Ógagnleg ákæra Ólafur Stephensen skrifar 23. maí 2014 06:45 Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er grunaður um að hafa gert mistök sem ollu dauða sjúklings. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenzkur heilbrigðisstarfsmaður er ákærður í slíku máli og ákæran felur því í sér stefnubreytingu frá því sem verið hefur. Málið hefur verið til umfjöllunar eftir að lögreglurannsókn hófst á andláti sjúklingsins. Sú skoðun hefur áður komið fram af hálfu forsvarsmanna Landspítalans, og raunar líka sjúklinga og aðstandenda þeirra sem hafa skaðazt í læknamistökum, að það myndi hafa afar neikvæð áhrif, yrði ákæra gefin út, að ekki sé talað um ef dómur fellur í málinu og hjúkrunarfræðingurinn verður dæmdur til refsingar. Rökin fyrir þeirri afstöðu eru meðal annars þau að undanfarin misseri hefur verið gert stórátak í að bæta öryggismenninguna á Landspítalanum, en í því felst að starfsfólk er hvatt til að tilkynna um hvers kyns mistök, stór og smá, í þeim tilgangi að hægt sé að læra af þeim og leitast við að hindra að þau endurtaki sig. Eigi fólk á hættu að það sjálft eða vinnufélagarnir þurfi að sæta refsingu, jafnvel fangelsi, ef sagt er frá mistökum, hefur það ekki mjög hvetjandi áhrif á öryggismenninguna. Í ákæru ríkissaksóknara kemur fram að mistök hjúkrunarfræðingsins sem um ræðir voru gerð á kvöldvakt, sem unnin var í beinu framhaldi af dagvakt. Við slíkar aðstæður eykst hættan á mistökum. Launakjör, aðstaða og vinnuálag íslenzks heilbrigðisstarfsfólks eru í nógu miklu ólagi þótt ekki bætist við hættan á að dómskerfið refsi fólki fyrir mistök. Það kemur því ekkert á óvart að allir viðmælendur Fréttablaðsins í gær lýstu yfir óánægju með að ákæra til refsingar hefði verið gefin út í málinu. Það á við um ekkju sjúklingsins sem lézt, formann Viljaspors, félags sem aðstoðar sjúklinga og aðstandendur þeirra sem hafa lent í óhöppum á heilbrigðisstofnunum, forsvarsmenn Landspítalans og formann Félags íslenzkra hjúkrunarfræðinga. Allir eru á því að frekar eigi að reyna að læra af mistökunum en að refsa fyrir þau. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur ekki fengizt til að rökstyðja það í fjölmiðlum hvers vegna ákæra var gefin út í þessu máli. Hugsanlega metur saksóknaraembættið það svo að gildandi lög gefi einfaldlega ekki tilefni til annars. Eftir er að sjá hvernig fer þegar dæmt verður í málinu, en útgáfa ákærunnar hlýtur að gefa löggjafanum tilefni til að endurskoða lagarammann að því er varðar mistök í heilbrigðisþjónustunni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir í Fréttablaðinu í gær að tilefni sé til að taka upp umræðu um þetta mál. Geir Gunnlaugsson landlæknir nefnir að skoða megi norska kerfið, þar sem atvik í heilbrigðisþjónustu séu ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur um glæpsamlegt athæfi liggi fyrir. Að sjálfsögðu ber heilbrigðisstarfsfólk sína ábyrgð. Að sjálfsögðu þurfa sjúklingar og aðstandendur að geta leitað réttar síns og fengið bætur ef mistök eru gerð í heilbrigðisþjónustunni. En refsileiðin er augljóslega röng leið til þess og sú sem dregur úr líkum á að mistök séu tilkynnt og leitazt við að læra af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er grunaður um að hafa gert mistök sem ollu dauða sjúklings. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenzkur heilbrigðisstarfsmaður er ákærður í slíku máli og ákæran felur því í sér stefnubreytingu frá því sem verið hefur. Málið hefur verið til umfjöllunar eftir að lögreglurannsókn hófst á andláti sjúklingsins. Sú skoðun hefur áður komið fram af hálfu forsvarsmanna Landspítalans, og raunar líka sjúklinga og aðstandenda þeirra sem hafa skaðazt í læknamistökum, að það myndi hafa afar neikvæð áhrif, yrði ákæra gefin út, að ekki sé talað um ef dómur fellur í málinu og hjúkrunarfræðingurinn verður dæmdur til refsingar. Rökin fyrir þeirri afstöðu eru meðal annars þau að undanfarin misseri hefur verið gert stórátak í að bæta öryggismenninguna á Landspítalanum, en í því felst að starfsfólk er hvatt til að tilkynna um hvers kyns mistök, stór og smá, í þeim tilgangi að hægt sé að læra af þeim og leitast við að hindra að þau endurtaki sig. Eigi fólk á hættu að það sjálft eða vinnufélagarnir þurfi að sæta refsingu, jafnvel fangelsi, ef sagt er frá mistökum, hefur það ekki mjög hvetjandi áhrif á öryggismenninguna. Í ákæru ríkissaksóknara kemur fram að mistök hjúkrunarfræðingsins sem um ræðir voru gerð á kvöldvakt, sem unnin var í beinu framhaldi af dagvakt. Við slíkar aðstæður eykst hættan á mistökum. Launakjör, aðstaða og vinnuálag íslenzks heilbrigðisstarfsfólks eru í nógu miklu ólagi þótt ekki bætist við hættan á að dómskerfið refsi fólki fyrir mistök. Það kemur því ekkert á óvart að allir viðmælendur Fréttablaðsins í gær lýstu yfir óánægju með að ákæra til refsingar hefði verið gefin út í málinu. Það á við um ekkju sjúklingsins sem lézt, formann Viljaspors, félags sem aðstoðar sjúklinga og aðstandendur þeirra sem hafa lent í óhöppum á heilbrigðisstofnunum, forsvarsmenn Landspítalans og formann Félags íslenzkra hjúkrunarfræðinga. Allir eru á því að frekar eigi að reyna að læra af mistökunum en að refsa fyrir þau. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur ekki fengizt til að rökstyðja það í fjölmiðlum hvers vegna ákæra var gefin út í þessu máli. Hugsanlega metur saksóknaraembættið það svo að gildandi lög gefi einfaldlega ekki tilefni til annars. Eftir er að sjá hvernig fer þegar dæmt verður í málinu, en útgáfa ákærunnar hlýtur að gefa löggjafanum tilefni til að endurskoða lagarammann að því er varðar mistök í heilbrigðisþjónustunni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir í Fréttablaðinu í gær að tilefni sé til að taka upp umræðu um þetta mál. Geir Gunnlaugsson landlæknir nefnir að skoða megi norska kerfið, þar sem atvik í heilbrigðisþjónustu séu ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur um glæpsamlegt athæfi liggi fyrir. Að sjálfsögðu ber heilbrigðisstarfsfólk sína ábyrgð. Að sjálfsögðu þurfa sjúklingar og aðstandendur að geta leitað réttar síns og fengið bætur ef mistök eru gerð í heilbrigðisþjónustunni. En refsileiðin er augljóslega röng leið til þess og sú sem dregur úr líkum á að mistök séu tilkynnt og leitazt við að læra af þeim.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar