Snúast kosningar til sveitarstjórna um alvörumál? Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Gunnlaug Thorlacius skrifar 22. maí 2014 07:00 Eitt af lögbundnum hlutverkum sveitarfélaga er að sjá til þess að geðfatlaðir fái viðeigandi búsetuúrræði. Það var sett í löggjöf árið 1992 en reyndi lítið á fyrr en upp úr aldamótum. Við stefnumótun og endurskoðun í rekstri geðdeilda var ákveðið að loka stofnanavæddum geðdeildum og taka upp gagnreynda stefnu annarra landa varðandi samfélagsgeðlækningar. Geðfatlaðir skyldu eiga heima í samfélaginu og njóta þjónustu geðdeilda þegar þeir þyrftu á spítalaþjónustu að halda. Átak var gert í búsetumálum geðfatlaðra á árunum 2006-2010. Það verkefni var kallað Straumhvarfaverkefni og miðaði að því að finna geðfötluðum viðeigandi búsetuúrræði í samfélaginu. Í Reykjavík var vettvangsgeðteymi stofnað, sem er samvinnuverkefni Geðsviðs Landspítala og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Teymið hefur það að markmiði að auka samfellu í þjónustu, lífsgæði og færni til daglegs lífs hjá geðfötluðum sem eiga sitt heimili í búsetukjörnum á vegum borgarinnar. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að nýgengi þeirra geðfatlaðra sem þurfa búsetu til dæmis í Reykjavík sé um það bil átta manns á ári. Nú er svo komið að ekki hefur bæst við nýtt sértækt búsetuúrræði fyrir geðfatlaða frá árinu 2010. Í dag teppa 19 einstaklingar pláss á Geðsviði Landspítala vegna skorts á viðunandi búsetuúrræðum. Reykvíkingar eru í miklum meirihluta í þeim hópi og er líklegasta skýringin sú að þar búa flestir landsmenn. Í nýlegri rannsókn á högum fatlaðs fólks kemur fram að hlutfall öryrkja er hæst í Reykjavík. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að flestir sem ákvarða búsetu eftir þjónustu kjósa að búa í höfuðborginni. Reykjavíkurborg hefur staðið sig einna best af sveitarfélögum landsins við að búa til úrræði og þjónusta þennan hóp en betur má ef duga skal.Batinn í hættu Af þessum 19 einstaklingum hafa 13 beðið í sex mánuði eða lengur eftir að geðendurhæfingu er lokið. Þetta fólk er tilbúið til útskriftar en er fast á geðdeildum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þessi staða er óviðunandi og verður þess oft valdandi að markmið endurhæfingar og sá bati sem fólk hefur náð er í hættu. Þess má geta að kostnaður samfélagsins við hvern sjúkling sem liggur á geðdeild er varlega áætlaður um 100.000 krónur á sólarhring. Sértæk búsetuúrræði eru því án efa hagkvæmari kostur fyrir samfélagið, auk þess sem þau fela í sér aukin lífsgæði fyrir þá sem glíma við geðsjúkdóma. Í ljósi þessa er mikilvægt að hafa í huga að heildarfjöldi þeirra legurýma sem endurhæfingardeildir hafa yfir að ráða eru um 40 og því óhætt að segja að tæplega helmingur þeirra sé tepptur. Velferðarráð Reykjavíkurborgar ætlaði að leysa búsetumálin á sl. árum með því að fela Félagsbústöðum að kaupa 32 einstaklingsíbúðir fyrir geðfatlaða 2012-2014 sem áttu að vera í nágrenni við búsetukjarna fyrir geðfatlaða. Það má segja að velferðarráð hafi verið að bjarga sér fyrir horn. Staðan núna á árinu 2014 er að 12 íbúðir af þessum 32 hafa verið keyptar og ekkert fjármagn verið eyrnamerkt til að þjónusta þá einstaklinga sem þar munu búa. Þjónusta sveitarfélaganna er afar misjöfn og framboð af félagslegu leiguhúsnæði og sértækum búsetuúrræðum er ekki sambærilegt milli sveitarfélaga. Það er óásættanleg staða fyrir geðfatlaða að bíða á geðdeildum eftir að hafa lokið geðendurhæfingu. Þessi staða má þó ekki verða til þess að snúið verði til baka í að útbúa stofnanir fyrir geðfatlaða og missa sýn á þeirri eðlilegu kröfu að geðfatlaðir eigi heimili í samfélaginu. Að okkar mati er um alvörumál að ræða. Við höfum þó ekki heyrt í neinu framboði til sveitarstjórna sem leggur metnað sinn í þennan málaflokk. Við ætlum að kjósa með geðfötluðum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Eitt af lögbundnum hlutverkum sveitarfélaga er að sjá til þess að geðfatlaðir fái viðeigandi búsetuúrræði. Það var sett í löggjöf árið 1992 en reyndi lítið á fyrr en upp úr aldamótum. Við stefnumótun og endurskoðun í rekstri geðdeilda var ákveðið að loka stofnanavæddum geðdeildum og taka upp gagnreynda stefnu annarra landa varðandi samfélagsgeðlækningar. Geðfatlaðir skyldu eiga heima í samfélaginu og njóta þjónustu geðdeilda þegar þeir þyrftu á spítalaþjónustu að halda. Átak var gert í búsetumálum geðfatlaðra á árunum 2006-2010. Það verkefni var kallað Straumhvarfaverkefni og miðaði að því að finna geðfötluðum viðeigandi búsetuúrræði í samfélaginu. Í Reykjavík var vettvangsgeðteymi stofnað, sem er samvinnuverkefni Geðsviðs Landspítala og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Teymið hefur það að markmiði að auka samfellu í þjónustu, lífsgæði og færni til daglegs lífs hjá geðfötluðum sem eiga sitt heimili í búsetukjörnum á vegum borgarinnar. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að nýgengi þeirra geðfatlaðra sem þurfa búsetu til dæmis í Reykjavík sé um það bil átta manns á ári. Nú er svo komið að ekki hefur bæst við nýtt sértækt búsetuúrræði fyrir geðfatlaða frá árinu 2010. Í dag teppa 19 einstaklingar pláss á Geðsviði Landspítala vegna skorts á viðunandi búsetuúrræðum. Reykvíkingar eru í miklum meirihluta í þeim hópi og er líklegasta skýringin sú að þar búa flestir landsmenn. Í nýlegri rannsókn á högum fatlaðs fólks kemur fram að hlutfall öryrkja er hæst í Reykjavík. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að flestir sem ákvarða búsetu eftir þjónustu kjósa að búa í höfuðborginni. Reykjavíkurborg hefur staðið sig einna best af sveitarfélögum landsins við að búa til úrræði og þjónusta þennan hóp en betur má ef duga skal.Batinn í hættu Af þessum 19 einstaklingum hafa 13 beðið í sex mánuði eða lengur eftir að geðendurhæfingu er lokið. Þetta fólk er tilbúið til útskriftar en er fast á geðdeildum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þessi staða er óviðunandi og verður þess oft valdandi að markmið endurhæfingar og sá bati sem fólk hefur náð er í hættu. Þess má geta að kostnaður samfélagsins við hvern sjúkling sem liggur á geðdeild er varlega áætlaður um 100.000 krónur á sólarhring. Sértæk búsetuúrræði eru því án efa hagkvæmari kostur fyrir samfélagið, auk þess sem þau fela í sér aukin lífsgæði fyrir þá sem glíma við geðsjúkdóma. Í ljósi þessa er mikilvægt að hafa í huga að heildarfjöldi þeirra legurýma sem endurhæfingardeildir hafa yfir að ráða eru um 40 og því óhætt að segja að tæplega helmingur þeirra sé tepptur. Velferðarráð Reykjavíkurborgar ætlaði að leysa búsetumálin á sl. árum með því að fela Félagsbústöðum að kaupa 32 einstaklingsíbúðir fyrir geðfatlaða 2012-2014 sem áttu að vera í nágrenni við búsetukjarna fyrir geðfatlaða. Það má segja að velferðarráð hafi verið að bjarga sér fyrir horn. Staðan núna á árinu 2014 er að 12 íbúðir af þessum 32 hafa verið keyptar og ekkert fjármagn verið eyrnamerkt til að þjónusta þá einstaklinga sem þar munu búa. Þjónusta sveitarfélaganna er afar misjöfn og framboð af félagslegu leiguhúsnæði og sértækum búsetuúrræðum er ekki sambærilegt milli sveitarfélaga. Það er óásættanleg staða fyrir geðfatlaða að bíða á geðdeildum eftir að hafa lokið geðendurhæfingu. Þessi staða má þó ekki verða til þess að snúið verði til baka í að útbúa stofnanir fyrir geðfatlaða og missa sýn á þeirri eðlilegu kröfu að geðfatlaðir eigi heimili í samfélaginu. Að okkar mati er um alvörumál að ræða. Við höfum þó ekki heyrt í neinu framboði til sveitarstjórna sem leggur metnað sinn í þennan málaflokk. Við ætlum að kjósa með geðfötluðum!
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun