Sjálfsprottna menningu. Ekki hótelæði Ragnar Auðun Árnason skrifar 19. maí 2014 07:00 Það er varla ofsögum sagt að undanfarin ár hafi gengið yfir hálfgert hótelæði í Reykjavík, því það virðist varla vera sá blettur í borginni, sérstaklega í miðbænum og í námunda Laugavegarins, sem ekki þarf að leggja undir hótel. Ekkert annað kemst að, og allra síst sjálfsprottin menning eða tónlistarlíf. Hótelæðið hefur bitnað sérstaklega á ungum og efnilegum tónlistarmönnum. Ungir tónlistarmenn og allt tónlistaráhugafólk hefur þurft að horfa á eftir stöðum eins og Nasa, Hjartagarðinum og Faktorý. Fljótt á litið virðast staðir á borð við Hjartagarðinn, Nasa og Faktorý ekki hjarta menningarinnar í Reykjavík. En ég vil fullyrða að þeir hafa skipt sköpum fyrir ungt fólk og unga listamenn sem munu í framtíðinni vera leiðandi í menningarsköpun okkar. Ef ungt fólk á að geta blómstrað í Reykjavík þarf það að hafa staði til þess að prófa sig áfram, halda tónleika og hittast í lifandi umhverfi. Menning framtíðarinnar mun ekki þroskast í hótellobbýum eða í túristasjoppum. Hugsunarhátturinn í borginni virðist vera sá sami og í annarri uppbyggingu hér á landi. Það er aldrei hugsað hverju við fórnum. Það sama gildir um menningu borgarinnar og náttúru landsins: Jarðýtum er sigað á allt sem stendur í vegi fyrir uppbyggingunni. Að sjálfsögðu á að efla ferðaiðnaðinn, en þegar við rífum niður það sem ferðamennirnir koma til þess að sjá og það sem gerir Ísland að því landi sem það er þá eyðileggjum við fyrir okkur sjálfum. Menningin og náttúrufegurðin er það sem dregur ferðamenn hingað, ekki hótelbyggingar. Fyrir okkur, sem borg, skiptir þó mestu að við lokum ekki á möguleika ungmenna til þess að koma saman og tjá list sína. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði viljum að miðbænum verði hlíft við frekari eyðileggingu vegna hótelæðisins. Þess í stað skuli gert meira til að efla sjálfsprottna menningu. Borgin þarf að leggja sitt af mörkum til þess að auðvelda ungum tónlistarmönnum og götulistamönnum, listamönnum framtíðarinnar, að finna staði til að þróa list sína. Aðeins þannig getur borgin haldið áfram að blómstra sem menningarborg! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er varla ofsögum sagt að undanfarin ár hafi gengið yfir hálfgert hótelæði í Reykjavík, því það virðist varla vera sá blettur í borginni, sérstaklega í miðbænum og í námunda Laugavegarins, sem ekki þarf að leggja undir hótel. Ekkert annað kemst að, og allra síst sjálfsprottin menning eða tónlistarlíf. Hótelæðið hefur bitnað sérstaklega á ungum og efnilegum tónlistarmönnum. Ungir tónlistarmenn og allt tónlistaráhugafólk hefur þurft að horfa á eftir stöðum eins og Nasa, Hjartagarðinum og Faktorý. Fljótt á litið virðast staðir á borð við Hjartagarðinn, Nasa og Faktorý ekki hjarta menningarinnar í Reykjavík. En ég vil fullyrða að þeir hafa skipt sköpum fyrir ungt fólk og unga listamenn sem munu í framtíðinni vera leiðandi í menningarsköpun okkar. Ef ungt fólk á að geta blómstrað í Reykjavík þarf það að hafa staði til þess að prófa sig áfram, halda tónleika og hittast í lifandi umhverfi. Menning framtíðarinnar mun ekki þroskast í hótellobbýum eða í túristasjoppum. Hugsunarhátturinn í borginni virðist vera sá sami og í annarri uppbyggingu hér á landi. Það er aldrei hugsað hverju við fórnum. Það sama gildir um menningu borgarinnar og náttúru landsins: Jarðýtum er sigað á allt sem stendur í vegi fyrir uppbyggingunni. Að sjálfsögðu á að efla ferðaiðnaðinn, en þegar við rífum niður það sem ferðamennirnir koma til þess að sjá og það sem gerir Ísland að því landi sem það er þá eyðileggjum við fyrir okkur sjálfum. Menningin og náttúrufegurðin er það sem dregur ferðamenn hingað, ekki hótelbyggingar. Fyrir okkur, sem borg, skiptir þó mestu að við lokum ekki á möguleika ungmenna til þess að koma saman og tjá list sína. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði viljum að miðbænum verði hlíft við frekari eyðileggingu vegna hótelæðisins. Þess í stað skuli gert meira til að efla sjálfsprottna menningu. Borgin þarf að leggja sitt af mörkum til þess að auðvelda ungum tónlistarmönnum og götulistamönnum, listamönnum framtíðarinnar, að finna staði til að þróa list sína. Aðeins þannig getur borgin haldið áfram að blómstra sem menningarborg!
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun