrinda henni í framkvæmd sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Starfsemi íþróttafélaga þykir flestum sjálfsögð og nauðsynleg þjónusta. Í hverfafélaginu slær hjarta hverfisins iðulega örast. Þar fagna menn sigrum og standa saman í ósigrum – óháð stétt, stöðu eða daglegu fjasi. Íbúar hverfisins leggja hönd á plóg við að gera starfsemi félaganna eins og best verður á kosið, í þágu barna sinna og ungmenna. Í hverfafélögum er því að finna mikil verðmæti, félagsauðinn.En af hverju hagræn áhrif íþrótta? Meginhlutverk þeirra sem fást við pólitík á sveitarstjórnarstigi er að forgangsraða fjármunum. Vandinn er hins vegar sá að þeir fjármunir eru af skornum skammti. Þegar þrengir frekar að er hætt við að lögbundin grunnþjónusta, svo sem skólar og velferðarþjónusta, njóti forgangs umfram þá þjónustu sveitarfélaga sem ekki er lögbundin. Það liggja hins vegar hættur í því að skera við nögl í íþrótta- og æskulýðsstarfi, einkum vegna forvarnargildis þess. Mikilvægi íþrótta og annarrar skipulagðrar æskulýðsstarfsemi, út frá félagslegum gildum er löngu kunn. Hitt er óplægður akur, það er hvort íþróttir hafi í sjálfu sér hagrænt gildi fyrir samfélagið. Slík vitneskja gæti hins vegar auðveldað rökstuðning fjárfestinga hins opinbera sem tengjast íþróttum.En hvað er hagrænt við íþróttir? Í fyrsta lagi forvarnargildi íþrótta fyrir samfélagið. Í öðru lagi sjálfboðaliðavinnan sem unnin er innan veggja íþróttafélaga. Fjöldi fólks gefur vinnu sína í þágu félagsins og í því felast gríðarleg verðmæti. Í þriðja lagi er fjöldi íþróttaviðburða og –móta sem fjöldinn allur af erlendum ferðamönnum sækir heim og færist það í aukana. Má helst nefna Reykjavíkurmaraþonið, Reykjavik International Games (RIG), þar sem sett eru fjöldamet erlendra þátttakenda á hverju ári, Rey Cup o.s.frv. Meðal íþróttamóta sem haldin verða í Reykjavík á næstunni sem þúsund erlendra þátttakenda munu sækja eru Evrópumót í fimleikum 2014, Smáþjóðaleikarnir 2015 og Evrópumeistaramótið í skák 2015. Í Íþróttastefnu Reykjavíkur til ársins 2020, sem við meirihlutinn unnum í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur, er ein af lykilaðgerðunum að rannsaka hagræn áhrif íþrótta. Við höfum því lagt áherslu á að sú rannsókn fari fram sem allra fyrst, en til að fá sem skýrastar niðurstöður er aðkoma ríkisins nauðsynleg. Í forgangsröðun fjármuna hjá hinu opinbera hafa íþróttir og menning iðulega átt undir högg að sækja. Rannsókn á hagrænum gildum menningar og skapandi greina formgerði það sem flestir listamenn þegar vissu – að opinberir fjármunir sem varið er í menningu er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í opinbera sjóði og til samfélagsins í heild. Ég tel að niðurstaða úr rannsókn um hagrænt gildi íþrótta skili sömu niðurstöðu. Þess vegna munum við í Samfylkingunni hafa forgöngu um að hrinda henni í framkvæmd sem allra fyrst.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun