Er trúlofunartímabilinu lokið og komið að næsta skrefi? Kristinn Þór Jakobsson skrifar 17. maí 2014 07:00 Samvinna og gott samstarf er að mínu mati grunnforsenda þess að sveitarfélög á Suðurnesjum geti vaxið og dafnað. En sameining sveitarfélaganna á svæðinu er mál sem sveitarstjórnarfólk á svæðinu þarf að fara að skoða af fullri alvöru. Við þurfum að horfa til framtíðar með heildarhagsmuni svæðisins alls að leiðarljósi.Horfum út fyrir boxið Mjög lítið hefur borið á umræðu um sameiningarmál sveitarfélaganna á Suðurnesjum á kjörtímabilinu. Líklega verða sameiningarmálin ekki kosningamál í næstu sveitarstjórnarkosningum. En þeir bæjarfulltrúar sem verða kosnir í bæjarstjórnir sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum verða að vera tilbúnir til að ræða sameiningarmál af hispursleysi og einurð með opnum huga, laust frá tilfinningum og fordómum. Í þessari endurskoðun felast tækifæri.Ekki hvort, heldur hvernig Ef sveitastjórnir óska þess þá getur ráðuneytið veitt þeim heimild í tilraunaskyni til að staðfesta samþykkt um stjórn og fundarsköp sem gerir ráð fyrir öðru stjórnskipulagi en kveðið er á um í sveitarstjórnarlögum. Ég tel að umræða næsta kjörtímabils ætti að snúast um hvernig, ekki hvort sveitarfélögin á Suðurnesjum sameinist. Málefni sem við þurfum að ræða eru m.a. fjöldi sveitarstjórnarmanna, hvort ráða eigi eða kjósa framkvæmdastjóra sveitarfélagsins beint, kjósa ætti bæjarráð beinni kosningu, breytingar á fyrirkomulagi bæjarstjórnarfunda, fjöldi fastanefnda/-ráða og aukið hlutverk einstakra nefnda eða starfsmanna sveitarfélagsins við daglega stjórn sveitarfélagsins því samfara. Einnig þarf að ræða hvort embætti forseta bæjarstjórnar ætti að vera fullt starf, fjöldi bæjarfulltrúa verði bundinn við íbúafjölda hvers byggðakjarna, aukið íbúalýðræði með íbúafundum og íbúasamráði, nánara samráð um fjárhagsáætlun og önnur verkefni, svo fátt eitt sé nefnt.Heildarhagsmunir ráði för Málefnin eru mýmörg og margvísleg og ættu að vera rædd út frá hagsmunum íbúa á Reykjanesi en ekki pólitískum hagsmunum einstakra hópa/svæða. Það gæti reynst öllum íbúum allra sveitarfélaganna hagsbót og styrkur ef sveitarfélögin komast að samkomulagi um framtíðarskipan sameinaðs sveitarfélags. Skort hefur traust milli bæjarstjórna á svæðinu og mikið rætt um að byggja upp traust áður en sameiningarmál verði rædd. Að mínu mati er það fullreynt. Látum vantraustið lönd og leið og opnum fyrir umræðu um hvernig málunum er best farið. Við erum eitt atvinnusvæði, við erum að stórum hluta með sameiginlega þjónustu, eins og Kölku, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, DS, HSS o.fl. stofnanir. Tökum næsta skref og hefjum umræðu um sameiningarmál. Orð eru til alls fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Samvinna og gott samstarf er að mínu mati grunnforsenda þess að sveitarfélög á Suðurnesjum geti vaxið og dafnað. En sameining sveitarfélaganna á svæðinu er mál sem sveitarstjórnarfólk á svæðinu þarf að fara að skoða af fullri alvöru. Við þurfum að horfa til framtíðar með heildarhagsmuni svæðisins alls að leiðarljósi.Horfum út fyrir boxið Mjög lítið hefur borið á umræðu um sameiningarmál sveitarfélaganna á Suðurnesjum á kjörtímabilinu. Líklega verða sameiningarmálin ekki kosningamál í næstu sveitarstjórnarkosningum. En þeir bæjarfulltrúar sem verða kosnir í bæjarstjórnir sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum verða að vera tilbúnir til að ræða sameiningarmál af hispursleysi og einurð með opnum huga, laust frá tilfinningum og fordómum. Í þessari endurskoðun felast tækifæri.Ekki hvort, heldur hvernig Ef sveitastjórnir óska þess þá getur ráðuneytið veitt þeim heimild í tilraunaskyni til að staðfesta samþykkt um stjórn og fundarsköp sem gerir ráð fyrir öðru stjórnskipulagi en kveðið er á um í sveitarstjórnarlögum. Ég tel að umræða næsta kjörtímabils ætti að snúast um hvernig, ekki hvort sveitarfélögin á Suðurnesjum sameinist. Málefni sem við þurfum að ræða eru m.a. fjöldi sveitarstjórnarmanna, hvort ráða eigi eða kjósa framkvæmdastjóra sveitarfélagsins beint, kjósa ætti bæjarráð beinni kosningu, breytingar á fyrirkomulagi bæjarstjórnarfunda, fjöldi fastanefnda/-ráða og aukið hlutverk einstakra nefnda eða starfsmanna sveitarfélagsins við daglega stjórn sveitarfélagsins því samfara. Einnig þarf að ræða hvort embætti forseta bæjarstjórnar ætti að vera fullt starf, fjöldi bæjarfulltrúa verði bundinn við íbúafjölda hvers byggðakjarna, aukið íbúalýðræði með íbúafundum og íbúasamráði, nánara samráð um fjárhagsáætlun og önnur verkefni, svo fátt eitt sé nefnt.Heildarhagsmunir ráði för Málefnin eru mýmörg og margvísleg og ættu að vera rædd út frá hagsmunum íbúa á Reykjanesi en ekki pólitískum hagsmunum einstakra hópa/svæða. Það gæti reynst öllum íbúum allra sveitarfélaganna hagsbót og styrkur ef sveitarfélögin komast að samkomulagi um framtíðarskipan sameinaðs sveitarfélags. Skort hefur traust milli bæjarstjórna á svæðinu og mikið rætt um að byggja upp traust áður en sameiningarmál verði rædd. Að mínu mati er það fullreynt. Látum vantraustið lönd og leið og opnum fyrir umræðu um hvernig málunum er best farið. Við erum eitt atvinnusvæði, við erum að stórum hluta með sameiginlega þjónustu, eins og Kölku, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, DS, HSS o.fl. stofnanir. Tökum næsta skref og hefjum umræðu um sameiningarmál. Orð eru til alls fyrst.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun